SÍBS blaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 12
Edith Ásmundsson hefur búið á Íslandi í meira
en hálfa öld. Hún er góður og gegn Íslendingur
og talar bæði þýsku og íslensku með ágætum.
Edith er fædd fjórum árum eftir að heimsstyrj-
öldinni fyrri lauk. Nú lítur Edith yfir góða ævi
á Íslandi, hún á bónda sinn og börn og heim-
sækir ættingjana í Þýskalandi þegar færi gefst.
Hún stundar starfsemi Múlabæjar í Ármúla 34
og lætur vel af því starfi sem þar er unnið við
endurhæfingu vegna öldrunarsjúkdóma.
Kom til Íslands með togara
„Sumar minningarnar frá stríðinu eru vondar,
en á þessum slóðum fann maður þó ekki svo
mikið fyrir stríðinu. Það má segja að á mínum
bernskuslóðum hafi verið sambland af sveit og
bæ,“ segir Edith. Hún var í Vestur-Þýskalandi
þegar hún sá auglýst í blaði eftir stúlkum til
sveitastarfa á Íslandi. „Ég kom hingað með
togara frá Akranesi og var sjóveik á leiðinni,“
segir hún og brosir að endurminningunni. „Mér
fannst Ísland að mörgu leyti ágætt strax í
byrjun, margt var þó frumstætt, til dæmis
vantaði rafmagn á þessum tíma á Barða-
ströndinni þar sem ég fór að vinna hjá Hákoni
bónda í Haga og Björgu konu hans, og þarna
voru engir vegir að heita mætti,“ segir Edith.
Þau hjónin í Haga reyndust ungu, þýsku
vinnukonunni vel. Hún kunni nokkuð til verka
að heiman og líkaði vel í sveitinni enda þótt
vinnubrögðin væru gamaldags miðað við það
sem tíðkaðist í Þýskalandi. Tungumálið, hin
framandi íslenska, reyndist Edith ekki stór
hindrun. Hún segir margt líkt með uppbygg-
ingu þýsku og íslensku. Hún náði góðum
tökum á málinu og talar fallega íslensku.
Ástin við nýju brúna
En talandi um vegi. Eitt sumarið birtist brúar-
vinnuflokkur til að bæta vegakerfi Barða-
strandar sem ekki var vanþörf á. Í þeim hópi
var ungur maður, Örn Ásmundsson, Aust-
firðingur. Þarna við nýju brúna varð ljóst að
hin unga Edith var ekki á förum frá Íslandi en
það hafði verið hugmyndin.
Þau Örn stofnuðu heimili í Reykjavík 1951 og
eignuðust sex börn. Þau settust fyrst að í
Selbykampi, herskála frá stríðinu sem var í
stóru slíku hverfi á mótum Réttarholtsvegar og
Sogavegar, en síðan lá leiðin í Vesturbæinn þar
sem Edith hefur búið lengst af.
„Ég hef ekki treyst mér til að fara til Þýska-
lands í nokkur ár. Síðast þegar ég fór ein lenti
ég tvisvar á spítala og fékk nóg af því,“ segir
Edith. Hún gekk í gegnum uppskurði fyrir
rúmum 10 árum, en meðalagjöfin misheppn-
aðist, það kom upp krossverkun lyfja og Edith
lá í hálfan sólarhring í dái hjálparlaus þangað
til börn hennar komu henni til hjálpar.
Veikindin urðu langvarandi og í heilan mánuð
lá Edith í dái, - en þegar hún vaknaði fannst
henni ekkert vera að. Í 8 mánuði var hún á
spítala.
Ánægð með lífið
„Ég get ekki kvartað undan heilsunni, hún
hefur verið upp og ofan, en yfirleitt er ég bara
hress,“ segir Edith og hlær við.
„Ég er ánægð með lífið. Hér hefur verið gott að
dvelja. Og hérna á Múlabæ er alveg draumur
að vera. Þær eru allar svo góðar við mann,
stúlkurnar í leikfiminni, hjúkrunarfræðingarnir
og allir sem hér eru. Ég kem hingað tvo daga í
viku og líkar afskaplega vel,” sagði Edith
Ásmundsson að lokum.
JBP.
12
Frá strí›shrjá›u fi‡skalandi til
rafmagnsleysis á Bar›aströnd
Viðtal við Edith Ásmundsson sem sækir sér þrótt í starfsemi Múlabæjar
V
i
›
t
a
l
i
›