SÍBS blaðið - 01.10.2001, Síða 21

SÍBS blaðið - 01.10.2001, Síða 21
ýmislegt mælir gegn notkun þess í fólki. Bóluefnið samstendur af mýlildinu sjálfu auk annarra efna sem notuð eru almennt við bólusetningar til að auka svörun ónæmiskerfisins. Segja má að líkam- inn sé blekktur til að mynda mótefni gegn eigin próteini þ.e. mýlildinu sem flestar frumur líkamans framleiða í litlu magni og lítið er vitað um til hvers. Niðurstöður þessara fyrstu rannsókna bentu til að lítill hluti af mótefnunum gegn mýlildinu kæmust inn í heila þar sem þau loða síðan við mýlildisskellurnar. Þessi binding kallaði síðan á ákveðnar frumur innan heilans sem sjá um að hreinsa burt ýmsan úrgang sem fellur til við dag- leg störf heilafruma. Minnkun varð því á útfelling- unum. Hætturnar við þessa meðferð í mannfólki eru margvíslegar. Nefna má möguleika á svoköll- uðu sjálfofnæmi því í raun er verið að blekkja ónæmiskerfið til að ráðast á efni sem nauðsynlegt er líkamanum í litlu magni og gæti þetta því valdið ýmsum vefjaskemmdum sem erfitt er að sjá fyrir um hvaða afleiðingar hafi. Önnur hætta er sú að mýlildið sem notað er við bólusetninguna nái ekki að kalla fram viðbrögð ónæmiskerfisins og er því í raun verið að auka magn þess innan líkamans. Efni þetta berst greiðlega frá blóði inn í heila, þar sem það kann að orsaka útfellingar eitt sér. Einnig gæti það bundist við mýlildisskellur sem þegar eru til staðar og því aukið umfang þeirra. Þetta er einkum líklegt að eiga sér stað í öldruðum sem hafa ekki eins öflugt ónæmiskerfi eins og yngra fólk og eru þar með líklegri til að mynda færri mótefni gegn mýlildinu. Aldraðir er einmitt sá hópur sem þyrfti helst á bólusetning- unum að halda. Til að draga úr þessum hættulegu aukaverkunum þá höfum við hér við New York háskóla verið að þróa afleiður af mýlildinu sem eru mun leysanlegri en mýlildið sjálft og geta því ekki myndað útfellingar í heila eða bæst við þær útfellingar sem þegar eru til staðar (6). Þetta er verkefni sem ég vinn í samvinnu við Dr. Blas Frangione og Dr. Thomas Wisniewski hér við skólann. Áður en við könnuðum þessi bóluefni í músum þá sýndum við fram á að ólíkt mýlildinu sjálfu þá valda þau ekki skemmdum á ræktuðum taugafrumum í tilraunaglösum. Niðurstöður okkar í músum hafa til þessa sýnt fram á að þessar afleiður hafa svipuð áhrif og mýlildið sjálft á að draga úr mýlildisskellum í heila. Almennt séð þá teljum við að þetta breytta bóluefni sem við höfum þróað dragi mjög úr líkunum á þeim hættulegu aukaverkunum sem eru mögulegar ef mýlildið sjálft er notað sem bóluefni. Við erum þessa stundina að kanna hvaða áhrif þessi bóluefni hafa á hegðun músanna og einnig erum við að athuga áhrif ýmissa efna sem örva ónæmiskerfið og gætu því aukið mótefnamyndun sérstaklega í öldruðum einstaklingum sem er sá hópur sem bóluefnið er einkum ætlað. Líklegt er að þessi bóluefni verði könnuð fyrst í Alzheimer sjúklingum og ef niðurstöður lofa góðu þá má ætla að fólk með ættgengu tegundina af sjúkdómnum fái bóluefnið áður en sjúkdómseinkenni koma fram. Ef þessar rannsóknir sýna fram á virkni þessarar meðferðar og ef aukaverkanir eru lítilvægar þá má hugsa sér að bólusetja megi almenning yfir miðjum aldri sem hafa auknar líkur á að fá þennan sjúkdóm. Rann- sóknir í músum hér vestra hafa einnig sýnt að svipaðar niðurstöður fást þegar mótefnin sjálf eru gefin í stað þess að láta ónæmiskerfi líkamans framleiða þau gegn bóluefninu (7, 8). Önnur þess- ara rannsókna færir líkur að því mótefnin þurfi ekki að komast inn í heila til að hafa verkun (8). Við erum einnig að kanna hvort nota megi svipaðar aðferðir til að vinna bug á kúariðu þeirri sem hefur nú borist í mannfólk. Einnig vinnum við að því að þróa efni sem nota má við segulómskoð- un þannig að sjá megi þessar mýlildisútfellingar innan heilans áður en þær valda minnisleysi. Talið er að útfellingarnar byrji árum eða áratugum áður en sjúkdómseinkenna verður vart. Ef hægt er að komast að því hvaða einstaklingar muni fá sjúkdóminn með því að skoða sneiðmyndir af heila þeirra þegar þeir eru á besta skeiði þá væri hægt að hefja lyfjagjöf áður en óafturkallanlegar taugaskemmdir hafa átt sér stað. Þó erfitt sé að segja til um hvenær góð lyf gegn Alzheimer komi á markað þá standa vonir til þess að slíkt gerist innan tíu ára. Talið er þó að ýmis lyf sem nú eru notuð gegn öðrum sjúkdómum gætu komið að einhverju gagni fyrr vegna þess að þau þurfa ekki að fara í gegnum jafnviðamiklar rannsóknir til að sýna fram virkni þeirra og skaðleysi. Tilvitnanir: 1. Soto, C., Sigurdsson, E. M., Morelli, L., Kumar, R. A., Castano, E. M. & Frangione, B. (1998) Nat Med 4, 822- 826. 2. Sigurdsson, E. M., Permanne, B., Soto, C., Wisniewski, T. & Frangione, B. (2000) J. Neuropath. Exp. Neurol. 59, 11-17. 3. Solomon, B., Koppel, R., Hanan, E. & Katzav, T. (1996) Proc. Natl. Acad. Sci. U. S. A 93, 452-455. 4. Solomon, B., Koppel, R., Frankel, D. & Hanan-Aharon, E. (1997) Proc. Natl. Acad. Sci. U. S. A 94, 4109-4112. 5. Schenk, D., Barbour, R., Dunn, W., Gordon, G., Grajeda, H., Guido, T., Hu, K., Huang, J., Johnson-Wood, K., Khan, K. et al. (1999) Nature 400, 173-177. 6. Sigurdsson, E. M., Scholtzova, H., Mehta, P. D., Frangione, B. & Wisniewski, T. (2001) Am. J. Pathol. 159, 439-447. 7. Bard, F., Cannon, C., Barbour, R., Burke, R. L., Games, D., Grajeda, H., Guido, T., Hu, K., Huang, J., Johnson- Wood, K. et al. (2000) Nat. Med. 6, 916-919. 8. DeMattos, R. B., Bales, K. R., Cummins, D. J., Dodart, J. C., Paul, S. M. & Holtzman, D. M. (2001) Proc. Natl. Acad. Sci. U. S. A. Höfundur er aðstoðarrannsóknaprófessor við New York University, School of Medicine, New York. 21 M ál e fn i al d ra › ra

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.