SÍBS blaðið - 01.10.2001, Side 11
11
Tölfræ›ilegar uppl‡singar
Skv. leyfi ráðuneytis eru dagvistarleyfi í
Múlabæ 48 á dag.
Á biðlista eru að jafnaði 15-20 manns og
er hann forgangsraðaður.
Fjöldi dvalargesta árið 2000 voru 1.454.
Dvalardagar árið 2000 voru 11.580.
Meðaltalsgestafjöldi á mánuði árið 2000
voru 121.
Af þeim 120 einstaklingum sem innritaðir
voru um áramótin voru konur 86, eða
72% og karlar 34, eða 28%.
Aldursdreifing er breið, elsti einstaklingur
var 99 ára, en yngsti var 65 ára.
Læknir kemur einu sinni í viku.
Fótaaðgerðafræðingur kemur tvisvar í
viku.
þar saman markvissar líkamsæfingar,
gamanmál sem miðast að því að örva hugann,
þá eru gjarnan rifjaðar upp vísur og glímt við
gátur af ýmsum toga . Að lokum er slökun í
nokkrar mínútur.
Einstaklingsæfingar er einnig boðið upp á, og
þar leiðbeina sjúkraliðar. Þar eru æfingarnar
miðaðar við hæfni hvers og eins. Þar má nefna
léttar tækjaæfingar, göngu-, jafnvægis- og
teyjuæfingar og æfingar til að styrkja
fínhreyfingar. Þessar æfingar miða að því að
viðhalda þeirri færni sem fyrir er.
Í tengslum við æfingarnar eru heitir bakstrar á
boðstólum, þreyttar axlir, aumar mjaðmir og
stífir hálsliðir njóta góðs af, hitinn linar mörg
óþægindin þar.
Baðaðstoð er veitt. Þá aðstoð nýta margir sér
og láta sér líða vel eftir gott bað.
Ekki má gleyma að huga að útlitinu og er
möguleiki á að fá hárgreiðslu og klippingu og
er sú þjónusta mjög vel nýtt.
Á hárgrei›slustofunni
Ýmislegt er gert til skemmtunar í félagsstarfi,
en það fer á fulla ferð eftir hádegi. Þá er reynt
að brjóta upp hefðbundið starf og slegið á létta
strengi, t.d. spilað bingó eða keila. Aðrir kjósa
að spila hver við annan á spil. Samsöngur með
undirspili er vinsæll. Á góðviðrisdögum er oft
farið í rútuferðir, og er þá gjarnan farið um ný
hverfi í borginni og þau könnuð. Einnig er
farið í styttri gönguferðir ef þess er óskað.
Ljóða- og upplestur er alltaf vinsæll.
Fastar skemmtanir að vetrinum eru jólagleði og
þorrablót og er þar mikið fjör, dansað og
sungið og skemmt sér af mikilli innlifun.
Þegar miðdagskaffi er lokið er farið að huga
að heimferð. Allflestir nýta sér heimkeyrslu er
skipulögð er frá Múlabæ og er hún gegn vægu
gjaldi, hvort sem um er að ræða keyrslu til eða
frá Múlabæ.
Reykjavíkurborg
M
ál
e
fn
i
al
d
ra
›
ra