SÍBS blaðið - 01.10.2008, Qupperneq 14

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Qupperneq 14
1 haft stórt hlutverk í þessum efnum og ekki má gleyma hlutverki HL stöðvanna, sem hafa brúað bil hjá mjög mörgum eftir dvöl á Reykjalundi eða öðrum endurhæfingarstofnunum. Húsnæðismál SÍBS Fyrstu árin hafði SÍBS hvorki fastan starfs- mann eða opna skrifstofu. Virtist stefnt að því að starfsemin yrði til húsa á sama stað og vinnuheimili þegar það risi. Margir töldu þó heppilegt að aðsetur yrði einnig í Reykjavík. Það var ekki fyrr en árið 1943 að opnuð var skrifstofa sambandsins í húsnæði sem fékkst í Lækjargötu 10B og var opin tvo tíma á dag. Til var þá eitt skrifborð í eigu SÍBS en leitað var til Heilsuhælissjóðs um styrk til kaupa á húsgögn- um. Upp frá þessu var farið að greiða einhver laun fyrir vinnu að málefnum SÍBS, en fyrstu árin var öll vinna unnin í sjálfboðavinnu. Næsta húsnæði var í Hamarshúsinu við Tryggvagötu en eftir um hálft ár var flutt þaðan í gott húsnæði að Hverfisgötu 78. Þar var heldur ekki staldrað lengi við heldur flutt í Austurstræti 9 árið 1948 þar sem fékkst gott leiguhúsnæði. En umsvif SÍBS fóru jafnt og þétt vaxandi og húsnæðisþörfin að sama skapi. Árið 1959 flutti SÍBS loks í eigið húsnæði að Bræðraborgarstíg 9. Aðalumboð happdrætt- isins var þó áfram í Austurstræti. Þegar fram í sótti þótti þetta frekar óhentugt og var þá keypt húseign í Suðurgötu 10 þar sem öll starfsemi skrifstofu SÍBS og happdrættisins rúmuðust undir einu þaki. Þangað var flutt 1973 og þar var heimili samtakanna og happdrættisins allt til ársins 2002. Þarna í miðbænum var gott að vera en með tímanum varð bílastæðaskortur nokkuð til trafala. Vorið 2002 var húseignin seld og flutt í Síðumúla 6 þar sem rúmt er um starfsemi samtakanna og aðildarfélaganna og happdrættisins, auk þess sem hluti húsnæðisins er leigður út. Var húsnæðið leigt fyrstu fjögur árin en fékkst síðan keypt. Unnið hefur verið að breytingum á húsinu og umhverfi þess, til að bæta aðgengi fatlaðra, bílastæði stækkuð bílastæði og lóðin ræktuð og snyrt. Ný félög koma til liðs við SÍBS Með árangursríku starfi SÍBS ásamt tilkomu nýrra berklalyfja fór berklasjúklingum fækkandi og í framhaldi af því komu aðrir brjósthols- sjúklingar til liðs við SÍBS. Astma- og ofnæm- Formenn sambandsstjórnar SÍBS í 70 ár: Andrés Straumland 1938-1945 Maríus Helgason 1945-1956 Þórður Benediktsson 1956-1974 Kjartan Guðnason 1974-1988 Oddur Ólafsson 1988-1990 Garðar P. Jónsson 1990 Haukur D. Þórðarson 1990-2004 Sigurður Rúnar Sigurjónsson 2004- Formenn sambandsstjórnar SÍBS voru upphaflega kallaðir forsetar. Þannig tók Þórður Benediktsson við starfi forseta SÍBS 1956 og er sá síðasti með þann titil, en Kjartan Guðnason tekur við starfi for- manns af honum 1974. Í fréttum af starfi SÍBS er þó ýmist notað orðið forseti eða formaður á þessum árum. Oddur Ólafsson lést í janúar 1990 og Garðar P. Jónsson sem þá var varaformaður stjórnar gegndi for- mennsku fram á næsta þing SÍBS haustið 1990. Lengst gegndu formennsku Kjartan Guðnason og Haukur D. Þórðarson í fjórtán ár hvor. Oddur Ólafsson sat lengst allra í stjórn SÍBS eða alls 46 ár. Jafnframt var hann í byggingarnefnd og síðar stjórn Reykjalundar og ein helsta driffjöðrin í öflugu starfi SÍBS allan þennan tíma.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.