SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 17

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 17
17 • Ein stjórn fer með málefni SÍBS og allra stofnana þess • Lykilhugmyndir verða: Einfaldleiki/skýrleiki, skilvirkni/gagnsæi og rekstrarhagkvæmni. • Starfsemi SÍBS mun skiptast í þrjú svið: Endurhæfingarsvið, félagsmál og fjáröflun og eignaumsýslusvið. Framkvæmdastjór- ar þessara sviða munu funda reglulega og mynda framkvæmdaráð • Stefnt er að því að eftirlitshlutverk stjórn- arinnar verði virkt, m.a. með samræmdum reglum um framkvæmd áætlana hjá sér- hverri stofnun og eftirlit með þeim. Þjón- ustuhlutverk stjórnarinnar við félagsmenn á að vera í öndvegi auk þess sem mikið er lagt upp úr stefnumótunarhlutverki hennar. Mikil vinna liggur að baki þeim hugmyndum sem fram verða lagðar á þinginu og ræðst þar hvort þessar miklu breytingar á allri starfsemi SÍBS verða að veruleika. Þessi yfirlitskafli eða stiklur úr sögu SÍBS er meira til að gefa hugmynd um starfsemina en að hún sé kynnt til hlítar. SÍBS á að baki glæsta sögu og hefur áorkað ótrúlegum hlutum til heilla fyrir íslenska þjóð. Félagsmenn aðild- arfélaganna, sem bera hag sambandsins mjög fyrir brjósti, hafa mikla trú á því að framtíðin verði ekki síður mótuð af framsækni og dugn- aði. SÍBS hefur alla burði til þess að vera í for- ystu í endurhæfingarmálum á Íslandi hér eftir sem hingað til og að því marki verður stöðugt keppt. RV U N IQ U E 04 08 06 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Fagleg og persónuleg þjónusta Sjúkraliði RV, Jóhanna Runólfsdóttir, leiðbeinir skjólstæðingum TR, einstaklingum með þvagleka og aðstandendum þeirra og veitir ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur. Sími: 520 6673 johanna@rv.is www.rv.is Ýmis úrræði og ráðgjöf vegna þvagl eka Við höfum gefið út vandaðan TENA bækling- um úrræði og ráðgjöf vegna þvagleka. Hafðu samband og við sendum þér eintak.

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.