SÍBS blaðið - 01.10.2008, Qupperneq 12
12
í Múlabæ, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar og
félagsráðgjafar. Einnig myndlistar-og handa-
vinnukennarar.
Fljótlega kom í ljós við rekstur Múlabæjar að
Alzheimersjúklingar stæðu mjög höllum fæti
í heilbrigðiskerfinu og óskir um þjónustu við
þá urðu fljótlega fleiri en hægt var að sinna
í Múlabæ. Rekstraraðilar hans komu þá á fót
dagvistun fyrir þennan hóp í samvinnu við
heilbrigðisráðuneytið og Reykjavíkurborg, sem
lagði til húsnæði að Flókagötu 53. Þessi nýja
stofnun fékk nafnið Hlíðabær og tók til starfa
1986. Þar hefur verið dagvistun og þjálfunar-
miðstöð fyrir fólk með heilabilun síðan.
Bæði þessi heimili, Múlabær og Hlíðabær hafa
starfað frá stofnun og fram á þennan dag við
mjög góðan orðstír. Við upphaf beggja heim-
ilanna var þjónusta af því tagi sem þar er
boðin af skornum skammti í þjóðfélaginu og
því um nokkurs konar frumkvöðlastarf að ræða.
Það hefur breyst mikið og nú er dagvist fyrir
aldraða sjálfsagt viðfangsefni sveitarfélaga og
mun fleiri úrræði eru nú fyrir heilabilaða en
áður var.
Eftir því sem leið á öldina fór félögum sjúk-
linga og öryrkja að fjölga. Þá hófust umræður
um nauðsyn þess að mynda samstöðu þeirra
um hagsmunamál. Upphaflega mynduðu þrjú
félög samstarfsnefnd og eftir reynslu af því
samstarfi var Öryrkjabandalag Íslands stofn-
að 1961. Aðild að því gátu átt öll starfandi
öryrkjafélög og styrktarfélög öryrkja, auk sams
konar félaga sem kynnu að verða stofnuð síðar.
Saga Öryrkjabandalagsins er annað stórkostlegt
ævintýri sem sýnir hvað veikburða einstakling-
ar geta áorkað þegar þeir taka höndum saman.
ÖBÍ tók húsnæðismál öryrkja föstum tökum
frá upphafi og byggði stórhýsi við Hátún 10 í
Reykjavík og einnig í Fannborg í Kópavogi á
fyrstu árum sínum þar sem hundruð öryrkja
áttu kost á húsnæði en einnig voru skrifstofur
og vinnustofur í Hátúni. Með tilkomu Íslenskr-
ar getspár, Lottósins 1986 fékk ÖBÍ fastan
tekjustofn sem hefur reynst drjúgur í áranna
rás. Hússjóður ÖBÍ fær bróðurpart þessara tekna
en félagsstarfsemi bandalagsins og þar með
aðildarfélögin hafi einnig notið góðs af þessum
tekjum. SÍBS hefur frá upphafi verið fjölmenn-
asta aðildarfélagið í Öryrkjabandalaginu og er
það ennþá.
Árið 1989 bundust Hjartavernd, Landssamtök
hjartasjúklinga (nú Hjartaheill) og SÍBS sam-
tökum um að stofna til viðhaldsþjálfunar eftir
hjarta- og lungnaendurhæfingu, en á því var
talin mikil þörf. Sjúklingarnir þurftu að geta
æft undir eftirliti fagfólks og lækna með mark-
vissum hætti. Þessir aðilar lögðu til stofnfram-
lög og HL stöðvar tóku til starfa í Reykjavík og
síðar á Akureyri. Þessi starfsemi hefur sýnt sig
að var hin þarfasta og er með blóma í dag. Að
stórum hluta er starfið fjármagnað með þátt-
tökugjöldum en jafnframt fæst framlag á fjár-
lögum til starfseminnar. Auk þessara tveggja
stöðvar er starfrækt HL stöð í Neskaupstað og
víðs vegar um landið eru svokallaðir HL hópar
í tengslum við heilsugæslustöðvar auk fjöl-
margra gönguhópa.
Kjörorð SÍBS, „Styðjum sjúka til sjálfsbjargar“
hefur verið stjórn og starfsfólki SÍBS leið-
arljós allt frá byrjun og er enn í dag. Í því felst
grunnhugmynd að endurhæfingu, sem er aðal-
viðfangsefni SÍBS og stofnana. Viðamest er
hún á Reykjalundi en Múlalundur hefur einnig
Formenn stjórnar Múlalundar
Kjartan Guðnason 1959-1962
Þórður Benediktsson 1962-1972
Kjartan Guðnason 1972-1974
Guðmundur Guðmundarson 1974-2000
Þorbjörn Árnason 2000-2002
Valur Stefánsson 2002-2004
Birgir Kjartansson 2004-2007
Óskar Árni Mar 2007-