SÍBS blaðið - 01.01.2001, Page 22
j l ELS-hi a ð i ð ,
Erria S. Arnadóttir og Guöný Siguröardóttir:
INIeistirm til Firmlands
Helgina 10.-12. nóveniber sl. var Neistanum
boðið að senda 2 fulltrúa til Finnlands.
Astæðan var 25 ára afmæli finnska félagsins.
Landssamtök hjartasjúklinga og Neistinn
greiddu sitt fargjaldið hvort en gisting og
uppihald voru í boði Finnanna. Fyrir Neistann
fóru Erna S. Arnadóttir og Guðný Siguröar-
dóttir. Auk þeirra voru fulltrúar Norðmanna,
Svía, Dana, Belga og Eista.
Markmiðiö með ferðinni, fyrir utan að mæta á
afmælishátíöina, var m.a. að kynnast starfsemi
hinna Norðurlandanna og því hvernig félögin
standa að fjáröflun sinni.
Finnland, land hinna þúsund vatna.
Við lentum í Helsinki síödegis á föstudeg'i.
Fulltrúi Finnanna tók á móti okkur á
flugvellinum og ók okkur sem leið lá á hóteliö
í miðbæ Helsinki. Hún nýtti tímann vel og
spuröi okkur spjörunum úr um félagið og
starfsemi þess. Kom það þægilega á óvart að
finna áhugann sem hún sýndi Neistanum og
eins hvað hún þegar vissi um félagið.
Finnska félagiö hefur sína starfsemi í stóru,
fallegu húsi í Helsinki ásamt finnsku hjarta- og
lungnasamtökunum. Þar er góö aðstaða til aö
taka á móti stórum og smáum hópum. Um
hádegi á laugardeginum mættum við á
afmælishátíðina. Snæddum góðan hádegisverö
og hittum hina erlendu fulltrúana. Við höfðum
um klukkustund til aö spjalla saman yfir
kaffibolla. Svo var á brattann aö sækja. Við
tók þriggja klukkustunda dagskrá með
fyrirlestrum og gamanmáli, allt á finnsku. Má
réttilega segja aö ekki hafi veriö mikill
skilningur á innihaldi fundarins en við
reyndum að brosa og klappa á réttum stöðum.
Um kvöldið var öllum erlendu fulltrúunum
boðið til kvöldverðar á lappneskum
veitingastað. Yfir fiskisúpu og hreindýrakjöti
gátum við haldiö áfram að skiptast á
skoðunum. Aftur undruðumst við áhugann sem
Neistanum var sýndur og hvað allir voru
boðnir og búnir að hjálpa og gefa góö ráð. I
ljós kom að misvel er búið að félögunum. Sum,
eins og Norðmenn, Svíar og Finnar eru
ríkisstyrkt ásamt því að stunda fjáröflun. Danir
eru háðir fjárframlögum frá dönsku
hjartasamtökunum en um leið og þeir safna
einhverjum pening aukalega lækkar styrkurinn.
Við sáum að starfsemi félaganna litast mikið af
aöbúnaðinum heima fýrir. Hjá okkur er mikil
áhersla lögð á að styðja við og aðstoða
foreldra sem fara með börn sín í aðgerðir
erlendis. Finnarnir sjá um allar sínar aðgerðir
sjálfir og hafa því aðrar áhersiur. Eistarnir eru
svo með báðar hendur bundnar, aöstaða á
sjúkrahúsum er léleg og ekkert Qármagn til að
kosta börn í aðgerðir erlendis. Mikið hefur
gengiö á þeg'ar send hafa verið 1-2 börn á ári
til Finnlands til aö leita sér hjálpar.
Fram kom mikill áhugi að halda árlega
ráöstefnu Norðurlandanna á íslandi 2002.
Kostnaðurinn fyrir félagið er í sjálfur sér ekki
mikill, aöal vinnan liggur f skipulagningunni.
Tíminn leiðir i ljós hvað gert veröur í því.
Einnig var rætt um sumarbúðir sem haldnar
eru árlega. Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar
hafa skipst á um að bjóða til sin unglingum frá
hinum Norðurlöndunum. Okkur stendur til
boða aö senda unglinga héðan ef áhugi er fyrir
því.
Viö vorum sammála um að það er sannkölluð
vítamínsprauta að fá tækifæri til að hitta hópa
sem berjast fyrir sama málefninu og finna að
allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Styrktarfélagar
Ef þú lesandi góður vilt gerast styrktarfélagi í Neistanum og greiða árgjald til félagsins
hafðu þá endileg'a samband við okkur á skrifstofu LHS / Neistans í síma 561-5678 eða
sendið okkur tölvupóst á neistinn@neistinn.is
Stuðningur þinn er okkar von!
22