Lystræninginn - 01.11.1979, Qupperneq 20

Lystræninginn - 01.11.1979, Qupperneq 20
r Sigurður Jón Olafsson HUGLEIÐING UM KVIKMYNDAGERÐ Á ÍSLANDI íslensk kvikmyndagerð hefur verið nokkuð til um- fjöllunar í fjölmiðlum í sumar og haust. Allt í einu eru blikur á lofti í þessum efnum; nokkrir kvikmyndagerð- armenn hafa tekið til hendinni og ákveðið að gera stórvirki í þágu þessarar listgreinar. Það sem hefur valdið þessari skyndilegu bjartsýni er auðvitað fyrst og fremst nýstofnaður kvikmyndasjóður, sem veitt var úr í fyrsta sinn í vor. Upphæðin var síður en svo rausnarleg, aðeins 30 millj. kr., ogþað sem hver ogeinn hefurfengið í sinn hlut er aðeins brot af heildarkostnaðinum, dugir varla fyrir hráefninu, hvaðþá launakostnaði, úrvinnslu efnisins o.s.frv. Menn hafa þá gripið til þess ráðs að leita á náðir bankastjóra um lán, í þeirri von, að tugir þúsunda Islendinga flykkist á bíósýningarnar til að skoða undrið á hvíta tjaldinu, svo að unnt verði að end- urgreiða þessi lán. Vissulega er of snemmt að spá um árangurinn, enda á hann eftir að koma í ljós, svo fremi að ekki verði búið að hneppa kvikmyndagerðarmenn í skuldafangelsi. Sú spurning hlýtur því óhjákvæmilega að vakna, hvort kvikmyndagerðarmenn hafi ekki færst of mikið í fang, hvort ekki gæti full mikillar bjartsýni að ætla sér að gera þrjár leiknar myndir í fullri lengd á þessu fyrsta starfsári kvikmyndasjóðsins. Um þetta má sjálfsagt deila og það er undir höfundum myndanna sjálfra komið, hvort taka eigi áhættuna eða ekki. Einnig verður að gæta að því, að enn hefur kvik- myndasjóðnum ekki verið tryggður traustur fjár- hagslegur grundvöllur. Samkvæmt núgildandi lög- um, þá skal ákveða upphæð hans á fjárlögum hverju sinni. Það er því undir hælinn lagt, eða öllu heldur komið undir geðþóttaákvörðun stjórnmálavitringa hverju sinni, hve miklu skal varið affjárlögum ríkisins í þennan sjóð - eða í versta falli hvort leggja beri fé í sjóð- inn. Kvikmyndagerðarmenn hafa krafist þess, að inn- lend kvikmyndagerð njóti skatts af seldum aðgöngu- miðum bíóhúsanna, en þar sem alþingi er svifasein stofnun má allt eins búast við, að nokkur ár líði þar til slík samþykkt verði gerð. Á meðan er sjálfsagt að halda kröfugerðinni á lofti og vona það besta. Island hefur næstum algera sérstöðu miðað við aðrar menningarþjóðir, hvað varðar þróun kvikmyndagerð- ar. Reglan hefur verið sú, að kvikmyndamenning hefur skapast löngu áður en sjónvarp kom til sögunnar. Hjá okkur er þessu þveröfugt farið. Sjónvarp verður til áður en hægt er að segja með góðri samvisku, að íslensk kvik- myndagerð hafi slitið barnsskónum eða náð að festa rætur. Eiginlega var sjónvarp sett á laggirnar af illri nauðsyn. Ameríski herinn hafði um nokkurt skeið ein- okunaraðstöðu hér á landi hvað varðar útsendingar sjónvarpsefnis og aronistar og aðrir aðdáendur nató- soldátanna höfðu þegar fest kaup á þessu undratæki og horfðu hugfangnir á boðskap vesturheimskrar menn- ingar. Það var þá sem ýmsir vaiinkunnir þjóðhollir ein- staklingar risu upp gegn ósóma þessum og kröfðust þess, að hann yrði einungis til sýnis innan heilagrar girðingar verndarsvæðisins á Miðnesheiði. Stjórnvöld létu undan kröfum þessum og tóku þá ákvörðun að hér yrði eingöngu íslenskt þjóðlegt sjón- varp. En nú var úr vöndu að ráða. Þjóðleg kvikmyndagerð var ekki fyrir hendi - alla vega mjög vanmáttug. Fáir kunnu til verka á þessu sviði og þeir höfðu svo sem ekki hlotið neina hvatningu af hálfu þess opinbera; þar kom einungis til óslökkvandi áhugi þeirra á kvikmyndum og kvikmyndagerð. En hugðist þá sjónvarpið koma til liðs við þá einstakl- inga, sem gengið höfðu á kvikmyndaskóla erlendis, og bjóða þeim verkefni? Nei, því var ekki að heilsa. For- ráðamenn sjónvarpsins og yfirmenn menntamála hér á landi höfðu ekki áhuga á að styðja við bakið á útlærð- um kvikmyndagerðarmönnum eða gefa þeim tækifæri til að sanna (eða afsanna) hæfileika sína. I besta falli hafði sjónvarpið aðeins áhuga á að færa sér vissa tækni- kunnáttu þeirra í nyt. Annað ekki. Og ef sumir þessara lærðu manna dirfðust að fetta fingur út í starf- semi sjónvarpsins eða gagnrýna það á einn eða annan hátt, þá voru þeir bókstaflega sendir út í kuldann. Sjónvarpið var því frá upphafi engin lyftistöng ís- lenskrar kvikmyndagerðar og hafði engan áhuga á að efla hana eða styrkja. Hafi það einhvern tíma verið til- gangurinn, þá eru það einvörðungu falleg orð á gljáandi pappír. Þessi afstaða hlutleysisstofnunarinnarhefurlítiðsem ekkert breyst þann rúma áratug sem hún hefur verið við lýði. Þó hefur það komið fyrir upp á síðkastið, að sjón- varpið hefur gefið fáeinum einstaklingum, sem lokið hafa prófi í kvikmyndaskóla eða verið við nám erlendis, tækifæri á að spreyta sig á einstökum verkefnum. En skilyrðið hefur verið, að sjónvarpið hafi yfirumsjón með verkinu. Kvikmyndagerðarmenn hafa reynt að fá að- stoð hjá sjónvarpinu við gerð einstakra mynda, enda ráða þeir ekki yfir ótakmörkuðu íjármagni né nægjan- legri tækni. í slíku tilfelli hefur sjónvarpið reynt að ota sínum tota og snúið dæminu þannig við, að það hefur sjálft krafist þess að fá að hafa úrslitavaldið um með- ferð efnisins og úrvinnslu þess. Sú varð raunin á, þegar gera átti myndina um Snorra Sturluson. Þeim kvikmyndagerðarmönnum, sem standa vildu á eigin fótum, lærðist það fljótlega, að ekki þýddi að treysta á stuðning ríkisfjölmiðilsins. Og síst tók betra við, þegar leita átti hófanna hjá háttvirtum stjórnvöld- 20

x

Lystræninginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.