SÍBS blaðið - 01.01.2001, Side 12
Æviminningar
Flest SIBS-fólk kannast viö nafn Rannveigar
Löve þeirrar miklu baráttukonu. Hún er meðal
frumkvöðla SIBS, á að baki mikið starf og
starfar enn í þágu samtakanna. Rannveig hefur
nú sent frá sér bók, „Myndir úr hugskoti“ sem
hún hefur skrifað í samstarfi við son sinn Leó.
Bókin er æviminningar Rannveigar og
jafnframt saga baráttunnar við berklaveikina.
Eiginmaður hennar, Guömundur Löve, vann
alla tíð aö málefnum sjúkra og öryrkja og lyfti
Grettistaki á því sviði. Bókin er því merk
heimild um sögu SIBS. Myndin sýnir
Rannveigu daginn sem bókin kom út.
Önnur merk kona sem kynntist berklaveikinni
harkaleg'a af eigin raun er líka að gefa út sína
ævisögu um þessi jól. Það er sú ágæta
skáldkona Vilborg Dagbjartsdóttir og bókin
heitir „Mynd af konu.“
Fróðlegt verður að lesa bækur þeirra
Rannveigar og Vilborgar og mikils virði að fá
innsýn í líf og baráttu fólks við hvíta dauðann.
Við óskum þessum heiðurskonum hjartanlega
til hamingju með bækurnar.
H.F.
AGA Healthcare
Vinningshafar 2000
Áriö 2000 hefur á vissan hátt verið ár unga
fólksins hjá Happdrætti SÍBS. Milljónavinn-
ingar ársins hafa nefnilega oftast lent hjá ungu
fólki. Ungt barnafólk sem á miðana sína skráða
í versluninni Storkinum í Reykjavík hlaut þrjár
milljónir. Húnvetning'ur hlaut fjórar milljónir.
Ungt fólk á Vestfjörðum hlaut tvær milljónir.
Tveir ungir menn norður á Ströndum hlutu
milljón, sex milljónir lentu austur á land og
síðan aftur þrjár milljónir á svipaðar slóðir.
Borgfírðingur fékk eina milljón og viðskipta-
vinir aöalumboðs í Reykjavík voru líka heppnir
og voru meðal þeirra sem hrepptu milljóna
vinninga. Desembervinningurinn að verðmæti
fimm milljónir gekk ekki út og leggst því við
íýrsta vinning í janúar. Peug'eot-bílarnir fóru
eins og við höfum áður sagt frá í Kópavog, á
Suðurnes og norður í Húnavatnssýslu.
Lægri vinningar dreifðust síðan nokkuö jafnt
um allt land.
Vonandi hafa allir þessir vinningar komið aö
góðum notum. H.F.
Þá gat ég fermst!
Alltaf gleðjumst viö SÍBS fólk þegar við
fréttum af vinningum sem hafa fallið á réttan
stað á réttum tíma.
Um síöustu áramót hringdi ung kona í umboðið
í Suðurgötu 10 og keypti miða. Símadömunni
fannst röddin og nafnið kunnuglegt og spurði
hvort þetta væri hin eina sanna með þessu
nafni. Jú, þetta var hún, ung og mjög þekkt
íslensk söngkona. „Fjölskyldan átti alltaf miða í
umboði SÍBS sem var á Grettisgötunni. Mér er
svo minnisstætt að við fengum einu sinni mjög
góðan vinning á erfiðleikatímum. Vinningurinn
breytti miklu þvi þá g'at ég fermst."
H.F.
Ráöning myndagátu
Lausn myndagátunnar í síðasta blaði var:
Öflugir jarðskjálftar skóku sunnanvert
landið í sumar.
Dregiö var úr réttum lausnum og
eftirfarandi nöfn komu upp:
1. Jónína Sigurg'eirsdóttir, Furubyggð 28,
270 Mosfellsbær hlaut engil úr gulli
2. Kristrún Guönadóttir, Hólalandi 16, 755
Stöðvarfjörður vann spilaöskju
3. Soffía Jensdóttir, Goðheimum 2,
104 Reykjavik hlýtur líka spilaöskju i
verðlaun.
Við þökkum góða þátttöku og bendum á að
ný glíma hefst við myndagátuna í þessu blaði.