Femina - 01.11.1946, Qupperneq 3

Femina - 01.11.1946, Qupperneq 3
f /. árgangur. - 6. tdlublaS - \órembcr 1916 tlm shólalíf I SSanclaríh/unutn o. fl. Viðtal við Valborgu Sigurðardottur, forstöðukonu uppeldisskola Surnargjafar. Ég heimsótti nýlega ungfrú Valborgu Sigurðardóttur í Tjarnarborg, en þar er uppeldisskóli Sumargjafar til húsa. Þar var mér vísað inn í lila, en bjarta og vist- lega kennslustofu. — Þetta er nú okkar stofa, segir Val- borg. — Hér fer fram bókleg kennsla á morgnana. Við skólann eru sex kennarar auk mín. Við kennum stúlkunum uppeldis- og sálarfræði, meðferð ungbarna, líkams- og heilsufræði, næringarefnafræði og ís- lenzku, auk þess handíðir, söng og leik- fimi, en þær námsgreinar eru kenndar eft- ir hádegi. — Hvað eru margar stúlkur á þessu námskeiði? — 8. — Þær fara síðan á verklegt nám- skeið í febrúar, og þá hefst nýtt bóklegt námskeið, sem enn er opið til umsóknar. — Þátttaka er heimil öllum stúlkum, sem hafa gagnfræða- eða héraðsskólapróf, og eru eldri en 18 ára. —- Og skólagjaldið? — Það er ekkert. Aftur á móti fá þær kaup þann tíma sem þær eru á verklega námskeiðinu, en þá vinna þær í Tjarnar- borg og Suðurborg. •— Námstíminn er tvö ár. — Jæja. Annars Var nú aðalerindið að biðja þig að segja eitthvað frá skólalífi i Bandaríkjunum og veru þinni þar. — Já, ýmislegt væri nú hægt að segja, í góðu tómi. — Ég var við nám í Banda- ríkjunum í fjógur ár, fyrsta árið við Minni- sotaháskólann, hin þrjú við Smith College í Massaschusetts-fylki. — í Minnisota var ég eitt sinn spurð að því í römmustu al- vöru, hvort við hvítu mennirnir á íslandi umgengjumst nokkuð Eskimóana! — Sú, sem spurði, vildi auðvitað ekki móðga mig með því að spyrja, hvort ég væri Eski- mói. Annars var fólk yfirleitt ákaflega fáfrótt um Island og íslendinga, eins og sjá má af þessu. — Hvernig líkaði þér á Smith College? Er það ekki einn af stærstu háskólum Bandaríkjanna? — Jú, og einn sá elzti og frægasti. Hann var stofnaður 1871, minnir mig. Þetta er kvennaháskóli og voru nemendur um tvö þúsund, þegar ég var þar. — Það var saga til næsta bæjar, þegar piltur nokk- ur byrjaði að sækja tíma hjá okkur. Slíkt hafði aldrei komið fyrir áður í sögu skól- ans. Strák greyið var myndaður frá öll- um hliðum og myndirnar birtar í blöðun- um ásamt þessari merkisfrétt. — Annars var hann nemandi við piltaháskóla þarna í grenndinni, en fékk að sækja tíma í spönsku og fleiri málum hjá okkur. Voru fleiri útlendingar í skólanum? -— Já, a. m. k. ein dönsk stúlka. Á frið- artímum hafa oft verið þarna stúlkur frá flestum löndum heims. — Og þarna voru líka stúlkur úr öllum fylkjum Bandaríkj- anna. Þú mátt gjarna geta þess líka, að svertingjastúlkur fengu að stunda nám við skólann jafnhliða hinum og þó er þetta einkaskóli. Annars er negrum víða bann- aður aðgangur að háskólum, einkum þó í Suðurríkjunum. — Fyrsta árið sem ég var á skólanum, var t. d. ein múlatta- stúlka í stúdentaráði. — Skólalíf er þarna skemmtilegt og mikið gert til þess að nemendur kynnist og tengist vináttubönd- um. -— Systrafélögin svonefndu, sem eru ,,klíku‘'-félög innan margra háskóla í Bandaríkjunum, eru bönnuð við Smith Coll., og er það sennilega til mikilla bóta fyrir skólalífið. — Þetta er auðvitað heimavistarskóli? — Já, nemendur búa á „Görðum“ sem eru byggðir á víð og dreif, um skólalóð- ina. — Þar er fyrirkomulag ekki ósvipað og á Görðum hér, nema livað þessir eru miklu fleiri. Mörg þessara húsa eru göm- ul, en önnur eru aftur á móti nýbyggð og búin öllum nýtízku þægindum. — Kennsla fer fram í mörgum húsum, og eru vanalega skyldar námsgreinar kennd- ar í sama húsi; svo að þú sérð, að þetta er í rauninni heilt þorp. -— Á miðri skóla- lóðinni er stór grasvöllur — the campus —. Þar eru haldnar útihátíðir og þar ganga nemendur um í frítímum. — Þarna hafa náttúrlega oft verið haldnar skemmtanir. — Já, vanalega eru mikil hátíðahöld, þegar nemendur útskrifast. Ég var nú því miður úti á miðju Aalantshafi, þegar ’ meistaraprófsskírteinin voru afhent þ. 17. Framh. á bls. 14. ÉEMINA 3

x

Femina

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.