SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 8

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 8
8 starfsemi þess. Einnig fögnuðu læknar tilkomu þessa nýja bandamanns í baráttunni við berkl- ana og aðstoðuðu eftir mætti, m.a. með fyr- irlestrum og ýmissi aðstoð. Allt frá upphafi var stefnt að því að koma upp vinnuheimili fyrir berklasjúklinga. Í maí 1940 barst ályktun frá félaginu Sjálfsvörn á Víf- ilsstöðum þar sem lagt er til að SÍBS beiti sér fyrir því að stofnað verði vinnuhæli og heilsu- verndarstöð fyrir útskrifaða berklasjúklinga og einnig verði séð þar fyrir kennslu, eink- um verklegri eftir því sem við verður komið. Hælið verði rekið sem sjálfseignarstofnun SÍBS en rekstrarfé fáist með greiðslu dvalargjalda, frjálsum framlögum og opinberum framlögum. Áhersla var lögð á að sambandsstjórn fyndi sem fyrst hentugan stað fyrir starfsemina. Þessi fundarályktun skilaði sér í samþykkt sambands- þings um haustið þar sem samþykkt var: „að einbeita kröftum SÍBS til fjársöfnunar fyrir vinnuheimili útskrifaðra berklasjúklinga og vinna að skjótum framgangi þess máls að öðru leyti.“ Þessari samþykkt var síðan fylgt eftir með birtingu í blöðum og kynningu á þessum áformum. Í kjölfarið fylgdi margvíslegt fjár- öflunarstarf og í árslok 1942 voru eignir sam- bandsins orðnar 262 þúsund krónur, en það ár var ákveðið að skilja á milli sjóðs SÍBS og vinnuheimilissjóðs, sem fékk jafnframt ákveðna tekjustofna. Eftir landsþingið 1940 var farið að leita að hentugum stað fyrir vinnuheimili. Kannaðir voru ýmsir möguleikar, m.a. Laugarás í Bisk- upstungum, Hagakot í nágrenni Vífilsstaða og fleiri staðir. Niðurstaðan var að sú að í mars árið 1944 var keypt 32 hektara spilda úr landi Reykir eða Reykjalundur? Jónas Jónsson frá Hriflu keypti Reyki í Ölfusi 1929 með það fyrir augum að koma þar upp hressingarhæli fyrir berklaveikt fólk í afturbata. Þar átti að rækta grænmeti fyrir sjúkrahúsin í landinu og sjúklingarnir áttu að geta stundað þar „hæga atvinnu, sem er við þess hæfi“. Land- læknir hafði skoðað „berklaþorp“ í Papworth í Englandi og hrifist mjög og Jónas lagði einnig leið sína þangað. Þeir félagar höfðu greinilega í huga sömu hugmyndir og þær sem urðu að veruleika með stofnun Reykjalundar fimmtán árum síðar. Þær fyrri tókust þó ekki í þeim mæli sem til stóð og Reykjahælið varð aldrei sú endurhæfing- arstöð sem vonast hafði verið til. Hælið var rekið til árs- ins 1938, lengst af sem venjulegt heilsuhæli fyrir berkla- veika. Líklega kristallast þarna munurinn á framkvæmd á vegum hins opinbera annars vegar og hins vegar fram- kvæmd þar sem einstaklingar og samtök þeirra ganga til verka með eldmóð og bjartsýni í farteskinu. Og það þó tilgangurinn sé sá sami og löngun til góðra verka sé fyrir hendi í báðum tilvikum. Starfsfólk og vistmenn 1950-60.

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.