SÍBS blaðið - 01.02.2015, Qupperneq 14

SÍBS blaðið - 01.02.2015, Qupperneq 14
SÍBS BLAÐIÐ 2015/114 „Mín vitneskja byggist á þeim skjólstæðingum sem leita til okkar hjá ÖBÍ og eru örorkulífeyris- þegar, fólk með skerta starfsgetu,“ segir Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalags Íslands, þegar spurt er hvernig sé að vera öryrki á Íslandi í dag. „Þá erum við einkum að tala um fólk sem þarf að lifa á örorkulífeyri almannatrygginga, sem er langt fyrir neðan lágmarkslaun. Við not- umst við viðmið frá velferðarráðuneytinu, sem er dæmigert neysluviðmið og er í kringum 400 þúsund krónur á mánuði, en okkar fólk er að lifa á um 150 til 180 þúsund krónum á mánuði. Og þetta er í landi þar sem leiga á íbúð fer sjaldan undir 100 þúsund krónur á mánuði. Svo þarf að kaupa í matinn, og þó að sumir telji að hægt sé að gera það fyrir einhverja hundraðkalla á dag fyrir fjögurramanna fjölskyldu þá held ég nú að það sé ekki raunveruleikinn. Við sjáum að fólk á einfaldlega mjög erfitt með að komast af á þessum fjárhagsforsendum, að greiða fyrir þessi venjulegu útgjöld einnar fjölskyldu eins og húsnæði, mat, hita og rafmagn.“ Neita sér um læknisþjónustu „Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að æ fleiri örorku- lífeyrisþegar neita sér um læknisþjónustu vegna kostnaðar,“ segir Ellen. „Fólk með skerta starfs- getu er ýmist fatlað fólk eða fólk sem er með einhvers konar heilsubrest. Það þarf að nýta sér heilbrigðisþjónustu í ríkara mæli en margir aðrir. Kostnaður vegna þessa hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Eins og gefur að skilja fylgir því aukinn kostnaður að vera með skerta starfsgetu. Hreyfihamlað fólk þarf oft sérút- búna bíla og ber það stóran kostnað sjálft við að útbúa bílana svo þeir hæfi þeim. Ríkið tekur æ minni þátt í slíkum kostnaði. Það er ógerlegt fyrir fólk með um 180 þúsund krónur í mánaðar- tekjur að bera alla þessa grundvallarkostnaðar- liði. Rannsóknir hafa sýnt að þessar tekjur eru ekki nægar til að framfleyta fólki heldur nýtur það góðvildar fjölskyldu og vina, sem eru bæði að bjóða því í mat, greiða jafnvel lyf- og læknis- þjónustu eða versla fötin á börnin. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fjölskyldur örorkulífeyrisþega sem eru með börn á framfæri búa við mun lakari fjárhagsaðstæður og þar með skert frelsi til að taka þátt í samfélaginu, sem kemur niður á börnunum. Staðan var ekki góð fyrir hrunið og ef eitthvað er þá hefur hún versnað á árunum eftir það. Það átti sér stað viss kjaragliðnun, lægstu launin í þjóðfélaginu hækkuðu en ekki örorkulífeyrinn og því höfum við orðið vör við mun meiri kvíða og þunglyndi hjá okkar fólki. Ég tek gjarnan dæmi um konuna sem kom til okkar, þegar ég var nýtekin við sem formaður haustið 2013, en hún hafði neitað sér svo lengi um tannlæknis- þjónustu að ástandið á tönnunum hennar var þannig að hún gat ekki lengur neytt matar með nægilegu næringarinnihaldi til þess að halda heilbrigði. Því var hún með skyrbjúg, sjúkdóm sem maður hefur bara heyrt um frá fyrri öldum og hélt að fyrirfyndist ekki á Íslandi árið 2013. Ég heyri líka frá Mæðrastyrksnefnd og Hjálpar- starfi kirkjunnar að þunginn hafi aukist gríðar- lega eftir 2008.“ Brot á grundvallarmannréttindum „Með tilliti til stjórnarskrárinnar og mannrétt- indasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks um að allir hafi rétt á að lifa mannsæmandi lífi teljum við að mannréttindi séu víða brotin í málefnum örorkulífeyrisþega og fatlaðra hér á landi. Dæmið um túlkaþjón- ustuna sem kom upp í umræðunni fyrir síðustu jól, og reyndar einnig árið 2013, sýndi að þar var klárlega gengið gegn sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðs fólks, sem Íslendingar hafa undirritað en hvorki innleitt né lögfest. Við bendum líka á það ákvæði í stjórnarskránni sem kveður á um að allir eigi sama rétt til mann- sæmandi lífs. Við erum með nokkur mál í gangi hvað það varðar, þ.e. lögsóknir. Við erum með lögmann á okkar snærum og erum að sækja á bæði ríki og borg varðandi ýmis málefni sem Mannréttindi víða brotin Páll Kristinn Pálsson Viðtal

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.