SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 39
9
Íþróttir og hreyfing hafa alla tíð verið mjög
stór hluti af lífi mínu og lífstíl en á æskuár-
unum var lífsmynstur barna almennt frábrugðið
því sem það er í dag. Þá voru útileikir og mun
meiri hreyfing það sem dagarnir snérust um
en ég ólst upp í Mosfellsbænum þar sem gott
var að alast upp, frábær aðstaða til útivistar og
gott íþróttastarf.
Skólaíþróttirnar og þá sérstaklega hlaup og fót-
bolti áttu vel við mig. Minn metnaður í víða-
vangshlaupum í skólanum snérist um að sigra
strákana og man ég enn þann dag í dag hver
það var sem ég náði aldrei að sigra. Mamma
sendi mig á frjálsíþróttaæfingar hjá frjáls-
íþróttadeild Aftureldingar þegar ég var 11 ára
vegna þess að henni fannst mig vanta eitthvað
að gera. Upp frá því var ekki aftur snúið og tók
öll fjölskyldan þátt í íþóttastarfinu sem ávalt
hefur verið mjög mikill stuðningur og hvati.
Mér hefur heldur ekki leiðst eina mínútu síðan.
Frá 11 til 15 ára aldurs stundaði ég allar grein-
ar frjálsíþrótta og knattspyrnu þó færðist ég æ
meira í átt að millivegalengdum sem eru grein-
ar frá 800m og upp í 1500m og 3000m hlaup.
Nú keppi ég aðallega í 5000m og 10000m
hlaupum ásamt götu- og víðavangshlaupum
sem enn eiga vel við mig. Líklega er grunn-
urinn frá útileikjum barnæskunnar að skila sér
þar. Til gamans má geta þess að ég á æfinga-
dagbækur frá 5. október 1984 og þar til fyrir
um tveimur árum síðan skráði ég dagbók fyrir
allar keppnir sem ég tók þátt í.
Frá 14 ára aldri má segja að stefnan hafi verið
sett á Bandaríkin og að fá skólastyrk til að
stunda háskólanám og æfingar með alvöru
skólaliði, metnaðurinn var strax það mik-
ill. Þessi mikli metnaður hefur fylgt mér ávalt
síðan og fluttst yfir á skóla og vinnu og annað
sem ég hef tekið mér fyrir hendur.
Ég keppti fyrst með landsliði Íslands í frjáls-
íþróttum árið 1989 þá 19 ára gömul og á
enn þann dag í dag sæti í því liði, þó svo að
greinarnar hafi lengst frá því að vera 800m
hlaup, eða tveir hringir á vellinum, upp í að
vera 5000m og 10000m hlaup eða 12 ½ og 25
hringir.
Frá 1990 til 1996 bjó ég í Athens í Georgíufylki
sem er í Suðurríkjum Bandaríkjanna og var það
tími sem ég hefði ekki viljað missa af. Æfingar,
keppni um hverja helgi og háskólanám mitt
var það sem lífið snérist um og það var ekkert
mál. Það gekk líka vel, ég var í góðu líkamlegu
F r í ð a R ú n Þ ó r ð a r d ó t t i r
Lifað með áreynsluastma
Lagnir
Umbúðir
Leikföng
Mosfellsbær
Akureyri
Kópavogur
Garðabær
reykjalundur.com