SÍBS blaðið - 01.10.2001, Qupperneq 22
22
héldu aðalfund sinn í apríl sl. Til starfa tók ný
stjórn, en hana skipa: Ingi Dóri Einarsson, for-
maður, Dagbjört Theódórsdóttir, gjaldkeri, Brynja
D. Runólfsdóttir, ritari, og meðstjórnendurnir
Magnús Karlsson, Greta Jónsdóttir, Jóhanna
Konráðsdóttir og Gunnar Guðmundsson.
Úr stjórn gengu Jóhannes Kr. Guðmundsson,
Guðlaug Guðlaugsdóttir, Kolbrún Guðmunds-
dóttir og Björn Magnússon.
Fyrsti félags- og fræðslufundir vetrarins var
haldinn 20. september sl. og var gestur
fundarins Ólafur Baldursson, lungnasérfræð-
ingur. Fræðsluerindi hans fjallaði um slím-
seigjusjúkdóma, sem er sjaldgæfur sjúkdómur,
en mjög alvarlegur. Ólafur hefur ásamt 20
manna hópi verið að rannsaka þennan skæða
sjúkdóm hér á landi, en Ólafur hefur einnig
verið í hópi bandarískra vísindamanna, sem
hafa stundar þessar rannsóknir.
Mikið hefur áunnist, en enn er langt í land.
Þessi sjúkdómur erfist, en er þó víkjandi. Góður
rómur var gerður að erindi Ólafs og svaraði
hann fyrirspurnum í lok erindisins.
Næsti fundur félagsins verður 18. október, og
verður þá gestur fundarins Andrés Sigvaldason,
lungnasérfræðingur á Landspítala Háskóla-
sjúkrahúsi - Vífilsstöðum. Erindi hans mun
fjalla um erfðarannsóknir á langvinnum
lungnateppusjúkdómum. Síðasti félags- og
fræðslufundurinn fyrir áramót verður haldinn
22. nóvember og gestur fundarins þá verður
Þórarinn Gíslason, dr. med., yfirlæknir á
Lungnalækningaskor Landspítala Háskóla-
sjúkrahúss. Erindi hans mun fjalla um framtíð
lungnalækninga á Landspítala Háskólasjúkra-
húsi. Fundirnir verða báðir haldnir í
Safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík og
hefjast kl 20. Þeir eru öllum opnir.
Ný stjórn Samtaka lungnasjúklinga hefur sett
sér þau markmið í vetur að vinna að því að
styrkja stoðir HL-stöðvarinnar hér í Reykjavík.
Biðlisti er fyrir þjálfum lungnasjúklinga hjá
þeim og kemur þar til fjársvelti. Ástand þessara
mála er mjög alvarlegt og þarf að knýja á við
stjórnvöld að úr verði bætt. Stjórnin hefur
einnig ákveðið að styðja og styrkja verkefnið:
„Stuðningur eftir lungnameðferð á Reykjalundi“.
Það verður unnið á vegum SÍBS undir stjórn
Kolbrúnar Ragnarsdóttur og Hans Jakobs Beck.
Verkefnið er fullmótað og mun hefjast á haust-
dögum, en markmið þess er að styðja og
styrkja lungnasjúklinga eftir meðferð á Reykja-
lundi. Eftir forviðtal gefst sjúklingum kostur á
tvenns konar úrræðum. Annars vegar
fjölskylduviðtöl og hins vegar þátttaka í
stuðningshópi. Hvor leiðin sem farið verður
mun taka um tvo mánuði og þar verða tekin
fyrir þau líkamlegu og andlegu vandamál, sem
sjúklingurinn þarf að takast á við þegar veik-
indi steðja að og breytingar verða á lífsháttum.
Þetta er þáttur í lífi okkar, sem er ákaflega
mikilvægur, því oftar en ekki vantar okkur
lungnasjúklinga framhald á meðferð, þegar við
höfum útskrifast af Vífilsstöðum, Reykjalundi
eða lungnadeildum sjúkrahúsanna.
Þetta starf mun fara fram í Rauða húsinu í
Suðurgötu 8. Samtök lungnasjúklinga munu
senda út sérstakt fréttabréf með nánari upplýs-
ingum um verkefni þetta, þegar dagsetningar
liggja fyrir.
B.D.R.
Samtök lungnasjúklinga
Gjöf til Brá›amóttöku
Landspítala Háskóla-
sjúkrahúss vi› Hringbraut
Öndunarmæling jafn sjálfsögð og
einföld og blóðþrýstingsmæling!
Þann 6. júní s.l. afhentu Samtök lungnasjúkl-
inga Bráðamóttöku Landspítala Háskóla-
sjúkrahúsi við Hringbraut að gjöf tæki til
lungnamælinga (spirometer).
Þetta var mikil hátíðisdagur hjá Samtökunum,
þar sem þetta er fyrsta gjöfin, sem þau gefa
til heilbrigðismála. Tæki þetta er frá Vitalo-
graf, sem er leiðandi merki í framleiðslu slíkra
tækja. Tækið er tengt við tölvu þar sem hægt
er að geyma allar upplýsingar um þá sem
rannsakaðir eru og hægt að prenta niður-
stöður á venjulega tölvuprentara í stað þess
að nota pappír með prentun sem eyðist með
tímanum. Tæki þetta er tiltölulega ódýrt í
rekstri og er einfalt í notkun. Það er auðvelt
að fara með það inn á stofu til sjúklinga
vegna þess hve létt það er og handhægt í
notkun. Tækið sjálft er lítið stærra en
venjulegt símtól. Það nýtist vel við greiningu
lungnasjúkdóma jafnt á bráðamóttökum
sjúkrahúsa svo og á heilsugæslustöðvum.
Stjórn félagsins var ákaflega vel tekið á
Bráðamóttökunni og var sýnt tækið í bak og
fyrir, og það var prófað á staðnum. Okkur
voru sýndar niðurstöður mælinga og hvernig
úrvinnslan fer fram í grófum dráttum. Það
gladdi okkur mikið þegar frá því var skýrt að
til stæði að koma slíkum öndunarmælinga-
tækjum inn á allar heilsugæslustöðvar í
landinu. Verður þá heilsugæslulæknum ekkert
til fyrirstöðu að gera öndunarmælingar á
sjúklingum, enda á það að vera jafn
sjálfsagður hlutur og að mæla blóðþrýsting.