SÍBS blaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 24
24
Félagsmenn SÍBS eru alls um 6700. Landssam-
tök hjartasjúklinga er stærst aðildarfélaga með
um 3400 félaga. Önnur aðildarfélög SÍBS eru
Astma- og ofnæmisfélagið og Samtök lungna-
sjúklinga. Auk þeirra eru virkar deildir
berklasjúklinga nú 6 talsins, ein deild sjúklinga
með svefnháðar öndunartruflanir og Neistinn,
styrktarfélag hjartveikra barna.
Mikilvægt er að aðildarfélög SÍBS hafi hag af
aðild sinni að samtökunum. SÍBS hefur því lagt
áherslu á gott samstarf og stuðning við
aðildarfélög sín í þeirri viðleitni að bæta hag
hins almenna félagsmanns. Því tók SÍBS
heilshugar þátt í framkvæmd Alþjóða hjarta-
dagsins 30. september þar sem kjörorð dagsins
var „heilbrigt hjarta fyrir lífið“. Tilgangur
dagsins var að vekja fólk til umhugsunar um
hjartað, mikilvægi hjartans og hvað hægt er að
gera til þess að auka heilbrigði þess. Þannig
getum við minnkað líkurnar á hjartasjúk-
dómum og haft nokkur áhrif á örlög okkar.
SÍBS dagurinn
Nú eru u.þ.b. 60 ár síðan SÍBS fékk úthlutað
fyrsta sunnudegi í október ár hvert til að halda
upp á SÍBS daginn. Í upphafi starfs SÍBS varð
til „Berklavarnardagur“, þar sem seld voru
merki dagsins og ársrit SÍBS. Það var gengið í
nánast hvert hús á landinu og viðtökur voru
slíkar að unnt var að byggja Reykjalund og
hefja starf sem löngu er landsþekkt. Þegar
ákveðið var að byggja Reykjalund þá átti hann
að verða „brú til lífsins“ og undir því nafni
hefur hann svo sannarlega staðið. Nú stendur
yfir bygging nýrrar endurhæfingarstöðvar á
Reykjalundi. Með því verður enn frekari stoðum
rennt undir brúna til lífsins. Markmið SÍBS eru
skýr: Að styðja sjúka til sjálfsbjargar með
forvörnum, endurhæfingu og uppbyggingu.
Opið hús að Suðurgötu 10,
sunnudaginn, 7. október
SÍBS daginn í ár ber upp á sunnudaginn 7.
október. Þá verður opið hús kl. 13–17 að
Suðurgötu 10 á skrifstofum SÍBS og aðildar-
félaga samtakanna fyrir alla sem vilja kynna
sér starfsemina. Það er von SÍBS sem allra
flestir sjái sér fært að heiðra SÍBS með nærveru
sinni þennan dag og huga um leið að mikil-
vægi starfs SÍBS í fortíð, nútíð og framtíð.
Starfsemi SÍBS
SÍBS er með höfuðstöðvar í Suðurgötu 10 í
miðbæ Reykjavíkur. Þar er aðalumboð og
höfuðstöðvar Happdrættis SÍBS. Framkvæmda-
stjóri og félagsmálafulltrúi SÍBS starfa þar
ásamt 7 starfsmönnum happdrættisins og
þremur starfsmönnum Landssamtaka hjarta-
sjúklinga. Astma og ofnæmisfélagið, Reykja-
víkurdeild SÍBS og Samtök lungnasjúklinga
hafa þar einnig skrifstofur og eru með viðveru
starfsmanna eða stjórnarmanna.
Verkefni SÍBS
Rekstur SÍBS er fjármagnaður af Happdrætti
SÍBS. Mikil samkeppni er á happdrættismarkaði
á Íslandi og reksturinn því þungur. Stærstu
útgjaldaliðir SÍBS nú auk rekstrarkostnaðar
sambandsins eru framlög til byggingar endur-
hæfingarstöðvar á Reykjalundi sem kosta mun
420 milljónir kr. og framlög til reksturs á
Múlalundi, sem er sérhæfður vinnustaður
fatlaðra þar sem að jafnaði vinna 65 starfs-
menn í 40-45 stöðugildum.
Auk endurhæfingarþjónustunnar að Reykjalundi
er á staðnum rekin plastverksmiðja þar sem
framleidd eru plaströr og umbúðir alls konar.
Starfsmenn þar hafa verið u.þ.b. 50 talsins.
Á öðrum stöðum hér í blaðinu er gerð grein
fyrir starfsemi Múlabæjar og Hlíðabæjar og
þætti SÍBS í rekstri þeirra.
Af ofansögðu má sjá að SÍBS hefur mörgum
brýnum verkefnum að sinna og að ástæða er til
að hvetja fólk til að eignast miða í Happdrætti
SÍBS og aðstoða þannig við að skjóta stoðum
undir hina mikilvægu starfsemi sambandsins.
SÍBS er með heimasíðu á Netinu; -
http://www.sibs.is og þar er að finna upplýs-
ingar á íslensku og ensku um starfsemi
sambandsins, félaga innan þess, fyrirtæki þess
og stofnanir og Happdrætti SÍBS. H.H.
Alfljó›a hjartadagurinn 29. september sl.
SÍBS dagurinn 7. október
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is