SÍBS blaðið - 01.10.2001, Qupperneq 34
34
SÍBS er aðili að norrænum samtökum hjarta-
og lungnasamtaka sem nefnast: „Nordiska
Hjärt- och Lungsjukas Förbund - NHL“. Auk
Íslands eiga Danmörk, Svíþjóð, Noregur og
Finnland aðild að samtökunum.
NHL kemur saman til fundar einu sinni á ári og
skiptast þjóðirnar á að halda fundina. Síðasti
stjórnarfundur NHL var haldinn hér á landi
laugardaginn 1. september sl. í Rúgbrauðsgerð-
inni, Borgartúni 6. Í tengslum við fundinn var
haldinn vinnufundur sem byrjaði seinni part
föstudags 31. ágúst og stóð fram eftir degi 1.
september. Gert var ráð fyrir þremur kjörnum
fulltrúum frá hverju landi á stjórnarfundinn en
fimm fulltrúum á vinnufundinn. Á vinnufund-
inum var fjallað sérstaklega um framtíð og
möguleika ungs fólks með hjarta- og lungna-
sjúkdóma og hvernig hægt væri að koma til
móts við þarfir þess. Hans Jakob Beck fjallaði
um framtíðina út frá læknisfræðilegu sjónar-
miði. Þá fjallaði Hanna Knapp um aðstæður
ungs fólks með hjartasjúkdóma á Norður-
löndum og Elin Kristiansen um aðstæður og
framtíð ungs fólks með lungnasjúkdóma á
Norðurlöndum. Á stjórnarfundinum báru menn
saman bækur sínar og skiptust á upplýsingum
um helstu verkefni aðildarfélaganna.
Fulltrúar SÍBS á aðalfundinum voru Haukur
Þórðarson, Kolbrún Ragnarsdóttir og Pétur
Bjarnason. Sömu fulltrúar sátu vinnufundinn
auk Helga Hróðmarssonar, en Sveinn Indriða-
son forfallaðist sökum veikinda.
Norrænu gestirnir undu hag sínum vel hér á
landi og notuðu tækifærið og skoðuðu sig um
á sunnudeginum.
Það er von SÍBS að þessi fundur hafi verið
hvatning til að sinna í framtíðinni enn betur
þjónustu við fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma
en gert hefur verið og þá sérstaklega ungt fólk.
P.B.
Norrænn fundur hjarta- og
lungnasamtaka á Íslandi
Gestunum var bo›i› í göngufer› um Vi›ey og mat á eftir.
El in Krist iansen frá Noregi og Hanna Knapp frá
Svífljó› fjöl lu›u um málefni ungra hjarta- og
lungnasjúklinga á Nor›urlöndum. Til hægr sést í
formann NHL, Svein Erik Myrseth frá Noregi.
Leita›u tilbo›a
í lyfin flín
Landssamtök hjartasjúklinga hafa í gegn um
tíðina mótmælt hækkunum sem orðið hafa á
lyfjum. Vísað er til þess að margir hjarta-
sjúklingar eru mjög háðir lyfjum sínum sem
þeir verði jafnvel að taka til æfiloka.
Samtökin hafa ráðlagt sjúklingum að leita
verðtilboða hjá apótekunum vegna lyfja
sem þeir taka að staðaldri og versla síðan
við það apótek sem býður því „pakkann“ á
lægsta verði.
Þetta er nokkuð sem margir hafa ekki áttað
sig á. Fólk fer bara í næsta apótek og leysir
út lyfin sín. Okkar ráð til sjúklinga er að
skoða hver býður best.
Þetta getur skipt fólk miklu máli fjárhags-
lega, ekki síst í ljósi þróunar lyfjaverðs.
Þess má geta að þau fjögur lyf sem undir-
ritaður notar, hjartalyf, æðaútvíkkandi lyf,
blóðfitulækkandi lyf og tungurótartöflur
hækkuðu að meðaltali um 47 % frá árinu
1999 til 2000.
Ásgeir Þór Árnason, - LHS