Fréttablaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 13
I.Birgir Guðjónsson, fyrrver-andi formaður Lyfjanefndar
ÍSÍ, ritar grein í Fréttablaðið sl.
fimmtudag þar sem hann veitist að
Kára Stefánssyni og Íslenskri erfða-
greiningu (ÍE). Hér er reyndar um
endurtekið efni að ræða því Birgir
hefur skrifað fleiri greinar af sama
toga í dagblöð sl. hálfan annan
áratug. Sem fyrr er leiðarstefið það
sama: Eftir almennt skítkast með
margvíslegum tilbrigðum um Kára
og ÍE rifjar Birgir upp óskylt mál
sem flutt var fyrir Lyfjadómstóli
ÍSÍ árið 2001. Þar var hann í hlut-
verki ákæranda en til varnar var
tengdadóttir Kára sem var sýknuð
af öllum sökum sem á hana voru
bornar.
Og hér stendur hnífurinn í kúnni.
Öll framganga Birgis í þessu máli
og öðru til sem rekið var á sama
tíma var með þvílíkum endemum
að honum var ekki sætt í emb-
ætti formanns lyfjanefndar ÍSÍ og
hraktist úr því starfi skömmu síðar.
Þannig jós hann skömmum og sví-
virðingum yfir m.a. forsvarmenn
ÍSÍ og sérsambands þess sem í hlut
átti auk þess sem sjálfur lyfjadóm-
stóllinn varð fyrir skeytum hans
og ásökunum um spillingu. Urðu
af þessu nokkur greinaskrif í fjöl-
miðlum árið 2001 og misserin þar
á eftir, þar sem framangreindir
aðilar töldu sig knúna til að leið-
rétta rangfærslur Birgis og bera af
sér sakir. [1]
Birgir hefur allar götur síðan þótt
liðin séu nærri 16 ár séð sjálfur um
að halda þessu máli lifandi með
endurteknu eintali á síðum dag-
blaðanna, svo jaðrar við þráhyggju.
Hann hefur meðal annars haldið
fram þeirri fráleitu staðhæfingu að
Kári Stefánsson hafi með atbeina
lögfræðings félagsins getað hag-
rætt úrslitum fyrrgreinds máls fyrir
dóminum og í því efni leitt einhvers
konar allsherjar samsæri innan ÍSÍ.
Eflaust eru þeir tveir hæstaréttar-
lögmenn og núverandi hæstaréttar-
dómari sem sátu í dóminum ekki
sammála því.
II.
Greinarhöfundur sinnti hlutverki
verjanda íþróttamannsins sem í
hlut átti og flutti mál hennar fyrir
dóminum. Sjálfur hef ég aldrei
getað skilið hvað það kemur mál-
inu við eins og Birgir hefur sífellt
klifað á að ég hef starfað sem inn-
anhússlögfræðingur hjá ÍE. Það að
ég hafi veifað „málskjölum merkt
DeCode Genetics“ undir rekstri
málsins kannast ég ekkert við.
Í málinu kom ég fram sem sjálf-
stæður lögfræðingur og bar ekki
skuldbindingar gagnvart neinum
öðrum en umbjóðanda mínum
sem ég þekkti persónulega. Miðað
við staðreyndir málsins, lagareglur
sem áttu við og þau gögn sem lágu
frammi held ég reyndar að hvaða
lögmaður sem er hefði átt auðvelt
með að leiða fram sýknu í málinu.
Í gegnum árin hef ég setið hljóð-
ur hjá garði og fylgst með endur-
teknum rangfærslum og svigur-
mælum Birgis um fyrrgreint mál og
aðila sem því tengdust án þess að
hafast að. Nú finnst mér einhvern
veginn að mælirinn sé fullur og rétt
sé að rifja upp staðreyndir máls-
ins óbrenglaðar. Þó finn ég mest
til með umbjóðanda mínum sem
hefur með reglulegu millibili þurft
að sitja undir því að hún hafi brotið
reglur og sloppið við refsingu vegna
allsherjar spillingar innan ÍSÍ. Er nú
virkilega mál að linni.
III.
Helstu staðreyndir málsins voru
þær að afrekskona í körfuknatt-
leik sem þjáðist af áreynsluastma
tók púst af algengu innöndunar-
lyfi fyrir leik. Umrætt lyf var og
er á lista yfir lyf sem íþróttamenn
með sjúkdóminn mega nota, en
einungis í kjölfar umsóknar þar
sem leggja þurfti fram læknisvott-
orð um undirliggjandi sjúkdóms-
ástand eins og skýrt var kveðið á
um í lyfjareglum ÍSÍ. Umbjóðanda
mínum láðist að gera það fyrir leik-
inn en gerði það síðar eftir að lyfið
hafði mælst í sýni, eins og leyfilegt
er. Í framhaldinu lagði Birgir fram
kæru til Lyfjadómstóls ÍSÍ eins
og um væri að ræða bannað efni,
en lét þó svo lítið fyrst að bjóða
sátt að amerískum sið þannig að
ákæran yrði felld niður gegn sam-
komulagi um tveggja ára keppnis-
bann og að umræddur leikur yrði
lýstur tapaður fyrir lið hennar!
