SÍBS blaðið - 01.01.2001, Page 10
tdaðið
Oli Gurmarsson annaöist um Happdrætti SÍBS i 47 ár og á aöallega góöar
endurminningar frá því starfi:
Sleppti miöa og þá kom
milljónavinnirigurinn
í nærfellt hálfa öld hefur Óli Gunnarsson
starfaö fyrir SÍBS sem umboðsmaður happ-
drættisins á Kópaskeri. Nú hefur hann ákveðið
að hætta störfum og taka til við ný verkefni og
njóta efri áranna. Óli tók við happdrættis-
umboðinu fýrir 47 árum af Baldi Öxdal þegar
hann flutti suður.
„Eg var nú nýkominn úr Samvinnuskólanum og
hafði tekið við skrifstofustarfi hjá kaupfélaginu.
Ég var rétt tæp fimmtíu ár á skrifstofunni hjá
kaupfélaginu. Meðfram var ég með happdrættis-
umboð SÍBS og síðar bættist við Háskóla-
happdrættið," segir Óli Gunnarsson sem síðast
var fulltrúi kaupfélagsstjórans á Kópaskeri.
Óli Gunnarsson og kona hans Þórunn Guðrún
Pálsdóttir. Myndin er tekin á 75 ára afmæli Óla.
„Því er nú ver og miður að aldrei geröi ég
neinn aö milljónamæringi. Ég man eftir einu
tilfelli fyrir mörgurn árum að hingað kom hæsti
vinningur, en því miöur hafði sá sem átti
miðann hætt með hann um áramótin, miðinn
var óseldur, og enginn naut vinningsins. Þetta
var örfáum mánuðum eftir að maðurinn hætti
með miöann. Ég passaði mig á því að láta
hann aldrei vita af þessu, og ég held að hann
hafi aldrei frétt um þessa óheppni sína, hann
íýlgdist ekki meö númerinu sjálfur,“ segir Óli í
samtali við SÍBS-fréttir.
„Þetta starf við happdrættið var þægilegt fýrir
mig þar sem ég var skrifstofumaöur hjá
kaupfélaginu þar sem allir voru i reiknings-
viðskiptum, þess vegna vannst þetta létt fýrir
mig og kannski léttara en hjá mörgum öðrum
umboðsmönnum," sagði Óli. Hann segir að fólk
hafi verið afar tryggt með endurnýjun og ekki
hafi þurft að ganga eftir greiöslum.
„Ég átti alla tíð góð viðskipti við fram-
kvæmdastjóra happdrættisins og þeir sýndu
mér yfirleitt skilning og leyfðu mér aö hafa
gjaldfrest á þessu, þannig aö þetta var ekki svo
bundið daginn eða mánuöinn. Þetta var
ákaflega vinsælt hérna, menn fengu gjaldfrest
fram í miðjan maí,“ segir Óli. Hann segist
aldrei hafa tapað peningum á aö lána fólki.
Óli tók við umboðinu fýrir Vöruhappdrætti
SÍBS á þeim árum þegar berklar grasseruöu á
Islandi. „Ég fýlgist vel meö í gegnum mitt starf
og hafði mikla trú á starfl SÍBS. Það var ekki
um neina berklaveika að ræða í minni
fjölskyldu, en ég fýlgdist aftur á móti með
nokkrum nánum vinum sem urðu fýrir barðinu
á berklunum. Happdrættið naut ótvírætt mikils
góðvilja fólks fýrir þá hörðu baráttu sem háð
var gegn berklunum og fýrir endurhæfmgu
berklasjúkling'a. Sjálfur átti ég síðar eftir að
dvelja um tíma á Vífilsstöðum. Það var rétt
fýrir 1980 að ég fékk að dvelja þar i vikutíma
eftir lungnauppskurð á Landspítalanum. Það
var gott að vera á Vífilsstöðum og svo vel gert
við mann að maður rokfitnaði," segir Óli.
Óli er hress og nýtur þess að vera kominn á
eftirlaun. „Aldurinn er farinn að segja til sín.
Ég hef þaö bara rólegt og við búum hér tvö
hjónin. Við eigum átta börn og höfum nóg að
hugsa um. Einn sonur okkar er bóndi hér í
nágrenninu og þar er ég með annan fótinn
meðan heilsan leyfir," segir Óli.
Kona Óla er Þórunn Guðrún Pálsdóttir ættuð
frá Ólafsfirði og segir Óli aö hún hafi verið
hjálpleg við störfin fýrir happdrættið.
JBP
Óli segir aö Qöldi vinninga hafi auðvitað lent á
Kópaskeri og þeir hafi komið sér vel hjá
fólkinu þótt ekki væru það hæstu vinningar.
S0RPA
SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs