SÍBS blaðið - 01.01.2001, Side 25
^■ífiSdilaðið
Frá Landssamtökum
hjartasjúklinga
Starfsfólk Landssamtaka hjartasjúklinga sendir
ööru SÍBS fólki bestu nýárskveðjur.
Desembermánuöur er mikill annatími hjá LHS
því þá er verið aö senda og selja jólakort um
land allt. Jólakortasaian er vel skipulögö og
munu seljast 11-12 þúsund pakkar af jólakortum
að þessu sinni og færa samtökunum
umtalsverðar tekjur.
Velferð, málgagn LHS, kom út rétt fyrir jól og
er rétt að benda þeim á, sem ekki hafa séð
blaðið, að þar er að finna frásögn af mjög vel
heppnuðu framtaki Félags hjartasjúklinga á
Vesturlandi, en félagið bauð upp á
blóðþrýstings- og blóðfitumælingu á
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi og komu um 130
manns til að láta mæla sig og um 50 manns
sóttu fræðslufund, þar sem Þorkell
Guöbrandsson flutti skörulegt erindi um
lífshætti og hjartasjúkdóma.
Þá er athyglisverð frásögn af svörum þriggja
hjartalækna við spurningum hjartasjúklinga á
fundi á Hótel Sögu í september sl. Ef þið eigið
leið í Suðurgötu 10 þá biðjið um eintak af
blaðinu.
Á næsta ári verður hafist handa viö endurgerö
og endurprentun tveggja bæklinga, þ.e. Starf
og stefna LHS og Eru ljón í veginum? En
fyrsta upplag þess ágæta bæklings er á þrotum.
Þá hefur veriö ákveðið að gera nýjan bækling
sem mun fjalla um helstu hjartalyfin, kosti
þeirra og hugsanlegar hliöarverkanir.
Athugið með afslátt af lyfjaverði
Það er rétt að nota tækifærið til að benda
sjúklingum sem þurfa að kaupa umtalsverða
skammta af lyfjum að fara fram á afslátt í
apótekum, eða jafnvel biðja um tilboð í
lyfjaskammtinn ef hann er verulegur. Þetta
hafa nokkrir hjartasjúklingar gert meö góðum
árangri.
Nú fer fram allítarleg athugun á lyQaverði og
hver er hlutur sjúklinga í því. Þetta er allflókið
úrlausnarefni, en almennt talað þá hafa lyf
verið að lækka undanfarið og álagning lfka, en
um leið hefur Tryggingastofnun dregið úr
sínum framlögum þannig að sjúklingar hafa
þurft að greiða mun meira en áður og stundum
eru þessar hækkanir umtalsverðar eða frá 100%
til 270% á sl. fímm árum.
Væntanlega fær þetta mál frekari umfjöllun í
Velferð og SÍBS blaðinu á vordögum.
Umboðsmaður heilbrigðis- og
félagsmála
Sjötta þing LHS ítrekaði ályktun frá þinginu
þar áður aö skoða þörf á lagasetningu um
umboðsmann heilbrigöis- og félagsmála með
hliðsjón af reynslu Dana, Norðmanna og Svía i
þessum efnum. Fjölmörg vandamál hafa komið
upp gagnvart sjúklingum að undanförnu og er
mikið um aö erfitt sé fyrir þá að ná rétti sinum.
Því er biýnt að sjúklingar eigi sér öflugan
aðila, sem kynnir sér mál þeirra og bendi á
leiðir til úrbóta, segir í ályktuninni.
í lokin er fróðlegt að rifja upp að 9 íslendingar
hafa fengið nýtt hjarta, sá fýrsti árið 1988.
Fjórir af þessum níu fengu bæði hjarta og
lungu. Þrír íslendingar hafa fengiö ígrædd
lungu ein og sér.
' Uiðteiningar til i,
hIART/
legu,, (raeðondJ
baAl.ngo' V'J
yiljo óðtan ÞJ
Landssamtök hjartasjúklinga hafa leitast við að
fræða félagsmenn sina um hinar ýmsu hliðar
hjartasjúkdóma og endurhæfingu. Á skrifstofu
samtakanna eru bæklingarnir sem sjást hér aö
ofan, ennfremur bæklingurinn
Hjartasjúkdómar-varnir, lækning,
endurhæfmg. Þá eigum við vandað myndband
um hjartaaðgeröir og afstöðu sjúklinga til
þeirra og er hægt að fá myndbandið keypt eða
lánað. Ný heimasíða LHS er á lokastigi og er
slóöin www.lhs.is.
S.J.
PrICEWATeRHOUs^COPERS