SÍBS blaðið - 01.02.2015, Qupperneq 22

SÍBS blaðið - 01.02.2015, Qupperneq 22
SÍBS BLAÐIÐ 2015/122 Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana Hrafnhildur Tómasdóttir, sviðsstjóri ráðgjafar- og vinnumiðlunarsviðs VMST Grein Vinnumálastofnun (VMST) starfar samkvæmt lögum nr. 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir og lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistrygg- ingar, ásamt því að fara með framkvæmd fjölmargra annarra laga. Markmið laganna um vinnumarkaðsaðgerðir er að veita einstaklingum viðeigandi aðstoð til að verða virkir þátttakendur á vinnumarkaði, auk þess sem lögunum er ætlað að stuðla að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli í landinu Vinnumálastofnun rekur níu þjónustuskrifstofur í kringum landið, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur, skráning, mat á færni, ráðgjöf og úrræði og vinnumiðlun auk samvinnu við aðra þjónustuaðila um úrræði og vinnumarkaðsaðgerðir. Hlutverk vinnunnar Vinnan gegnir mikilvægu hlutverki í lífi allflestra og hefur einnig mikil áhrif á sjálfsmynd einstak- linga. Við skilgreinum okkar gjarnan út frá því starfi sem við gegnum og þegar við erum án atvinnu hefur það mikil áhrif ekki bara á afkomu okkar heldur tilvist okkar alla. Rannsóknir benda til að atvinnuleysi hafi neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks og að líðan atvinnulausra sé verri borin saman við líðan fólks í vinnu. Það tengist ekki einungis fjárhagsáhyggjum sem þjakar menn, því oft eru einkenni um depurð og kvíða mest áberandi að viðbættum tilfinningum um tilgangsleysi og áhrifaleysi. Þegar fólk fær síðan vinnu lagast slík vanlíðan oft að miklu leyti. Í rannsókn sem Sigurður Thorlacius og Stefán Ólafsson (2008) gerðu til að kanna og skýra áhrif atvinnuleysis á fjölda öryrkja á Íslandi á tímabilinu 1992 – 2006 kemur fram að tengsl eru á milli örorku og atvinnuleysis. Þar kemur fram að í könnun sem gerð var á högum öryrkja 1997 reyndust 45% þátttakenda hafa einhvern tíma verið atvinnulausir. Í rannsókn þeirra kemur einnig fram að atvinnuleysi stuðlar að óhollum lífsháttum sem geta leitt til heilsubrests. Atvinnuleysi getur haft áhrif á fjárhagsstöðu og skaðað félagslegt net fólks og stuðlað að félagslegri einangrun sem aftur getur leitt af sér þunglyndi og kvíða. Fram kemur að atvinnu- leysi stuðlar að félagslegum ójöfnuði og margt bendir til að heilsuleysi og aukin dánartíðni fylgi auknum ójöfnuði (Sigurður Thorlacius og Stefán Ólafsson, 2008). Í ljósi þessa hefur mikil áhersla verið lögð á öfluga ráðgjöf og þátttöku atvinnuleitenda í virkniúrræðum samhliða atvinnuleitinni. Atvinnuleitendum stendur til boða til viðbótar við vinnumiðlun, ráðgjafarþjónusta, þátttaka í námskeiðum og námi, endurhæfingarúrræði og starfstengd vinnumarkaðsúrræði, s.s. starfs- þjálfun á vinnustað og þátttaka í sjálfboða liða- starfi. Markmið slíkra aðgerða er að styrkja stöðu einstaklings á vinnumarkaði en ekki síður að viðhalda virkni og áhugahvöt sem er besta forvörn gegn alvarlegum afleiðingum langtíma- atvinnuleysis. Aðgerðir í kjölfar efnahagsþrenginga Haustið 2008 leiddu efnahagsþrengingar til meira atvinnuleysis en verið hafði um langt skeið á Íslandi. Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá Vinnumálastofnun fór atvinnuleysi á einu ári úr rétt um 1% haustið 2008 í um 8% árið 2009 og á árinu 2010 þegar atvinnuleysið varð mest fór það í rúm 9%. Í upphafi var öll áhersla á að tryggja framfærslu þeirra sem misstu vinnu. En frá hausti 2009 hefur stofnunin á hverju ári sett á fót átaks- verkefni í samstarfi við stjórnvöld, aðila vinnu- Rannsóknir benda til að atvinnuleysi hafi neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks og að líðan atvinnu- lausra sé verri borin saman við líðan fólks í vinnu.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.