Fréttablaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 2
Elleman-Jensen í Hörpu Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur árin 1982 til 1993, ræddi í gær þróun alþjóðamála á Eystrasaltssvæðinu á afmælismálþingi Eystrasaltsráðsins í Hörpu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti einnig ávarp. Í gær voru liðin 25 ár frá stofnun Eystrasaltsráðsins. Aðild að því eiga Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Pólland, Rússland og Þýskaland auk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fréttablaðið/Eyþór Veður Austan- og suðaustanátt og skúrir eða él í dag, en úrkomulítið á Norðurlandi. Vaxandi norðaustanátt með slyddu á Vestfjörðum um kvöldið. sjá síðu 18 Þjónustumiðstöð tónlistarfólks Heilbrigðismál Geðsvið Land- spítalans hefur ekki tök á að ráða tímabundið í stöður sálfræðinga þegar langtímaveikindi koma upp. Því geta einstaka deildir spítalans verið án sálfræðinga svo mánuðum skiptir. Nýlega kom þess staða upp á deild 33C á Hringbraut. „Þetta voru einhverjir mánuðir og það er óheppilegt,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geð- sviðs Landspítalans. Hún segir að ef sálfræðingur fer í barnsburðarleyfi eða launalaust leyfi þá beri spítalinn ekki kostnað af því og þá sé hægt að ráða tímabundið í staðinn. Í veik- indum sé hins vegar ekki hægt að ráða fólk tímabundið. María segir það þó sannarlega vera uppleggið á geðsviðinu að vera með sálfræðing starfandi á öllum deildum og spítalinn vildi gjarnan hafa fleiri sálfræðinga starfandi. „Við erum með um 50 stöðugildi á öllum spítalanum, bæði vefrænu deildunum og geðdeildunum. Gunnar Hrafn Jónsson alþingis- maður, sem var frá vinnu í byrjun árs vegna veikinda, gagnrýnir í Fréttablaðinu á laugardaginn að geðsvið Landspítalans veiti enga bráðaþjónustu á kvöldin og um helgar. „Fólk er því vinsamlegast beðið um að missa ekki vitið utan skrif- stofutíma heldur harka af sér. Það er ólíðandi mannréttindabrot sem yrði ekki liðið ef um nokkurn annan sjúkdóm væri að ræða, til dæmis hjartasjúkdóm,“ segir Gunn- ar Hrafn. María bendir á að bráðaþjón- ustan hafi verið opnuð upp úr alda- mótum. Engin bráðaþjónusta hafi verið í boði á geðsviði fyrir þann tíma. „Við vorum með rýmri opnun en eftir hrun fórum við í sparnaðar- pælingar með því að þrengja opn- unartíma,“ segir María. Nú séu geðdeildirnar með opna bráðaþjónustu frá 12 til 19 á virkum dögum og 12 til 17 um helgar. „Þetta gerðum við eftir að við höfðum skoðað hvenær flestar komur eru og við sáum að 90-95 prósent af þunganum er á þessum tíma,“ segir María. Þegar lokað er á bráðaþjónustu á Hringbraut geta sjúklingar leitað á bráðamóttökuna í Fossvogi. Vakt- hafandi geðlæknir fer þá á bráða- móttökuna í Fossvogi og veitir þjónustuna þar. „Þannig að það er sólarhrings- þjónusta,“ segir María. jonhakon@frettabladid.is Geðsvið án sálfræðinga ef starfandi verða veikir Geðsvið Landspítalans getur ekki ráðið sálfræðinga í veikindaforföllum vegna fjárskorts. Þó er gert ráð fyrir starfandi sálfræðingi á hverri deild. Bráðaþjónusta enn skert eftir hrunið. Ekki er hentugt að missa vitið utan skrifstofutíma. Geðdeild landspítalans. Veikist sálfræðingur á geðdeild landspítalans er ekki hægt að ráða inn tímabundið sálfræðing í stað hans. Fréttablaðið/Eyþór DÓmsmál Sverrir Agnarsson, fyrr- verandi formaður Félags múslima á Íslandi, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir skattalagabrot. Sverrir á að greiða 62,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Tíu mán- aða fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Sverrir játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Honum var gert að sök að hafa ekki staðið skil á skattframtölum einkahlutafélags síns gjaldárin 2012 og 2013, skilað efnislega rangri virð- isaukaskattskýrslu fyrir mars-apríl 2011 og ekki staðið skil á skýrslum frá þeim tíma til ársloka 2013. Þá var Sverrir sakfelldur fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að láta undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald félagsins fyrir rekstrarárin 2011-2013. Þá skilaði hann efnislega röngu skattfram- tali gjaldárið 2012 og stóð eigi skil á framtölum fyrir gjaldárin 2013 og 2014. Vantaldar tekjur á tímabilinu voru alls tæplega 30 milljónir króna. Jóhann Albert Kristbjörnsson, verjandi Sverris, segir að það komi til greina að áfrýja dómnum í von um að refsingin verði milduð. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um slíkt. – jóe Skilorð og sekt fyrir skattsvik Sverrir agnarsson var formaður Félags múslima til 2015. Fréttablaðið/StEFán FANgelsismál Sjö manns hafa látist í fangelsum landsins frá árinu 2001, þar af fimm eftir sjálfsvíg. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir þetta við- búið meðan sálgæsla er takmörkuð. Fangi í Akureyrarfangelsi fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í gær eftir tilraun til sjálfsvígs. Tilraunin var mikið sjokk fyrir starfsfólk þar. „Á meðan það eru engir sálfræð- ingar sem sinna föngum þá endar þetta alltaf svona. Á Akureyri fá menn til dæmis engin sálfræðivið- töl, aldrei,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. „Það þarf að laga hlutina og það þarf að fá þá sálfræðinga sem vinna hjá stofnuninni á gólfið,“ segir Guð- mundur sem tekur þó fram að starfs- fólkið á Akureyri sé einstaklega hæft og leggi sig fram í samskiptum við fanga. „Þannig að ég átti frekar von á þessu annars staðar,“ segir Guð- mundur Ingi. – jóe Fimm sjálfsvíg fanga frá 2001 Við vorum með rýmri opnun en eftir hrun fórum við í sparnaðar- pælingar með því að þrengja opnunartím. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri Geðsviðs Land- spítalans 50 stöðugildi sálfræðinga eru á Landspítalanum í heild. 7 . m A r s 2 0 1 7 Þ r i ð j u D A g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð 0 7 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 3 -E 8 8 C 1 C 6 3 -E 7 5 0 1 C 6 3 -E 6 1 4 1 C 6 3 -E 4 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.