SÍBS blaðið - 01.01.2001, Síða 29
aoi
Bundinn viö
hjólastól en tók
samt lögfræöipróf
Annar maður sem hefur dvalið lengi á
Vifilsstöðum er Skúli Jensson,
lögfræðingur, en hann hefur verið bundinn
við hjólastól og sjúkrarúm frá 15 ára aldri.
Hann hefur dvaliö á Vífilsstöðum frá 1952
og m.a. veriö umboðsmaður Happdrættis
SÍBS þar, sá um símsvörun og hafði
umsjón meða bókasafni Vífilsstaða auk
þess að vera með bóksölu. Hann vann það
afrek að taka embættispróf í lögfræði árið
1949. Skúli hefur tekið saman heimildir um
fyrri tíma á Vífilsstöðum og hann hefur
verið stórvirkur þýðandi. Hann sagði um
þetta starf í viðtali sem birtist i
happdrættisaukablaði meö Morgunblaöinu
1998: „Lengi vel þýddi ég svona átta
bækur á ári, en undanfarið hafa þær ekki
verið nema ein til tvær. Þetta eru helst
bækur sem krefjast ekki mikillar listfengi
við þýöingar. Mitt hlutverk er bara að
koma þeim á gott íslenskt mál þannig að
söguþráðurinn komist til skila án þess að
hugsa sérstaklega um stíl.“
Gott aö vita
Árið 1928 námu útgjöld ríkisins vegna
berklavarna 7,5% af heildarútgjöldum
ríkisins og hélst sú tala nokkuð svipuð
næstu árin. En þó óx fjöldi berklasjúklinga
stöðugt og um það bil fimmti hver
landsmaður, sem lést á árunum 1925-1932
varð berklaveikinni að bráð. Árið 1935 var
sjúkrarúmafjöldi fyrir berklasjúklinga á
heilsuhælum og sjúkrahúsum 420 rúm og
veitti ekki af.
Sérstakur berklayfirlæknir, Sigurður
Sigurðsson, var ráðinn af Alþingi áriö
1935 og tók hann málin föstum tökum og
skipulagði margvíslega leitar- og
eftirlitsstarfsemi sem brátt bar mikinn
árangur.
(Heimild: SÍBS bókin).
Þessi fallega vatnslitamynd er eftir Eirík Smith og var
gjöf frá SIBS á 90 ára afmæli Vífilsstaðaspítala.
Gott aö vita
Hjúkrunarfélagiö Líkn kom á fót
berklavarnarstöð í Reykjavík og var hún
fyrsti vísirinn að skipulögðum
berklavörnum meðal almennings utan
sjúkrahúsa.
Hælið á Kristnesi tók til starfa 1927 og
var fyrst fyrir 6o sjúklinga en eftir
stækkun fyrir 72 sjúklinga.
Hringurinn í Reykjavík byggði árið 1926
hressingarhæli fyrir berklasjúklinga í
Kópavogi og var þar rúm fyrir 24
vistmenn.
Reykjahæli í Ölfusi tók til starfa 1931 og
var eiginlega forveri Reykjalundar þvf
þar átti að koma upp sem fjölþættustum
störfum fyrir berklasjúklinga í afturbata,
en þeir draumar rættust ekki.
Vígsla Vinnuheimilisins að Reykjalundi
fór fram 1. febrúar 1945.
Upphaflega var rúm fyrir 80 sjúklinga á
Vifilsstöðum, en hælið var stækkað og
sjúkrarúmum fjölgað, svo að lengi voru
þar á annað hundrað sjúklingar og
jafnvel yfir 200 þegar flest var.
(Heimild: SÍBS bókin).