Fréttablaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 10
ÁRSFUNDUR 2017 Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 23. mars 2017 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 17:15. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur 2016 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs 3. Kynning á fjárfestingarstefnu 4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 5. Kosning stjórnar 6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags 7. Ákvörðun um laun stjórnar 8. Önnur mál • Hæsta raunávöxtun 2016: 3,1% • Heildareignir: 185 milljarðar • 42 þúsund sjóðfélagar • 1/3 lágmarksiðgjalds í séreign • Sjö ávöxtunarleiðir í boði • Valinn besti opni lífeyrissjóðurinn í Evrópu * Vakin er athygli á því að framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þann 16. mars 2017 kl. 24:00. Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is. Ársreikningur sjóðsins, nánari upplýsingar um ársfundinn og tillögur um breytingar á samþykktum eru á heimasíðu sjóðsins, www.almenni.is. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins *Fagtímaritið IPE valdi Almenna besta lífeyrissjóð í Evrópu á almennum markaði Vogur er þungamiðjan í starfi SÁÁ í meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu. Fréttablaðið/Heiða heilbrigðismál Af þeim Íslend- ingum, á aldrinum 15 til 64 ára, sem dáið hafa fyrir aldur fram á síðustu fimmtán árum hafa tæplega 30 pró- sent leitað sér lækninga á Sjúkrahús- inu Vogi á einhverjum tímapunkti. Í sumum aldurshópum er hlutfallið mun hærra, og allt upp í 40 prósent hjá aldurshópnum 25 til 34 ára. Þetta kemur fram í nýútgefnu ársriti meðferðarsviðs SÁÁ 2016. Ein af grunnniðurstöðum höf- undarins, Þórarins Tyrfingssonar, forstjóra Sjúkrahússins Vogs, er að ef litið er til þess hversu margir greinast áfengis- og vímuefnasjúkir, og hversu alvarlegur og afdrifaríkur sjúkdómurinn er, megi fullyrða að hann sé sá alvarlegasti sem Íslend- ingar glíma við um þessar mundir. Þórarinn segir að í gagnagrunni SÁÁ séu um 18.000 lifandi ein- staklingar á aldrinum 15 til 65 ára en á þessu aldursbili eru 200.000 manns. Tölurnar sýni að 10,4 pró- sent núlifandi karla 15-64 ára og 4,6 prósent núlifandi kvenna á sama aldri á Íslandi hafa farið í áfengis- og vímuefnameðferð til SÁÁ. Þetta fólk er mjög veikt, því samkvæmt nýrri rannsókn uppfylltu um 95 prósent sjúklinganna sem voru á Vogi árið 2015 sex eða fleiri viðmiðunarein- kenni sem stuðst er við, og voru því með sjúkdóminn á alvarlegasta stigi. Þórarinn segir það athyglisvert í þessu samhengi, að bera saman það fjármagn sem rennur til starfsins á Vogi og heildarfjárframlög til heil- brigðismála – en til reksturs á Vogi renna um 500 milljónir frá ríkinu. „Það fer nú ekki hjá því að á menn renni tvær grímur, eins og sagt er, þegar þeir sjá þessar tölur. Það hefur ekki verið litið svo á að þessi hópur okkar á Vogi sé forgangshópur í þessu tilliti. Menn vilja frekar líta, eins og eðlilegt er kannski, til ann- arra hópa. En þetta eru virkilega slá- andi tölur,“ segir Þórarinn sem skrif- ar á einum stað að mjög áríðandi sé að „beina miklu meiri fjármunum í Sjúkrahúsið Vog. Það hlýtur að vera eitt af meginmarkmiðum íslenskrar heilbrigðisþjónustu að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll fyrir 64 ára aldurinn og þá tekur þetta af öll tvímæli um að meiri fjármunir eiga að renna til Vogs.