Femina - 01.11.1946, Page 10

Femina - 01.11.1946, Page 10
42 Juanita fimmtán árum. Juanitu var þar að engu getið, nokkur hundruð dollarar var allt, sem hún erfði. Hjarðsetrið, búpeningurinn og annað, sem því fylgdi í vor ánafnað einu eftirlifandi systur senorunnar, henni ríku senoru Kastelago frá Mexikóborg. Juanitu var einungis leyft að dvelja á hjarðsetrinu, þar til hún væri búin að koma sér fyrir annars staðar. Hjarðsetrið var til sölu. Sumt af vinnufólkinu var þegar farið burt, hitt átti að dvelja um tíma og annast um búið, þar til nýr eigandi tæki við því. „En þér“, sagði Kent undrandi; „voruð þér ekki — var ekki senora móðir yðar?“ „Ég hélt það alltaf — auðvitað", svaraði Juanita dauf- lega. „En það var ekki þannig. Lola og Lolita segjast muna, þegar ég var flutt hingað, ekki tveggja vikna gömul, frá San Francisco sennilega. Þær hafa alltaf vitað, að ég var ekki dóttir hennar“. „En hver eruð þér þá?“ spurði Kent og brosti hughreyst- andi. „Á, það er nú svo“, svaraði hún, „ég veit það ekki“. „Þér meinið, að engin bréf eða skjöl séu til, ekkert, sem geti upplýst það, eða hvað?“ „Ekkert. Nema“, bætti hún við eftir litla þögn, „að það er maður, sem veit eitthvað og ég verð að finna. Mamma — ég mun alltaf kalla hana það, — talaði um hann síðasta kvöldið. En hún var að-fram komin og gat ekki gert sig vel skiljanlega. Henni fannst hún hafa sagt mér frá honum, fór svo að tala um eitthvað annað og svaf

x

Femina

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.