Femina - 01.11.1946, Qupperneq 14

Femina - 01.11.1946, Qupperneq 14
46 Juanita ,,Er hún svona gáfuð?“ spurði stúlkan forvitnislega. „Eg held það sé engum vafa undirorpið", svaraði hann hugsandi. „Er hún ung?“ spurði stúlkan, áður en hún sjálf vissi af. „Þrjátu og fimm — þrjátíu og átta, ef til vill“, svaraði hann. „Og falleg?“ sagði hún. „Á því er að minnsta kosti enginn vafi“, svaraði Kent. „Hún er yndisleg! Þér hafið heyrt getið um gamla mann- inn, Chatterton blaðaútgefanda; hún er seinni konan hans, sú fyrri dó, og með henni eignaðist hann son, Billy, sem nú er í Berkedeyháskóla. Frúin er mörgum árum yngri en maður hennar“. „Og hana vantar einkaritara?" sagði Juanita. „Hún hefur haft Önnu Russell í fimm ár, og hún er ágæt, en nú ætlar hún að giftast, og þær hafa verið í vand- ræðum með að fá aðra í hennar stað. Nú er svo mál með vexti, að Chatterton gamli vonast hálft í hvoru eftir að fá embætti við sendiráð okkar á Spáni, og hann mundi verða afar hreykinn af slíkri upphefð. Þess vegna er frúin svona áköf í að fá spænsku-einkaritara. Þér efizt ekki um spænskukunnáttu yðar?“, sagði hann að lokum. „Það er það eina, sem ég efast ekki um“, svaraði Juan- ita blátt áfram. „Þá sé ég ekkert í veginum!“ sagði Kent ánægður, eins og þetta væri afgert mál. „Og þetta er prýðileg atvinna". „Viljið þér minnast á þetta við ungfrú Russel?“ spurði Juanita.

x

Femina

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.