Lystræninginn - 01.11.1979, Síða 33

Lystræninginn - 01.11.1979, Síða 33
. . . en mín sjálfsvirðing þyldi ekki þannig . . . þannig nótt. ÁSTA: En það ... það er ekki hægt að neyða okkur til að . . . að . . . ELLA: Ef það þyrfti að nauðga okkur . . . ég myndi lifa það af. Mikill bjáni ertu ... búin að vera gift í fleiri ár, átt krakka ... skilurðu þetta ekki... Þegar þú reið- ist, segirðu ýmislegt í bræði . . . þú missir stjórn á þér andlega. Þegar búið er að sýna þér svona myndir og allir í kringum þig eru ... eru til í allt... þá missirðu stjórn á þér, líkamlega. Þögti. ÁSTA: Drottinn minn . . . auðvitað. Þögn. ÁSTA: Hvað eigum við að gera? ELLA: Eg veit það ekki... ég er ekki viss um að það sé hægt að þagga niður í henni . . . ÁSTA: En ef við borgum henni? ELLA: Hvar í veröldinni ættum við að fá peninga? Þögn. ÁSTA: Ég sé enga leið. Við verðum bara að vona að hún detti niður stigann og drepi sig. ELLA: Þú segir nokkuð . . . við höfum stigann . . . ÁSTA: Ella, ertu vitlaus . . . það getum við ekki gert . . . ELLA: Bíddu róleg... ég er að hugsa... það er okkar eina leið . . . beint niður stigann ... ég held að það geti ekki mistekist . . . stiginn er þannig . . . ÁSTA: í Guðs bænum, Ella . . . ELLA: Uss, hún er að koma. Þögn. SÚ NÝFLUTTA: (álengdar) Ég var aðeins að laga til, ef þið kæmuð yfir á eftir. (er komin ) Sjáðu, hérna eru myndirnar. Já, taktu þær bara, ég á fleiri. Þær eru góðar, þessi í miðið er mjög skýr, líttu á. ELLA: Ég hef ekki áhuga. SÚ NÝFLUTTA: Það gæti verið að einhver annar hefði áhuga . . . ÁSTA: Eru þær til sölu hjá þér? SÚ NÝFLUTTA: Nei. Þögn. SÚ NÝFLUTTA: Fyrsti fundurinn verður þá um næstu helgi. ELLA: Þú reiknar greinilega með okkur fjórum. Hvaða tangarhald hefurðu á karlmönnunum? SÚ NÝFLUTTA: Ég hef stúderað dálítið ykkar menn, þeir eru ekki líklegir til að valda vandræðum. Þið eruð boðin til mín um helgina ... það nægir þeim. Svo tek ég við, þegar þeir eru komnir, það verða engin vandræði með þá. ÁSTA: Jú. Þú þekkir ekki manninn hennar Ellu . . . hann tæki aldrei þátt í svona löguðu . . . SÚ NÝFLUTTA: Hefur honum boðist það fyrr? ÁSTA: Nei, en . . . SÚ NÝFLUTTA: Engar áhyggjur. Ég sé þá persónu- lega um manninn hennar Ellu. ÁSTA: En hvernig? SÚ NÝFLUTTA: (hlcer) Ég kann ýmislegt, þið vitið ekki hvað margt er hægt að læra um þessi mál, kvenfólk almennt kann ekki neitt, og veit ekki neitt. Þið eigið eftir að læra ýmislegt. ELLA: Ég hef komist ágætlega af, hingað til, án þess að taka aukatíma í ástum. ÁSTA: Þú hlýtur að heyra að við . . . við höfum ekki áhuga ... (biðjandi) gætirðu ekki selt okkur myndirnar . . . og filmurnar? Þögn. ÁSTA: Settu upp það sem þú vilt, og við reynum að útvega það. SÚ NÝFLUTTA: Ég hélt að þið ættuð enga pen . . . Já, þannig ætlarðu að hafa það... þú ætlar að biðja við- haldið þitt um peninga. Ég ætti kannski að ræða ofur- lítið við þann mann. ÁSTA: Nei, það máttu ekki . . . Ella . . . ELLA: Róleg . . . róleg, hvað ætti hún að segja hon- um . . . Padda . . . SÚ NÝFLUTTA: Mér dytti eitthvað í hug. ÁSTA: Þú vogar þér ekki . . . þú lætur hann í friði. Þögn. ÁSTA: Hvað myndirðu segja við hann? SÚ NÝFLUTTA: Ég veit það ekki . . . eitthvað trú- legt . . . eitthvað sem hann gæti ekki spurt þig um, og sem hann gæti ekki komist að, hvort væri satt eða logið. ÁSTA: Hann myndi ekki trúa þér. SÚ NÝFLUTTA: Getur verið . . . en samt. . . og þó . . . hver veit? Þögn. ÁSTA: Ella, við skulum heimsækja hana um helgina. Þögn. ÁSTA: (aum) Ég vil ekki að hún tali við hann. Hún myndi eyðileggja allt. Við gátum ekki varað okkur á henni, hvernig á hann þá að gera það? Mér stendur alls ekki á sama um hann, Ella, eitthvað verðum við að gera . . . ELLA: Já. ÁSTA: Við getum að minnsta kosti farið einu sinni... SÚ NÝFLUTTA: Þeir sem koma einu sinni, koma aftur. En hvað um það, þá er það ákveðið. Þá skulum við koma yfir til mín. ELLA: Endilega, það skulum við gera. ÁSTA: Til hvers? SÚ NÝFLUTTA: Við erum saman í klúbb, og nú höldum við ráðstefnu heima hjá mér. ELLA: Uppi eða niðri? SÚ NÝFLUTTA: Alveg sama, eins og þið viljið. ÁSTA: Verðum við að gera það núna? SÚ NÝFLUTTA: Já, við verðum að undirbúa skemmtunina. Ég þarf að skrifa hjá mér hvað þeir vilja helst drekka, og hvað þið viljið drekka. (hlœr) Og svo þarf ég að kynnast ykkur betur. Eigum við þá að labba? ELLA: Já, það er líklega best. Farðu bara á undan, ég ætla að skáka stólnum inn fyrir, ef það skyldi rigna. SÚ NÝFLUTTA: Ágætt . . . þið komið þá . . . (skó- hljóð) ELLA: (hrópar) Ójá, við komum með þér alla leið ... upp . . . stigann . . . ÁSTA: (hvíslar) Ætlarðu núna ... þorirðu ... eins og slys . . . ELLA: Okkur býðst ekki betra tækifæri... enginn er heima hjá mér, þér eða henni . . . þá eru stólarnir komnir inn . . . Tilbúin? Þá leggjum við af stað. Tjaldið 33

x

Lystræninginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.