SÍBS blaðið - 01.02.2015, Side 20

SÍBS blaðið - 01.02.2015, Side 20
SÍBS BLAÐIÐ 2015/120 Árangur og ávinningur Rannsóknir benda eindregið til þess að einstak- lingsmiðuð starfsendurhæfing skili sér í aukinni færni og betri líkamlegri og andlegri líðan. Þannig stuðlar hún að lægra nýgengi örorku og að einstaklingarnir verði á ný virkir þátttakendur í samfélaginu. Ljóst er að sá ávinningur verður meiri því fyrr sem starfsendurhæfing hefst í veikindaferlinu. Frá því VIRK hóf að veita þjónustu haustið 2009 hafa um 7700 einstaklingar leitað til VIRK, þar af eru um 65% konur og 35% karlar. Um 3800 einstaklingar hafa lokið þjónustu, útskrifast. Eins og sjá má þá eru um 65% stöðugilda þeirra sem útskrifast með framfærslustöðu sem gefur til kynna starfsgetu og virka þátttöku á vinnu- markaði, þ.e. þeir eru annað hvort í launaðri vinnu, í virkri atvinnuleit eða í lánshæfu námi. Hafa ber í huga að hér er um að ræða skráningu á stöðugildum, þannig að einstaklingur sem fer t.d. í hálft starf á vinnumarkaði í lok þjón- ustu VIRK skráist aðeins að hálfu leyti í „laun á vinnumarkaði“. Þegar horft er til einstaklinga, ekki stöðugilda þá, þá kemur í ljós að um 74% einstaklinga sem útskrifast frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift – þ.e. eru annað hvort í launuðu starfi, atvinnuleit eða í lánshæfu námi við útskrift. VIRK hefur frá stofnun unnið markvisst að og fjárfest umtalsvert í uppbyggingu þverfaglegs starfsendurhæfingarferils samtvinnuðum mats- ferli með það að markmiði að vinnuna verði hægt að nýta inn í þróun á nýju starfsgetumati sem æ fleiri eru sammála um að taka eigi upp hér á landi. Ljóst er að grunnforsenda þess að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats er sú að til staðar sé samræmdur ferill, að öllum bjóðist skipulagður og faglegur starfsendur- hæfingarferil. Mikilvægt er því að til staðar sé eitt heildarkerfi atvinnutengdrar starfsendur- hæfingar með jöfnum aðgangi fyrir alla ein- staklinga sem þurfa á þjónustunni að halda, eins og stefnt var að með lögum 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. Mikilvægt er að halda þessu starfi áfram og efla enn frekar. Ekki aðeins er árangursrík starfsendurhæfingarþjónusta eins og VIRK býður upp á ein allra arðbærasta fjárfestingin í samfélagi okkar, heldur er frekari efling starfs- endurhæfingar nauðsynleg svo að gerlegt sé að skipta úr örorkumati í mat á starfsgetu hjá bæði lífeyrissjóðum og opinberum aðilum. Heimildaskrá Anner, J., Brage, S., Donceel, P., Falez, F., Freudenstein, R., Oancea, C. og de Boer, W.E.L. (2013). Validation of the EUMASS Core Set for medical evaluation of work disability. Journal of Disability and rehabilitation 35(25): 2147-2156. Brage, S., Donceel, P. og Falez, F. (2008). Development of ICF core set for disability evaluation in social security. Disability and Rehabilitation 30:1392-1396. Drög að starfshæfnismati (2009). Skýrsla faghóps um aðferðir við mat á starfshæfni. Forsætisráðuneytið. Sótt 14. mars 2014 af http://www.velferdarraduneyti.is/media/ acrobat-skjol/Drog_ad_starfshaefnismati06112009.pdf Everhardt, T.P. og de Jong, R. (2011). Return to Work After Long Term Sickness The Role of Employer Based Interventions. De Economist 159:361-380. Health and Work Service. (2014). Sótt 14. mars 2014 af https://www.gov.uk/government/uploads/system/uploads/ attachment_data/file/280988/health-and-work-service- specification.pdf Larsson, J. (2013). Metoder för bedömning av arbetsförmåga inom sjukförsäkringen – slutrapport. Stockholm: Försäkringskassan. Loisel, P., Durand, M., Diallo, B., Vachon, B., Charpentier, N. og Labelle, J. (2003). From Evidence to Community Practice in Work Rehabilitation: The Quebec Experience. Clinical Journal of Pain: 19(2): 105-113 Norwegian Labor and Welfare Service (2014). Sótt 14. Mars 2014 af https://www.nav.no/English/English/ Sickness+benefits+for+employees.283831.cms Rondinelli, R. D. (2007). Guides to the Evaluation of Permanent Impairment, 6. Útg. American Medical Association. Spanjer, J., Krol, B., Brouwer, S., Popping, R., Groothoff, J.W. og van der Klink, J.J.L. (2010). Reliability and Validity of the Disability Assessment Structured Interview (DASI): A Tool for Assessing Functional Limitations in Claimants. Journal of Occupational Rehabilitation:20 (1) 33-40. Ward, A.B., Gutenbrunner, C., Giustini, A., Delarque, A., Fialka-Moser, V., Kiekens, C., Berteanu M., og Christodoulou, N. (2012). A Position Paper on Physical & Rehabilitation Medicine Programmes in Post-Acute Settings. Journal of Rehabilitation Medicine:44 (4) 289-298 Westregård, A. (2013). Changes in Swedish health insurance system and labour law due to the influence of EU. School of Economics and Management, Lund University. Sótt 14. mars 2014 af http://ilera-europe2013.eu/uploads/paper/ attachment/51/WestregardAmsterdamCS21.pdf World Health Organization (2001). International Classification of Functioning, Disability and Health. Sótt 14.03.2014 af http://www.disabilitaincifre.it/documenti/ICF_18.pdf Laun á vinnumarkaði Atvinnuleysisbætur Námslán Á endurhæfingarlífeyri Á örorku og endur- hæfingarlífeyri Annað Framfærslustaða einstaklinga í lok þjónustu hjá VIRK Hjá um 3500 einstaklingum sem hafa lokið þjónustu 49% 13% 3% 4% 22% 9% Mynd 3. Framfærslustaða einstaklinga í lok þjónustu hjá VIRK. Starfsendurhæfing stuðlar að lægra nýgengi örorku og að einstaklingarnir verði á ný virkir þátttakendur í sam- félaginu.

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.