SÍBS blaðið - 01.02.2015, Qupperneq 12

SÍBS blaðið - 01.02.2015, Qupperneq 12
SÍBS BLAÐIÐ 2015/112 hjá konum um 31% vegna geðraskana og 35% vegna stoðkerfisraskana, en sambærilegar tölur hjá körlum voru 40% og 17%. Félagslegir þættir Fyrir utan heilsufar hafa félagslegir þættir áhrif á algengi örorku. Má þar einkum nefna hærri aldur, lágt menntunarstig og atvinnuleysi. Það er þekkt að atvinnuleysi hefur neikvæð áhrif á heilsufar. Í nýlegri rannsókn frá Noregi kom fram að líkur á örorku hjá fólki um fertugt með stoðkerfisraskanir voru allt að 42% eftir atvinnu- leysistímabil. Um 8000 einstaklingum var fylgt eftir í 18 ár og þegar leiðrétt var fyrir aldri og menntunarstigi minnkuðu líkurnar á örorku en voru þó um 25%. Svipaðar niðurstöður hafa fengist í Finnlandi, en þar hafði atvinnuleysi hjá tvíburum með bakverki marktækt forspár- gildi um örorku. Í nýlegri rannsókn Sigurðar Thorlacius og Stefáns Ólafssonar voru áhrif atvinnuleysis á heilsufar og örorku á Íslandi skoðað fyrir tímabilið 1992 til 2007. Á tímabil- inu voru tvö skeið með auknu atvinnuleysi, 1993-1995 og 2002-2003. Á báðum tímabilum jókst nýgengi örorku. Þeir ályktuðu að á tímum atvinnuleysis væri fólk með heilsubrest þvingað af vinnumarkaði fremur en að atvinnuleysi hefði neikvæð áhrif á heilsu fólks. Að mínu mati er líklegt að hvorutveggja eigi við. Sigurður og Stefán leggja til að starfsendurhæfing verði aukin á Íslandi. Endurhæfing á Reykjalundi Reykjalundur var reistur af SÍBS og fyrsti sjúk- lingurinn var innskrifaður í febrúar 1945. Margir berklasjúklinganna sem komu fyrst á Reykjalund voru ungir að árum. Stofnunin hét upphaflega Vinnuheimilið að Reykjalundi og þar var strax frá upphafi rekin starfsendurhæfing og voru hér bæði vinnustofur og vísir að iðnskóla. Hug- takið endurhæfing var þá varla til í íslensku en fyrsti íslenski endurhæfingarlæknirinn, Haukur Þórðarson, kom til starfa á Reykjalundi eftir sérnám í Bandaríkjunum upp úr 1960. Endur- hæfingarlækningar eru meðal yngstu sérgreina í læknisfræði. Endurhæfing nær til hvers konar aðgerða sem miða að því að öðlast, auka eða viðhalda færni til að lifa og starfa. Endurhæfing miðar að bættum lífsgæðum með aukinni sjálfsbjargargetu og sjálfstæði. Þegar sjúklingur sem kemur til endurhæfingar og telst vera óvinnufær en vill komast aftur til starfa má segja að öll endurhæfing sé í eðli sínu starfsendur- hæfing. Á Reykjalundi hefur þó verið starfrækt sérstakt teymi í starfsendurhæfingu frá árinu 1999. Upphaflega starfaði það á sérstökum þjónustusamningi við TR. Frá sama tíma var starfrækt endurhæfingaramatsteymi hjá TR sem m.a. sendi sjúklinga á Reykjalund og í Hringsjá. Í grein í Læknablaðinu frá 2002 kemur fram að árangur starfsendurhæfingar fyrstu starfsárin væri góður og segir m.a. í ályktun höfunda: „Árangur af starfsendurhæfingu á vegum TR er svipaður og af starfsendurhæfingu á vegum Tryggingastofnana í Svíþjóð. Árangurinn sýnir að væntingar um að starfsendurhæfing geti komið í veg fyrir örorku hafa staðist.“ Eins og áður er fram komið eru algengustu orsakir örorku á Íslandi geðraskanir og stoð- kerfisraskanir. Á árunum 2004 til 2011 fór fram rannsókn á verkjasviði Reykjalundar þar sem sérstaklega voru skoðuð áhrif hugrænnar atferl- ismeðferðar hjá fólki sem kom í endurhæfingu vegna þrálátra verkja. Alls tóku 115 sjúklingar þátt í rannsókninni og var þeim fylgt eftir í 3 ár. Áður hafði verið gerð rannsókn á árangri meðferðar á verkjasviði á árunum 1997-1999. Alls tóku 158 sjúklingar þátt í þeirri rannsókn. Í fyrri rannsókninni var árangur meðferðar mjög góður, en um 18% sjúklinganna voru vinnufærir fyrir meðferð en um 50% eftir meðferðina og um 60% voru vinnufærir einu ári eftir meðferð. Í síðari rannsókninni var einnig um góðan árangur að ræða, en þá var ríflega þriðjungur sjúklinga vinnufær fyrir meðferð, en tæp 60% þremur árum eftir meðferð (sjá mynd). Gerð var heilsuhagfræðileg úttekt á niðurstöðum rann- sóknarinnar sem kom mjög vel út. 36% 36% 47% 51% 57% Göngudeild Innlögn Útskrift Eftirfylgd 1 ár Eftirfylgd 3 ár Vinnufærni Endurhæfing nær til hvers konar aðgerða sem miða að því að öðlast, auka eða viðhalda færni til að lifa og starfa.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.