SÍBS blaðið - 01.10.2008, Qupperneq 24

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Qupperneq 24
2 24. okt. n.k. heldur SÍBS upp á 70 ára afmæli sitt. Tilgangur sam- takanna var að reyna að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að ná fótfestu í lífinu, eftir ára eða áratuga dvöl á heilsuhælum. Berklaveikin hafði herjað grimmt á Íslendinga og landsmenn því kunnugir afleiðingum hennar og nutu samtökin fljótt mikils velvilja og stuðnings. Á síðari hluta 20. aldar urðu berklarnir svo á láta undan síga fyrir framförum í læknavís- indum og nýjum lyfjum og hættu að vera sá ógnvaldur sem þeir voru áður. SÍBS hefur því breyst síðustu áratugi og er nú samband félaga um ýmsa brjóstholssjúkdóma til viðbótar við berklaveikina. Á 70 árum hafa orðið miklar breytingar á sam- félaginu og því eðlilegt að spyrja spurninga um hlutverk sjúklingasamtaka eins og SÍBS. Hefur það ekkert breyst á þessum 70 árum? Strax í upphafi var hafist handa um fjársafn- anir til að byggja upp aðstöðu, vinnuhæli fyrir berklasjúklinga svo þeir gætu stundað vinnu eins og hver og einn hefði heilsu til og þannig aflað sér framfæris að eins miklu leyti og kostur var. Reykjalundur var byggður í áföngum fyrir söfnunarfé og verður seint mært um of það mikla uppbyggingarstarf. Starfsemi Reykjalund- ar hefur síðan þróast frá því að vera vinnu- heimili, eins konar verndaður vinnustaður, í að vera háþróuð endurhæfingarstöð sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Ljóst er því að þessi samtök sjúklinga hafa lyft Grettistaki og sama má segja um fleiri hliðstæð samtök. En ástæða er til að velta fyrir sér hvort hlut- verk slíkra samtaka hafi ekki breyst í tímans H a r a l d u r F i n n s s o n : Til hvers sjúklingasamtök? rás miðað við breyttar aðstæður í þjóðfélaginu. Hagsæld þjóðarinnar hefur gjörbreyst til hins betra, heilbrigðiskerfi okkar hefur eflst mjög og er viðurkennt sem eitt hið besta í heiminum. Umræðan um heilbrigðiskerfið hefur reyndar einkennst síðustu ár af kostnaðinum við það. Mun minna hefur farið fyrir mati á árangr- inum af því og ávinningnum sem það skilar fyrir þjóðina. Víst er að stöðugt þarf að hyggja að hagkvæmni og aðhaldi í rekstri heilbrigð- iskerfisins rétt eins og öllum öðrum þáttur í opinberum rekstri. Þar þurfa sjúklingasamtök að koma mun meira við sögu bæði hvað varð- ar gæði þjónustunnar og kostnað. Viðurkennt er að þáttur neytenda og neytendasamtaka á almennum markaði skiptir miklu sem aðhald- safl ásamt opinberum eftirlitskerfum. Sama hlýtur að eiga við í opinberri þjónustu hvort sem um er að ræða menntastofnanir, heilbrigð- isstofnanir, löggæslu eða hvaða aðra þjónustu við almenna borgara. Til að slíkt neytenda- eftirlit í heilbrigðiskerfinu sé skilvirkt þarf að efla sjúklingasamtök þannig að þau geti starfað bæði sem gæðaeftirlit og hvati til nýjunga og framfara í bættri heilsu og heilsugæslu. Stuðla að öflugum forvörnum og vekja athygli á þörf- um sem þarf að sinna. Starf sjúklingasamtaka hefur gjarnan snúist að meira eða minna leyti um að safna fé til kaupa á ýmsum tækjum og aðstöðu fyrir þann hóp sem um ræðir. Það er vissulega góðra gjalda vert og á fullan rétta á sér að vissu marki. Mætti þó beinast meir í átt að rann- sóknum og framþróun en alls ekki til byggja upp grunnþjónustu. Því miður virðist ljóst að ríkið hefur stundum dregið lappirnar við að byggja upp ákveðna grunnþjónustu í von um að almenningur taki til sinna ráða undir for- ystu áhugafólks og samtaka og safni miklu fé til uppbyggingarinnar og spari þannig rík- inu umtalsverða fjármuni. Þetta hefur verið mest áberandi varðandi heilbrigðisþjónustu við börn, samanber Barnaspítalann og BUGL. Þetta er ekki rétt stefna. Alla grunnþjónustu á að kosta úr sameiginlegum sjóðum. Síðan komi sjúklingasamtök og önnur áhugasamtök og bæti við og hafi frumkvæði að nýjungum og ekki síst rannsóknum og vinni með opinberum aðilum við að bæta þjónustuna, auka skilvirkni og að reka heilbrigðisþjónustu landsins á sem hagkvæmastan hátt. Það er ekki þeirra hagur að fjármunum sé illa varið, þvert á móti. Hags- munir ríkissjóðs og þeirra eiga að fara saman í því efni.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.