SÍBS blaðið - 01.02.2015, Qupperneq 3

SÍBS blaðið - 01.02.2015, Qupperneq 3
SÍBS BLAÐIÐ 2015/1 3 Leiðari SÍBS-Blaðið 31. árgangur | 1. tölublað | FEB. 2015 ISSN 1670-0031 Úgefandi: SÍBS Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími: 560-4800 Netfang: sibs@sibs.is Heimasíða: www.sibs.is Ábyrgðarmaður: Guðmundur Löve gudmundur@sibs.is Ritstjóri: Páll Kristinn Pálsson pallkristinnpalsson@gmail.com auglýsingar: Öflun ehf. Umbrot og prentun: Prentmet ehf. Upplag: 11.000 eintök Berklavörn SÍBS er samband félaga á sviði brjóst holssjúkdóma með um sex þúsund félagsmenn. SÍBS á og rekur endurhæfingar miðstöð ina Reykja lund og öryrkjavinnu staðinn Múlalund, að ógleymdu Happdrætti SÍBS. 3 Heilbrigði einstaklings – hagur samfélags 4 Stóra myndin í heilbrigðismálum 8 Örorka og örorkumat 11 Skilgreiningar á örorku 14 Mannréttindi víða brotin 16 Starfsgetumat í stað örorkumats 22 Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana Örorka er safnheiti yfir líkamlega hömlun og erfiðleika við að framkvæma verk eða taka þátt í daglegu lífi. Örorka er flókið fyrirbæri sem lýsir samspili einstaklings- ins við samfélagið þar sem hann býr. Án þess að fara hér orðum um þá þjáningu sem örorka veldur einstaklingnum, blasir við að það er stórkostlegt samfélagslegt hagsmunamál að draga úr örorku eins og kostur er. Í okkar heimshluta fer örorka víðast hvar vaxandi. Hér á landi hefur örorku- lífeyrisþegum fjölgað þrefalt hraðar en fólksfjölgun þjóðarinnar síðastliðin 15 ár og eru nú rúmlega 17 þúsund talsins. Þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir örorku samkvæmt framangreindri skilgreiningu kemst stofnunin að raun um að á Íslandi er árlega samtals 35 þúsund æviárum varið við örorku. Til að leggja gróft mat á samfélagslegan skaða vegna örorku má margfalda þessi æviár með landsframleiðslu á mann. Það gera 200 milljarða króna á ári. Stærstu orsakavaldar örorku skv. WHO eru geðraskanir og stoðkerfissjúkdómar ásamt langvinnum öndunarfærasjúk- dómum. Mælt í æviárum eru þessir þrír örorkuvaldar að valda svipuðum skaða og stóru drápararnir tveir, krabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar. Samkvæmt WHO eru fimm stærstu áhættuþættir örorku hjá Íslendingum ofþyngd, starfstengd áhætta, slæmt mataræði, reykingar og hár blóðsykur. Háþrýstingur, áfengis- og vímuefna- neysla og hreyfingarleysi eru svo ekki langt undan. Það má eiginlega segja að flestir lifnaðarhættir okkar séu hér undir. En hvað er heilbrigðiskerfið að gera í málunum? Það vekur athygli að af 140 milljörðum króna sem árlega er varið til heilbrigðismála er langsamlega stærstum hluta þessa fjár varið til að bregðast við skaðanum en aðeins um 4 milljörðum til að koma í veg fyrir skaðann – og þar af aðeins 0,5 milljörðum króna til beinna forvarna utan heilsugæslu. Langvinnir og lífsstílstengdir sjúkdómar og örorkan þar með verða ekki stöðvuð með viðbragðsdrifnum aðgerðum. Þetta eru sjúkdómar sem læðast aftan að okkur og oft bregðumst við ekki við fyrr en það er um seinan og skerðing blasir við. Við þurfum því sterka og samhæfða – og vel fjármagnaða – forvarnastefnu þar sem áhersla er lögð á snemmbær inngrip í öllu nærumhverfi fólks, dæmi: Það þarf að koma á sykurgjaldi á óholla matvöru rétt eins og er með áfengisgjald og tóbaksgjald. Það þarf að gera ein- faldara og öruggara að ferðast gangandi og á hjóli. Það þurfa að vera öruggar hjólageymslur á vinnustöðum og skólum og hollur matur í mötuneytunum. Íþrótta- félögin þurfa að bjóða upp á smurt brauð og vatn eða mjólk í staðinn fyrir kökur og gos á íþróttamótum – og fjarlægja gos- og sælgætissjálfsalana! Það þarf að kenna skólabörnum að umgangast mat og lesa innihaldslýsingar. Svona mætti lengi telja. Þetta eru bara örfá dæmi um hversu víða þarf að koma við í samræmdri forvarna- stefnu. Við þurfum að koma á víðtækri viðhorfsbreytingu þvert á öll svið þjóð- félagins – og byrja í grasrótinni. Heilbrigði einstaklings – hagur samfélags Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.