Því var að sjálfsögðu hafnað enda
ekki að neinu leyti í samræmi við
lög og reglur ÍSÍ eins og gefur að
skilja og sérstaklega var lýst yfir af
dómendum. Málið fór því sína leið
til lyfjadómstólsins þar sem krafist
var hámarksrefsingar, rétt eins og
um væri að ræða bannað efni.
Í ákæru var því m.a. ranglega
haldið fram að umrætt astmalyf
væri vefaukandi steralyf. Þá hefði
lyfið líka örugglega verið á bann-
lista. Í álitsgerð prófessors í klín-
ískri lyfjafræði við læknadeild
HÍ sem lögð var fyrir dóminn
voru tekin af öll tvímæli um að
það væri ekki rétt, lyfið væri ekki
vefaukandi. Það væri heldur ekki
til þess fallið að auka árangur heil-
brigðs einstaklings í keppni en lík-
legra til að hafa öfug áhrif í stærri
skömmtum. Það vakti eflaust furðu
dómsins að álitsgerðina afgreiddi
Birgir þannig að umræddur pró-
fessor væri svo sem ágætur hjarta-
læknir en hefði ekkert vit á lyfja-
fræði.
Furðulegasta uppákoman í þessu
eftirminnilega réttarhaldi varð þó
þegar verjandi lagði fram tölvupóst
frá aðstoðarmanni forseta alþjóð-
lega körfuknattleikssambandsins
FIBA til Birgis sjálfs, þar sem stað-
fest var hið efnislega inntak alþjóð-
legra reglna að íþróttamaður gæti
lagt fram staðfestingu þess efnis að
hann hafi þjáðst af áreynsluastma
eftir lyfjapróf. Þá stökk ákærand-
inn á fætur og vildi safna saman
afritum af umræddum tölvupósti
með þeim orðum að pósturinn ætti
ekki heima í þinghaldinu. Iðraðist
þess greinilega sáran að hafa óvart
sett hann sjálfur inn í gögn málsins
enda í fullu ósamræmi við annan
málatilbúnað hans.
Þráhyggja Birgis í þessu máli kom
svo enn frekar í ljós eftir að lyfja-
dómstóllinn hafði sýknað. Áfrýjaði
hann málinu til áfrýjunardómstóls
ÍSÍ sem starfaði á þeim tíma – ekki
einu sinni, heldur þrisvar. Í öllum
tilfellum var málinu vísað frá.
Þráhyggja
Jóhann
Hjartarson
héraðsdóms
lögmaður
IV.
Misnotkun lyfja í afreksíþróttum
er alvarlegt vandamál sem verður
að taka mjög föstum tökum. Um
það geta allir verið sammála. Því
meiri ábyrgð fylgir því að fara með
ákæruvald þar sem mikið getur legið
við, líkt og í afreksíþróttum. Þarf
réttsýni og hlutlægni ætíð að ráða
ríkjum eins og lagt er fyrir í lögum
og reglum. Þegar endanlegur dómur
hlutlausra dómenda er fallinn þurfa
aðilar líka að kunna að una honum,
annars virkar kerfið ekki. Það er leitt
til þess að vita að Birgir Guðjóns-
son hafi ekki uppfyllt þessar kröfur
meðan hann gegndi formannsstöðu
lyfjanefndar ÍSÍ, þrátt fyrir að þekk-
ing hans á sviði læknisfræði hafi
aldrei verið dregin í efa.
[1] Sjá m.a. yfirlýsingu 5 dómenda í
Lyfjadómstóli ÍSÍ undir yfirskriftinni
„Tilhæfulausar aðdróttanir“; Mbl.
20. apríl 2002, http://www.mbl.is/
greinasafn/grein/663251/ Sjá einn-
ig grein Gunnars Sólnes: „Mætu
fólki sýnd lítilsvirðing“ vegna til-
vitnaðs máls sem rekið var á sama
tíma, http://www.mbl.is/greinasafn/
grein/662611/
Þegar endanlegur dómur
hlutlausra dómenda er
fallinn þurfa aðilar líka að
kunna að una honum, ann-
ars virkar kerfið ekki. Það er
leitt til þess að vita að Birgir
Guðjónsson hafi ekki upp-
fyllt þessar kröfur meðan
hann gegndi formanns-
stöðu lyfjanefndar ÍSÍ, þrátt
fyrir að þekking hans á sviði
læknisfræði hafi aldrei verið
dregin í efa.
möndlur
bláber
trönuber
kotasæla
1
6
-0
2
5
0
-H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Nærandi millimál
… er létt mál
Gríptu með þér kotasælu eða gríska jógúrt
Léttmál frá MS eru bragðgóðar nýjungar með
hreinum grunni og hollum og stökkum toppi.
Kotasæla með berjum og möndlum eða grísk
jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum.
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 7 . m A R s 2 0 1 7
0
7
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
6
3
-E
D
7
C
1
C
6
3
-E
C
4
0
1
C
6
3
-E
B
0
4
1
C
6
3
-E
9
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
6
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K