SÍBS blaðið - 01.01.2001, Qupperneq 21

SÍBS blaðið - 01.01.2001, Qupperneq 21
SÍBShi aðgangur en þar sem okkur var snúið við i dyrunum sáum viö að heilmikið var um að vera kring um Daníel. Grænir sloppar og eftir því sem okkur sýndist hnífar á lofti. Hvað nú? Eftir því er virtist heil eilífð var okkur leyft aö sjá hann aftur. Það stóð ný slanga út úr brjóstinu á honum, annað lungað hafði falliö saman en nú hafði aftur tekist að ná stjórn á aðstæðum. Eftir þvi sem dagarnir liðu fækkaði slöngum og á áttunda degi losnaöi hann loks úr öndunar- vélinni. Þvílíkur sigur! Okkar litli maður var líka að spjara sig. Ég fékk að taka hann í fangið og leggja hann á brjóst. Það geröist ekkert, alls ekkert. Litla kraftaverkið okkar var búinn að gleyma meðfæddum sogviðbrögðum. Eins og það kann að virðast lítilfjörlegt samanboriö við allt annað var þetta gifurlegt áfall. Þetta var eitt af því fáa sem við höföum ekki verið undirbúin fyrir. Við áttum annars því láni aö fagna að hafa fengið gott veganesti aö heiman sem er mjög þakkarvert. í rólegheitum lærði Daníel aftur að sjúga og þegar hann var farinn að nærast sjálfur var kominn timi á heimferð. Dvölin í London hafði dregist aðeins á langinn en þeim mun glaðari vorum við að koma heim með litlu hetjuna okkar. Glöö og þakklát. Þakklát íýrir að hafa notið þeirra forréttinda - aö færustu læknar hafi sinnt Daniel. Þakklát fyrir að eiga Qölskyldu og vini sem hafa stutt dyggilega við bakiö á okkur. Og síðast en ekki síst þakklát fyrir að til sé sfyrktarfélag eins og Neistinn sem veitti fjárhagslegan stuðning á erfiðum tíma. í dag er Daníel hraustur og duglegur strákur. Hann er eins og hver annar litli bróðir sem má leika við, halda á og knúsa, líka þegar maöur er kvefaður. Jólaball hjartveikra barna Þann 3. desember s.l. hélt Neistinn jólaball fyrir hjartveik börn, systkini og foreldra þeirra. Byrjað var aö dansa í kringum jólatré við undirleik Péturs Bjarnasonar framkvæmdastjóra SÍBS en hann var strax til þjónustu reiðubúinn þegar leitaö var til hans. Margt var um manninn á jólaballinu og komu tæplega 80 manns og einnig kom þangað Stekkjastaur í öllu sínu veldi, bæði háum og lágum til mikillar ánægju, og auðvitað var pokinn hans fullur af góögæti til barnanna.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.