SÍBS blaðið - 01.02.2015, Síða 24

SÍBS blaðið - 01.02.2015, Síða 24
SÍBS BLAÐIÐ 2015/124 af veitt undir merkjum Atvinnudeildar fatlaðra sem nú er orðinn partur af almennri ráðgjafar- og vinnumiðlunarþjónustu VMST. Innan þeirrar þjónustu starfa ráðgjafar sem sérhæfa sig í þjónustu við þann hóp sem býr við skerta starfshæfni. Ávallt hefur verið lögð áhersla á öflugt og faglegt samstarf við endurhæfingar- aðila og aðra þá þjónustuaðila sem vinna að því að auka möguleika og aðgengi fólks með skerta starfshæfni að vinnumarkaði. Í því sam- bandi má m.a nefna Reykjalund, Hringsjá og Starfsendurhæfingarmiðstöðvar víða um land. Samstarfið hefur byggst á góðri samvinnu og gagnkvæmu trausti þar sem skjólstæðingar fara frá VMST í starfsendurhæfingu og koma til baka til Vinnumálastofnunar þegar og ef vinnufærni er náð á nýjan leik. Þá hafa ráðgjafar VMST séð um umsóknir á vernduðu vinnustaðina Múlalund og Örtækni í áratugi og átt farsælt samstarf við þau mik- ilvægu fyrirtæki. Til viðbótar má nefna að Vinnumálastofnun og Múlalundur vinnustofa SÍBS gerðu þann 23. september síðastliðinn með sér tímabundið samkomulag um kaup á starfsprófunarrýmum á Múlalundi fyrir atvinnu- leitendur með skerta starfsgetu og/eða lang- tímaatvinnuleitendur. Verkefnið felst í því að fá raunhæfa starfsprófun fyrir atvinnuleitendur til að auka möguleika þeirra til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Frammistaða er metin samkvæmt stöðluðu mati í lok matstímans. Mat á árangri verkefnisins lofar góðu og hefur ákvörðun um frekara samstarf verið tekin. Árið 2006 fær Vinnumálastofnun aukið hlutverk á sviði atvinnutengdrar endurhæfingar með breytingu á lögum um vinnumarkaðs aðgerðir sem heimilar VMST að gera samning um atvinnutengda endurhæfingu við atvinnuleit- endur í allt að 6 mánuði. Ráðgjafar Vinnumála- stofnunar fá með þessum breytingum það lögbundna hlutverk að leggja mat á vinnufærni og gera samninga um atvinnutengda endur- hæfingu við þá sem þess þurfa í samstarfi við endurhæfingaraðila. Þessi breyting á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir var í anda þeirrar hugmyndafræði sem rutt hafði sér til rúms þar sem vaxandi áhersla var á réttinn til vinnu fremur en réttinn til örorku, með snemmbæru inngripi og áherslu á samhæfingu þjónustunnar með þverfaglegri teymisvinnu sérfræðinga sem kæmu að endurhæfingu. Í kjölfar þessarar breytingar á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir hafa ráðgjafar Vinnumálastofnunar gert u.þ.b. 400 samninga um atvinnutengda endurhæfingu við atvinnuleitendur. Frá því þessi breyting var gerð á lögunum um vinnumarkaðsaðgerðir hefur verið að safnast upp afar dýrmæt þekking hjá ráðgjöfum VMST varðandi mat og stuðning við þann hóp sem veikast stendur og hefur þörf fyrir sértæka þjón- ustu, sem mun nýtast vel í þeim verkefnum sem framundan eru. Áherslur í þjónustu Vinnumálastofnunar 2015 Á árinu 2014 og í áherslum stofnunarinnar fyrir árið 2015 hefur verið lögð sérstök áhersla á að efla þjónustu með einstaklingsmiðaðri nálgun við þann hóp sem er langt kominn með bóta- rétt sinn innan Atvinnuleysistryggingasjóðs og þann hóp sem þegar hefur lokið bótarétti sínum. Sömuleiðis er aukin áhersla á að efla þjónustu við atvinnuleitendur með skerta starfshæfni með einstaklingsmiðaðri þjónustu og áherslu á árangursríkar leiðir til að sem flestir geti aftur orðið virkir á vinnumarkaði. Markmiðið er ekki síst að koma í veg fyrir að atvinnuleysi leiði til óvinnufærni sem gæti endað í ótímabærri örorku. Áhersla er lögð víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og / eða líkamlegrar fötlunar, aðstoð við að finna rétta starfið og að veita stuðning á nýjum vinnustað ef þörf er á. Atvinna með stuðningi (AMS) er þar árangursrík leið í atvinnumálum fyrir þá sem þurfa aðstoð við að fá vinnu á almennum vinnu- markaði og er hún hluti af ráðgjafarþjónustu stofnunarinnar eins og áður er nefnt. Í ljósi þessarar áherslu tekur Vinnumálastofnun þátt í samstarfsverkefni með Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp undir heitinu „Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana“. Markmið verkefnisins er að stuðla að fjölgun starfstækifæra fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið fór af stað í október sl. og var í byrjun leitað til opinberra stofnana bæði hjá ríki og sveitarfélögum með kynningu á verkefn- inu og þeim möguleikum sem það felur í sér. Vinnumálastofnun opnaði sérstakt vefsvæði undir heiti verkefnisins þar sem atvinnurekendur geta skráð inn störf sem hentað gætu mark- hópnum. Átakinu verður fylgt eftir með frekari kynningu og aðgerðum á árinu 2015. Á árinu 2014 fékk Vinnumálastofnun aukið hlut- verk á svið starfsendurhæfingar þegar stofn- uninni var falið af velferðarráðuneytinu að efla samstarf við endurhæfingaraðila og hafa umsjón með fjármagni til starfsendurhæfingar. Fjármagninu verður varið í gerð þjónustusamn- inga við aðila á sviði endurhæfingar og má þar nefna sem dæmi Hringsjá, Hlutverkasetur, klúbbinn Geysi, klúbbinn Strók og endur- hæfingarhúsið Hver. Að auki verður fjármagninu varið í úrræði fyrir þátttakendur sem ekki eru tryggðir innan Atvinnuleysistryggingasjóðs. Þessi breyting á lögum um vinnu- markaðsaðgerðir var í anda þeirrar hugmyndafræði sem rutt hafði sér til rúms þar sem vaxandi áhersla var á réttinn til vinnu fremur en réttinn til örorku.

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.