Femina - 01.11.1946, Síða 13

Femina - 01.11.1946, Síða 13
Kathleen Norris 45 „Ástæðan fyrir því, að ég vek athygli yðar á þessu, er sú, að ég veit allt um það“, svaraði Kent. „Ég veit, hver setti þessa auglýsingu í blaðið, og ég held“, bætti hann við ofur- lítið ákafur, „að þetta sé einmitt starf fyrir yður; það er að segja, ef þér eruð viss um spænskuna. Það er fyrir ollu“. „Spænskuna?“ sagði Juanita undrandi. „Það er mitt móðurmál!“ „Þér gætuð aldrei leikið á frú Chatterton“, hélt Kent áfram eins og við sjálfan sig. „Hver er frú Chatterton?“ spurði Juanita. „Frú Chatterton er afar fögur kona, gift núverandi hús- bónda mínum“, svaraði Kent, „og einkaritari hennar heit- ir ungfrú Russell. Hún setti þessa auglýsingu í blaðið, því hún vildi endilega hætta starfinu, enda kann hún ekki spænsku, og á því hefur alltaf strandað; það er nóg af gömlum kerlingaskrukkum, sem kunna spænsku, og prýði- legum, ungum stúlkum, sem geta verið ágætir einkaritarar. Þetta virðist bara aldrei fara saman hjá neinum kven- manni“. „En gæti ég leyst hin störfin af hendi?“ spurði Juanita áhygg.iufuI1- „Ef þér getið leyst spænskukennsluna af hendi, er allt gott. Frú Chatterton er ákveðin í því að læra hana á fimm mánuð um, og hún vill æfa sig að tala hana í tvo tíma á dag“. „En getur nokkur lært spænsku á fimm mánuðum?“ spurði Juanita vantrúuð. jJ-Iún getur það“, sagði Kent sannfærandi. „Þér þekkið hana ekki“.

x

Femina

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.