SÍBS blaðið - 01.01.2001, Síða 19
11. deild Landssamtakanna. Ég vil segja að
þetta sé eitt mesta gæfuspor sem við höfum
stigið, því öll samvinna með stjórn og ekki síst
starfsmönnum LHS þeim Rúrik Kristjánssyni,
Asgeiri Þ. Arnasyni og fyrrverandi starfsmanni
Ingólfi Viktorssyni hefur verið með þvílíkum
fyrirmyndarskap að fátítt er. Allt þetta fólk
hefur reynst okkur mjög vel og höfum við
getað leitað ráða hjá þeim hvenær sem er, því
þetta er fólk sem hefur verið í baráttunni mun
lengur enn við. Og ekki hefur það versnað eftir
að LHS gekk í raöir SIBS þar höfum við einnig
getað leitað ráða og á nýr framkvæmdastjóri
SIBS heiður skilið fyrir alla samvinnu við
Neistann.
Sumarferðir
Við höfum farið í eina sumarferð á ári með
íjölskyldur okkar. Hafa þetta verið mjög svo
ánægjulegar ferðir og góð tilbreyting frá
hversdagslegu lífi og hugsunum um lang-
varandi veikindi. Fyrsta feröin sem við fórum
var að Skógum, eftir það höfum við farið í
Lundarreykjadal, að Laugarvatni, Steinstaðar-
skóla í Skagafírði og nú síðast fórum viö að
Dæli í V-Húnavatnssýslu. Öll aðstaða að Dæli
Haukur Þór.Guðlaugur Agnar og Valur Pálmi í
grænni brekku. Hvítserkur í baksýn.
var til fyrirmyndar og eru húsráðendur að Dæli
hið mesta sómafólk. Sum okkar gistu í tjöldum,
en einnig eru til staðar smáhýsi og sumarhús
sem þau hjónin leigja út. Flest okkar mættu á
svæöið á föstudagskvöldi en aðrir komu á
laugardagsmorgni. Einnig eru nokkrir sem ekki
geta verið að heiman með veik börn sín yfir
nótt sem komu í dagsferö. Á laugardeginum
fórum við Vatnsneshringinn. Við byrjuðum í
Borgarvirki en lítið sást niður vegna þoku, því
næst fórum við að Hvítserk og svo var endaö i
Qöruferð. Um kvöldið var svo slegið upp
grillhátið mikilli í boði Nettó, Vífilfells og Olis,
hafa þessi fyrirtæki stutt vel við bakið á okkur
og er þetta ekki fyrsta sumarferðin sem þau
bjóða uppá. Á sunnudeginum var krökkunum
boðið á hestbak og svo var farið í skoðunarferö
I Borgarvirki.
Dælir í V-Hún. Þar var bækistöð meðan grillveislan
var undirbúin.
að Kolugljúfri, en það er enn ein náttúruperlan
í Húnavatnssýslunni.
Kvörtun Neistans til
Umboösmanns Alþingis
í marsmánuöi 1997 sendi Björn Jónsson hrl.
fyrir hönd Neistans kvörtun til Umboðsmanns
Alþingis. Kvörtunin byggðist á misrétti
varöandi umönnunargreiðslur til foreldra
fatlaðra og langveikra barna. Umboðsmaður
Alþingis tók til greina kvörtun Neistans. Sýnir
þetta að við erum ekki bara að afla Qár og
veita foreldrum stuðning, heldur þurfum við að
fylgjast með löggjafarvaldinu og ýta við þeim
þegar á þarf að halda.
Heimasíða
Neistinn heldur úti heimasíðu á Internetinu, þar
er að finna margs konar upplýsingar og
fróðleik. Viö hvetjum ykkur að skoða síðuna
okkar en slóðin á hana er www.neistinn.is
Kæru SIBS félagar mig langar að lokum aö
óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á
komandi ári.
Valur Stefánsson
formaður Neistans.
49