Fréttablaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 24
Tengiltvinnbílum hefur fjölgað mjög á síðustu árum og Mercedes Benz er enginn eftir-bátur annarra bíla-framleiðenda þegar kemur að tengiltvinnbílum, nema síður sé. Einn þeirra er Mercedes Benz C-Class 350e sem tekinn var til kostanna á fremur óheppilegum tíma þegar mesta snjó vetrarins og síðustu áratuga í Reykjavík kyngdi niður fyrir ríflega viku. Afturhjóla- drifinn lágur fólksbíll er ekki heppi- legasti fararskjótinn í slíkri færð, en bílsins var samt notið talsvert áður en himnarnir opnuðust og þá stóð hann sannarlega fyrir sínu. Hér er kominn afar sparneytinn bíll sem fellur í vörugjaldslausan tollflokk og því er þessi heilmikli bíll fremur ódýr og kostar aðeins 5.710.000 krónur eftir nýlega verðlækkun sökum hag- stæðs gengis. Hann er skráður fyrir aðeins 48 g/km af CO2 mengun og 53 g/km ef hann er valinn í lang- baksformi. Auk þess er þessi bíll skráður fyrir aðeins 2,4 lítra eyðslu og kemst fyrstu 20-30 kílómetrana á rafmagninu einu. Þarna er því einn bíllinn enn kominn sem vert er að mæla með sökum þess hve verð slíkra bíla er hagstætt hér á landi vegna vörugjaldsleysis, lágrar eyðslu og mengunar. Rífandi afl brunavélar og rafhlaða Ekki sakar að þessi Mercedes Benz C-Class 350e er heil 279 hestöfl með rafmótorum sem bæta afli við 211 hestafla 2,0 lítra bensínvélina. Með þessari aflrás er bíllinn aðeins 5,9 sekúndur í hundraðið og víst má segja að gaman sé að gefa honum inn, hann er eldsprækur með raf- mótorana fullhlaðna. Engu máli skiptir þó að rafhlöður bílsins auki við þyngd hans um 200 kg, hann er eins og raketta af stað og skortir aldrei afl, jafnvel þó að rafhlöðurnar tæmist. Stjórna má því hvernig afl rafhlöðu bílsins er notað og til þess eru fjórar mismunandi stillingar, Hybrid fyrir notkun bæði rafhlað- anna og brunavélarinnar, E-Mode til að nota aðeins aflið frá rafhlöðunum, E-Save til að tryggja það að ávallt sé hleðsla á rafhlöðunum ef fram undan eru aðstæður til að aka aðeins á rafmagninu, og Charge ef tryggja á að rafhlöðurnar eiga að haldast að mestu fullhlaðnar. Þá reynir aðeins meira á vélina og rafhlöðurnar stela aðeins frá afli hennar til að hlaða sig undir átök þar sem gott er að búa að öllu því afli sem þær og bruna- vélin skila saman. Vafalaust er það skemmtilegasta stillingin til spræks aksturs en tryggir samt ekki minnstu eyðslu bílsins, en þannig er hann alltaf tilbúinn til krefjandi aksturs. Sparneytinn, nema þegar rafmagnið þrýtur Við akstur bílsins í reynsluakstrinum notaðist hann furðu oft aðeins við rafmagnið og hljóðlátur er hann sannarlega í þeim hamnum. Þar sem bílnum var ekið til Keflavíkur eftir að megninu af hleðslurafmagninu hafði verið eytt, var einnig hægt að kynnast bílnum svo til án aðstoðar rafhlaðanna, en þá olli það vonbrigð- um hve eyðslutalan var há og bíllinn Finnur Thorlacius finnurth@365.is Öflugur sparibaukur reynsluakstur – Mercedes benz C-Class 350e Þótt það kunni að hljóma ótrúlega þá er þessi 279 hestafla spyrnukerra svo til ódýrasta gerð C-Class, þökk sé Plug-In-Hybrid kerfinu. Lipur, öflugur og sparneytinn bíll, en fyrirferðarmiklar rafhlöður takmarka skottplássið. Gæðavottaðar álfelgur 5673322 AXARHÖFÐA 16 Felgur.is foliatec.is LED Perur Flott ljós KoSTiR og gallaR MeRcedeS Benz c-claSS 350e l bensínvél l 279 hestöfl l AfturhjólAdrif Eyðsla 2,4 l/100 km í bl. akstri Mengun 48 g/km CO2 Hröðun 5,9 sek. Hámarkshraði 250 km/klst. Verð frá 5.710.000 kr. Umboð: Askja l Verð l afl l Staðalbúnaður l lítið skottpláss l Mikil eyðsla án rafmagns 7 . M a r s 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r6 Bílar 0 7 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 3 -E D 7 C 1 C 6 3 -E C 4 0 1 C 6 3 -E B 0 4 1 C 6 3 -E 9 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.