SÍBS blaðið - 01.11.2006, Síða 14

SÍBS blaðið - 01.11.2006, Síða 14
14 Frægur á svipstundu Snoddas sló í gegn á einni kvöldstund, þegar hann kom fram í þætti í sænska útvarpinu sem nefndist „Karruselen” 26. janúar 1952. Af fréttum mátti ætla að þetta hefði gerst fyrirvaralaust en svo einfalt var þetta ekki. Sænskur blaðamaður, Torsten Adenby heyrði hann syngja þegar hann var á ferð um Norður- Svíþjóð, gekk til hans og sagði: ,,Þú kemur með mér til Stokkhólms þegar í stað. Þú getur lagt allan landslýðinn að fótum þér”. Og Snoddas lét tilleiðast en hlaut ekki náð fyrir eyrum tónlistarráðunauta útvarpsins. Þetta var enginn söngur, - nei það var af og frá. Sex vikum síðar fékk hann þó að koma fram í áhugamanna- þættinum ,,Karrusellen” þegar lítið var um að vera. Hann söng ,,Flotterkärlek” eftir Hugo Lindt án undirleiks og raulaði eins og hann var vanur við árina eða fiskivagninn sinn. Og hann lagði sænska áheyrendur þegar að fótum sér. Hann varð síðan með aðstoð umboðsmanns síns, Torsten Adenby, ein fyrsta fjölmiðlarak- ettan, sem skaust á loft – og sprakk - á nánast ameríska vísu í Svíþjóð. Hann töfraði áheyr- endur sína, plötur hans seldust í metupplagi og hann setti áheyrendamet á útitónleikum. Snoddas skyrtur, Snoddas krem Daginn eftir útsendinguna kom fulltrúi eins stærsta útgáfufélags Svíþjóðar og bauð honum 5.000 kr. sænskar fyrir einkarétt á plötusamn- ingum. Adelby sagði nei, en samdi um 10 aura af hverri seldri plötu og það reyndist mun drýgri tekjulind. Ári síðar voru tíu aurarnir hans orðnir 50.000 króna virði og áttu eftir að margfaldast enn frekar. Snoddas æðið hafði náð tökum á Svíum. Vinsældir hans voru gríðarlega miklar bæði heima og um öll Norðurlöndin. Bílnúmerunum hans var jafnan stolið til minja, og á mark- aði voru Snoddas skyrtur, Snoddas tannkrem, Snoddas belti og margt fleira. Á sama tíma ferðaðist hann um Svíþjóð endilanga og einnig vítt um Noreg, en Danmerkurferðin skyldi hefj- ast eftir Íslandsferðina. Snoddas og sænska þjóðarsálin Frægðarsól hans skein skært um skamman tíma, reis hvað hæst um það leyti sem hann kom hingað til lands, en síðan fölnaði hún mjög hratt. Jonas Sima sem skrifaði ævisögu og kvikmynd um Snoddas velti fyrir sér af hverju hann varð GASSO GASSO GASSO J. Eiríksson ehf Persónuleg og traust þjónusta

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.