SÍBS blaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 28

SÍBS blaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 28
28 Nú stendur yfir uppsetning og prófun á nýju tölvukerfi Happdrættis SÍBS. Það leysir af hólmi eldra kerfi sem hefur þjónað vel en var komið á aldur, ef svo mætti segja. Keyptar voru PC tölvur hjá fyrirtækinu EJS hf., en áður voru notaðar hér Quantel tölvur sem eru dýrar í innkaupum og viðhaldi. Unnið er að uppsetn- ingu nýja kerfisins þessa dagana en það verður síðan keyrt með eldra kerfinu fram til áramóta til þess að tryggja að byrjunarvandamál sem upp kynnu að koma valdi ekki neinum skaða. Stefán Sæmundsson hefur veg og vanda af nýja forritinu og uppsetningu þess á tölvurnar, en hann hefur sinnt tölvumálum happdrættis- ins hér í Suðurgötunni um árabil. Ekki stendur að svo stöddu til að beintengja umboðin við tölvukerfið hér í Suðurgötunni, heldur geta þeir umboðsmenn sem eru tölvu- væddir fengið prógrammið á geisladiski og prentað miða sína jafnharðan. Á einum miða geta síðan verið allt að tíu númer og endur- nýjun skráð fyrir viðkomandi flokka. Ef kerfið skilar því sem vænst er á þetta að geta minnk- að handavinnu og þó einkum og sér í lagi pappírsnotkun. Eftir sem áður geta umboðsmenn skilað starfi sínu án tölvutækninnar og verður komið til móts við þá sem kjósa að fara þá leiðina. Hjá Happdrætti DAS stendur yfir samskonar endurnýjun á tölvukosti, en Happdrætti Háskólans er þegar komið með tölvuvinnslu hjá fjölmörgum umboðsmönnum. PB N‡tt tölvukerfi hjá Happ- drætti SÍBS

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.