SÍBS blaðið - 01.10.2001, Page 33
33
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35 – 105 Reykjavík
Símar: 581 3300, 896 8242
Allan sólarhringinn
Útfararstofa Íslands sér um:
Útfararstofa Íslands útvegar:
Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í
samráði við prest og aðstandendur:
– Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús
– Aðstoða við val á kistu og líkklæðum
– Undirbúa lík í kistu og snyrta ef með þarf
– Prest
– Dánarvottorð
– Stað og stund fyrir kistulagningu og útför
– Legstað í kirkjugarði
– Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara,
og/eða annað listafólk
– Kistuskreytingu og fána
– Blóm og kransa
– Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum
– Líkbrennsluheimild
– Duftker ef líkbrennsla á sér stað
– Sal fyrir erfidrykkju
– Kross og skilti á leiði
– Legstein
– Flutning á kistu út á land eða utan af landi
– Flutning á kistu til landsins og frá landinu
Helgi Hróðmarsson hóf í ágúst sl. störf
sem félagsmálafulltrúi SÍBS. Fram að
því starfaði hann í rúm 13 ár hjá
samtökum fatlaðra. Hann er fæddur og
uppalinn á Akranesi og starfaði sem
unglingur við ýmis verkamannastörf.
Hann varð stúdent frá framhaldsdeild
Samvinnuskólans á Bifröst. Eftir
stúdentspróf starfaði hann í eitt ár hjá
Tollstjóranum í Reykjavík. Helgi
útskrifaðist svo sem viðskiptafræðingur
frá Rockford College, Bandaríkjunum
árið 1987.
„Á heimleiðinni“ kom Helgi við í Noregi og
starfaði þar í bandarísku fyrirtæki í tæpt ár á
meðan kona hans lauk námi í hótelrekstrarfræði.
Árið 1988 hóf hann síðan störf sem sameigin-
legur starfsmaður Landssamtakanna Þroska-
hjálpar og Öryrkjabandalags Íslands. Síðar sem
starfsmaður Öryrkjabandalagsins en sinnti m.a.
sameiginlegum verkefnum samtakanna, s.s.
skipulagningu, undirbúningi og fjármögnun
ýmissa aðgerða í þágu fatlaðra. Síðustu árin
þróaðist starfið mikið yfir í erlend samskipti.
ÖBÍ hefur átt aðild að norrænum, evrópskum og
alþjóðlegum samtökum. Þessum tengslum hefur
þurft að sinna og féll það að nokkru í hlut
Helga.
Eiginkona Helga er Sveinbjörg Björnsdóttir,
hótelrekstrarfræðingur. Hún er fædd og uppalin
á Laxamýri í Aðaldal. Þau eiga tvær dætur,
Svövu Guðrúnu 9 ára og Birnu Kristínu 5 ára.
Helgi sagði aðspurður að sér litist mjög vel á
samstarfsfólkið í Suðurgötu 10 og hann hlakkar
til að vinna með stjórn, framkvæmdastjóra og
öðru starfsfólki að baráttumálum SÍBS.
Hann segir mörg skemmtileg verkefni bíða
úrlausnar og segist munu leggja sig fram við að
sinna þeim sem best.
P.B.
N‡r félagsmálafulltrúi hjá SÍBS
Helgi
Hró›marsson