SÍBS blaðið - 01.01.2001, Síða 15

SÍBS blaðið - 01.01.2001, Síða 15
12 börnum, 7 drengjum og 5 stúlkum. Þess má geta aö á síðustu 9 árum hefur aöeins eitt barn veriö sent utan til aðgeröar vegna þrengsla i ósæð. Tafla II sýnir hvaða hjartaskurðaðgerðir voru framkvæmdar hjá nýburum á tímabilinu. Eitt barn í þessum hópi lést eftir að hafa gengist undir tvær aðgerðir. Þótt flest barnanna með ósæðarþrengsli hafi verið fárveik við greiningu hefur þeim öllum farnast vel eftir aðgerð. Hjá ijórum þeirra hafa þrengsli tekið sig upp aftur og hafa þrjú þeirra gengist undir víkkun á þrengslunum í hjartaþræöingu. Tafla I Tegundir og fjöldi aögerða í heild Tegundir aðgerða fjöldi aðgerða Op á milli gátta (atrial septal defect) 30 Ósæðarþrengsli (coarctation aortae) 14 Framhjáveita (shunt aðgerð) 12 Opin fósturæð (patent foramen ovale) 2 Æðahringur (vascular ring) 2 Op á milli slegla (ventricular septal defect) 2 Aðrar aðgerðir 17 Samtals 79 Tafla II Fjöldi og tegundir aögeröa hjá nýburum Ósæðarþrengsli (coarctation aortae) 12 Hjáveituaðgerð (shunt) 6 Opin fósturæð (patent ductus arteriosus) 2 Samtals 20 Þá hafa tvö börn gengist undir aðgerð þar sem gúll sem myndast hafði í þrengingunni eftir útvíkkun i þræðingu var fjarlægður. Árangur Af 75 börnum sem gengust undir hjarta- skurðaögerð náðu 74 fullri heilsu. Eitt barn lést eftir að hafa gengist undir tvær aðgerðir en í því tilviki var um að ræða mjög alvarlegan galla með litlar lífslíkur. Tveir sjúklingar fengu fýlgikvilla þar sem vökvi safnaðist fyrir í gollurshúsi sem gekk til baka eftir lyfjameðferð með þvagræsilyijum og sterum. Sjúklingurinn sem meginbláæð var flutt til í fékk síðkomna þrengingu í tengingu meginbláæðar inn í hjartað sem var lagfært i hjartaþræðingu. Kostnaður Hjartaskurðaðgerðir eru mjög kostnaðarsamar aögerðir og var sá þáttur tekinn með þegar ákveðið var aö framkvæma fleiri aðgeröir hér á landi. Kostaði hver aðgerð framkvæmd erlendis nálægt 2,5 milljónum króna (á núvirði) en samkvæmt okkar áætlunum yrði kostnaður viö hverja aðgerð hérlendis um 1,2 milljónir króna. Þannig myndi sparast um helmingur kostnaðar viö hverja aðgerö sem framkvæmd yrði hér heima. Með þetta að leiðarljósi ákvað heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir að veita fjármagni til Ríkisspítala þannig að af þessu gæti orðið. Frá árinu 1990 til dagsins í dag hafa 79 aðgerðir verið framkvæmdar hérlendis og er sparnaöurinn nálægt 95 milljónum króna á þessu tímabili. Þá er ekki tekið tillit til óbeins sparnaðar sem hlýst af því að halda peningunum innan okkar hagkerfis. Umfjöllun Við búum í litlu samfélagi og getum ekki framkvæmt allar hjartaskuröaögerðir á börnum hérlendis. Þurfum við því enn að reiða okkur á að geta sent nokkurn Ijölda barna á sjúkrahús erlendis til meðferðar. Það skiptir verulegu máli fyrir okkur að framkvæma það sem unnt er hér á landi. Það er erfiöara en orð fá lýst að vera meö veikt barn sitt á sjúkrahúsi erlendis, ijarri heimili og ástvinum og veröum við að leita allra ráða til að komast hjá því. Skiptir það okkur miklu að geta boöið skjólstæðingum okkar upp á þessa þjónustu hér heima. Þá er það ótaliö að fiutningur aðgerðanna heim veita atvinnu og sparar gjaldeyri. Er þá ótalinn mikilvægasti þáttur þessa máls, árangurinn. Hann er fyllilega sambærilegur við það sem gerist á bestu stöðum erlendis og megum viö vera stolt af því. Á hverju ári gangast 20-30 íslensk börn undir hjartaskurðaðgerðir og er nú rúmur helmingur aðgerðanna framkvæmdur hérlendis. Þannig höfum við náö þeim markmiðum sem viö settum okkur þegar ráðist var í að framkvæma hjarta- skurðaðgerðir á börnum hérlendis. Einnig er hugsanlegt að seinna meir verði unnt að fram- kvæma enn fleiri hjartaskurðaðgerðir á börnum hérlendis. Það mun framtíðin leiða í Ijós. AKUREYRI íslands

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.