SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 11

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 11
11 nokkurra ára skeið voru gefin út jólakort, sumarkort og happ- drættiskort. Allt skilaði þetta einhverjum tekjum og sumt verulegum. Árið 1945 var efnt til nýstárlegs og glæsilegs happdrættis þar sem aðalvinningurinn var ný flugvél, ásamt flugkennslu. Annað eins hafði ekki sést hérlendis fyrr. Fleiri vinningar voru í boði svo sem bátur (skemmtijakt), hjeppi (jepp bíll) og Kjarvalsmálverk. Veturinn 1947 - 1948 voru í boði 20 Renault bifreiðar í happdrætti, fimm bíla í senn og dregið 4 sinnum. Oddur Ólafsson, yfirlækni á Reykjalundi, varð sér sér úti um innflutningsleyfi fyrir Hudson bíl, en slík leyfi voru þá torfengin. Hann bauðst til að afsala sér bifreiðinni ef SÍBS vildi stofna til happdrættis um hana. Þessu var tekið með þökkum og skilaði það hagnaði eins og hin fyrri höfðu gert. Vöruhappdrætti SÍBS, sem nú heitir Happ- drætti SÍBS, var sett á stofn síðla árs 1949 eftir að sérstök lög höfðu verið sett um starf- rækslu þess fyrr á árinu. Áður hafði nokkrum sinnum verið efnt til skyndihappdrætta sem höfðu skilað góðum hagnaði. Happdrættið gekk vel allt frá upp- hafi og varð fljótlega sú tekjulind sem mestu skipti um uppbygg- ingu á vegum SÍBS. Menn gerðu sér strax grein fyrir því að sölukerfið skipti meginmáli ef vel átti að takast. Því ferðuðust erindrekar um allt land, höfðu samband við trúnaðarmenn og skipulögðu víðtækt umboðsmannanet. Þetta reyndist mjög vel og lagði grunn að velgengni happdrættisins. Allt frá upphafi hafa umboðs- menn happdrættisins verið burðarásinn í starfi þess, auk þess sem lengi framan af voru þeir eins konar fulltrúar SÍBS hver á sínum stað. Fjölbreytt starfsemi Múlalundur, vinnustofa SÍBS, tók til starfa 10. maí, 1959, í húsnæði sem nú er bakhús við Ármúla 34, en síðar í stóru húsi sem SÍBS byggði út við götuna. Vinnustofan skyldi vera opin öllum öryrkjum eftir því sem rúm leyfði en ekki eingöngu miðað við berklaöryrkja. Hugmyndin var að bjóða létta vinnu og jafnframt starfsþjálfun. Í byrjun unnu þarna um 20 öryrkjar en þegar byggt hafði verið nýtt hús fjölgaði þeim upp í 50, flestir í hálfs dags starfi og jafnframt bötn- uðu vinnuskilyrði verulega. Þar kom þó að húsnæð- ið þótti óhentugt, þar sem það var á þremur hæðum og þá var samið við Örykjabandalag Íslands um að fá að byggja á lóðinni við Hátún 10 þar sem Múlalundur starfar enn í dag. Þang- að var flutt árið 1982. Mjög fjölbreyttur varn- ingur hefur verið framleiddur hjá Múlalundi í áranna rás, m.a. fatnaður, leikföng, möppur, sundhringir, innkaupatöskur, dömubindi og margt fleira. Einnig hefur verið lögð áhersla á skrifstofuvörur margs konar, ráðstefnugögn og sérpantanir af ýmsu tagi. Múlalundur hefur alla tíð haft gífurlega þýðingu fyrir öryrkjana sem þarna hafa unnið og með starfinu þar hefur mörgum þeirra gefist tækifæri til atvinnuþátt- töku sem ekki var kostur á annars staðar. Þegar Múlalundur flutti úr Ármúla 34 losn- aði húsnæði sem ákveðið var að nýta fyrir dagvist aldraðra eftir undirbúningsvið- ræður við Reykjavíkurdeild Rauða krossins og Samtök aldraðra. Þessir aðilar tóku að sér reksturinn, en Samtök aldraðra höfðu ekki bolmagn til að taka fjárhagsábyrgð á rekstrinum og drógu sig því fljótlega út úr honum en hafa verið samráðsaðil- ar með stjórnarsetu. Starfsemin í Múlabæ hefur verið rekin síðan og er mjög vinsæl. Þarna gefst kostur á léttri tómstundavinnu, leikfimi er í boði, hárgreiðsla og fótsnyrt- ing og ýmis önnur þjónusta. Þá kjósa margir að lesa blöðin, hlusta á sagnalestur eða grípa í spil. Fagfólk á ýmsum sviðum hefur starfað Formenn stjórnar Reykjalundar Árni Einarsson 1944-1950 Ólafur Björnsson 1950-1982 Ástmundur Guðmundsson 1958-1982 Oddur Ólafsson 1982-1988 Kjartan Guðnason 1988-1991 Björn Ólafur Hallgrímsson 1991-2000 Vilhjálmur B. Vilhjálmsson 2000-2002 Almar Grímsson 2002-2004 Stefán Arngrímsson 2004-2006 Jón Kristjánsson 2006-

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.