“ Tölurnar tala sínu máli. Af þeim 4.065 Íslendingum sem dóu á aldurs- bilinu 15 til 64 ára á árunum 2001 til 2015 höfðu 1.225 dvalið á Vogi. Þessar rauntölur sýna líka að úr sjúklingahópi SÁÁ hafa frá 2000 til 2015 aldrei færri dáið ótímabærum dauða en rúmlega 50 manns og flest ár 60 til rúmlega 80 manns. Við þetta má bæta, og er ekki að finna innan tölfræði SÁÁ, að algeng- asta dánarorsök þeirra sem eru yngri en 25 ára er áfengisneysla, beint eða óbeint. Það unga fólk sem þannig lætur lífið er þó fráleitt allt áfengis- og vímuefnasjúklingar. Sama er að segja um aðra aldurshópa þar sem ástæða ótímabærs dauðsfalls tengist áfengis- eða vímuefnaneyslu; hóps sem hefur þó aldrei leitað sér lækn- inga á Vogi. þegar þessi dauðsföll eru talin saman verður ekkert fullyrt um dánarmein, enda hefur það ekki verið rannsakað hérlendis. Undir- stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Evrópubandalagsins sem taka slíkar tölur saman mæla með því að þegar þessi dauðsföll eru talin saman skuli taka saman dauðsföll sem verða vegna yfirskammta vímuefna, slysa og sjálfsvíga sem rekja megi til vímu- efnaneyslu þess sem deyr. Einnig vilja þessar stofnanir að talin séu dauðsföll af völdum sýkinga eða lík- amlegra fylgikvilla sem sannanlega urðu vegna vímuefnaneyslunnar. Hér á Íslandi hefur ekki verið reynt að taka þessar tölur saman og oftast látið nægja að telja þá sem deyja vegna yfirskammta af áfengi eða lyfjum. svavar@frettabladid.is Sláandi margir deyja fyrir aldur fram Nær 30 prósent Íslendinga sem dáið hafa fyrir gamals aldur hafa dvalið á Sjúkrahúsinu Vogi. Hlutfallið er enn hærra í sumum aldurs- hópum – eða allt að 40 prósent. Fjárframlög ríkisins eru í engu samhengi við hversu stór hópur er alvarlega veikur og þarf mikla hjálp. Komur á Vog 1977-2015 73.398 20.280 konur 28,5% 50.959 karlar 71,5% einstaklingar 1977-2015 24.109 7.085 konur 29,4% 17.024 karlar 70,6% raufarhöfn Fiskverkun Hólmsteins Helgasonar hefur sagt upp öllum tíu starfsmönnum sínum á Raufar- höfn. Fyrirtækið fékk ekki sértækan byggðakvóta. GPG fiskverkun á Húsavík fékk úthlutað öllum þeim kvóta á stjórnarfundi Byggðastofn- unar. „Það logar allt og fólk mun flytja í burtu,“ segir Guðrún Rannveig Björnsdóttir, verslunarmaður á Raufarhöfn. Fyrirtækið Hólmsteinn Helgason ehf. hefur starfrækt saltfiskverkun á Raufarhöfn í nokkurn tíma núna og hafa forsvarsmenn þess einnig keypt eina fjölbýlishúsið á Raufahöfn auk hótels á staðnum og ætlað sér mikla uppbyggingu. Þau uppbyggingar- áform nú eru í hættu. Hólmsteinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Hólmsteins Helga- sonar ehf., vildi ekki ræða við blaða- mann í gær en staðfesti að öllum starfsmönnum hefði verið sagt upp og að ákvörðun Byggðastofnunar um að veita þeim ekki sértækan byggða- kvóta hafi svo sannarlega ekki hjálp- að fyrirtækinu. „Á stjórnarfundi Byggðastofnunar var ákveðið að ganga til samninga við GPG fiskverkun um að veiða þann sértæka byggðakvóta sem við höfum til skiptanna á Raufarhöfn,“ segir Sigurður Árnason, sérfræðingur Byggðastofnunar. „Miðað við þær forsendur sem voru í umsóknum aðila þá var tekin ákvörðun um að semja við GPG. Við reyndum, í samvinnu við atvinnu- þróunarfélag Þingeyinga að fá menn til að vinna saman en það gekk ekki upp. Þá var bara komið að því að taka ákvörðun og hún er þessi.“ Kristján Þór Magnússon, sveitar- stjóri Norðurþings, segir það mjög slæmt að tíu störf glatist í svo litlu plássi eins og Raufarhöfn er. „Menn hafa verið að leita leiða til að fjölga atvinnutækifærum og sannarlega var þessi sértæki byggða- kvóti liður í því að reyna að styrkja atvinnulífið,“ segir Kristján Þór. „Ef þessi tíu störf finnast ekki annars staðar er það mjög slæmt.“ Raufarhöfn hefur verið skilgreind sem brothætt byggð og hafa margvís- legar aðgerðir stjórnvalda beinst að því að halda sjávarþorpinu í byggð. Staðan er því mjög erfið nú þar sem tíu hefur verið sagt upp á einu bretti. 189 einstaklingar voru með lögheim- ili á Raufarhöfn í byrjun árs 2016. – sa Tíu sagt upp á Raufarhöfn „Það logar allt,“ segir heimamaður um uppsagnir á raufarhöfn. Fréttablaðið/Pjetur Ef þessi tíu störf finnast ekki annars staðar er það mjög slæmt. Kristján Þór Magnússon, sveitar- stjóri Norðurþings. 7 . m a r s 2 0 1 7 Þ r i ð J u D a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 7 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 3 -F 7 5 C 1 C 6 3 -F 6 2 0 1 C 6 3 -F 4 E 4 1 C 6 3 -F 3 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.