Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 16.–18. febrúar 20162 Fréttir S jónvarpsþáttaröðin Ófærð nýtur fádæma vinsælda og framleiðendur dreymir um að framhald líti dagsins ljós. Verkefnið er á frumstigi og snýst aðallega um að leggja línurn­ ar varðandi söguþráð. „Allur brans­ inn mun græða á velgengni Ófærð­ ar,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson, framkvæmdastjóri RVK Studios og aðalframleiðandi sjónvarpseríunn­ ar Ófærðar ásamt Baltasar Kormáki. Næsta verkefni verða sjónvarpsþætt­ ir sem byggjast á atburðum í skugga Kötlugoss og verður verkefni af svip­ aðri stærðargráðu og Ófærð. Vinsældir erlendis Sýningar á Ófærð hófust nýlega í Bretlandi og Frakklandi þar sem sjónvarpsstöðvarnar BBC og France 2 gera þáttaröðinni hátt undir höfði með því að sýna hana á góðum tíma í dagskrá sinni. Ófærð hefur svo sannarlega staðið undir því trausti því gagnrýnendur hafa ausið þættina lofi og áhorfstölur sýna að þátturinn er að falla vel í kramið hjá almenn­ ingi. „Það sem er sérstakt er að þessar stóru sjónvarpsstöðvar keyptu rétt­ inn að þáttunum á handritsstigi og eru þar með titlaðir sem meðfram­ leiðendur. Það er algengara að slík­ ir þættir séu keyptir á síðari stigum, þegar hægt er að taka ákvörðun út frá fullunninni vöru. Eftir að þess­ ar sjónvarpsstöðvar sjá síðan út­ komuna þá er tekin ákvörðun um að treysta þessum þáttum til þess að standa undir þessu góða plássi í dag­ skránni,“ segir Magnús Viðar. Gjörbreytt landslag vestra Bandaríkjamarkaður er handan við hornið og þar í landi hefur Wein­ stein Company keypt dreifingarrétt­ inn. „Það liggur ekki alveg fyrir hvar þættirnir verða sýndir í Bandaríkj­ unum en það koma nokkrir aðilar til greina. Þetta áhorf og þessi gagn­ rýni sem þættirnir eru að fá á þess­ um stóru evrópsku mörkuðum mun hjálpa til við það,“ segir Magnús Við­ ar. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi tekið skandinavískum sjón­ varpsþáttum vel. „Aðrir þættir hafa rutt fyrir okkur brautina og Amerík­ aninn er orðinn opnari fyrir því að horfa á sjónvarpsefni með texta. Áður fyrr var erfitt að komast inn á þennan markað en Netflix, HBO og þessar kapalsjónvarpsstöðvar hafa gjörbreytt landslaginu.“ Staðist allar gæðakröfur Að sögn Magnúsar Viðars er fram­ leiðsla Ófærðar ígildi þess að gera fimm kvikmyndir í fullri lengd og því sé mikil þekking og kunnátta að skapast hérlendis varðandi slíka framleiðslu. Tökurnar hafi verið afar umfangsmiklar en mikil vinna sé fólgin í eftirvinnslunni og ekki sér fyrir endann á henni. „Þegar þessar stóru sjónvarpsstöðvar spyrja hvort þættirnir geti verið tilbúnir á tiltekn­ um tíma þá segir maður einfaldlega já,“ segir Magnús Viðar og hlær. Um þrjátíu manns hafi komið að þeirri vinnu og hópurinn sé að leggja loka­ hönd á þýsku útgáfu þáttanna sem verður skilað fljótlega. „Við erum að senda þættina stundum á síðustu stundu en allt hefur gengið upp. Það er sérstakt fyrirtæki sem sér um að gæðaprufa sjónvarpsefni sem þetta og við höfum staðist allar þær kröf­ ur, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Magnús Viðar. Mikil áhætta Ófærð er stærsta sjónvarpsverk­ efni sem íslenskir aðilar hafa ráðist í og er heildarkostnaður verkefnis­ ins um einn milljarður króna. Í ljósi góðs gengis er því rétt að spyrja hvort framleiðendur komi til með að hagn­ ast á verkefninu. „Það er góð spurn­ ing en enn sem komið er þá verð ég að segja að það komi í ljós. Við fjár­ mögnum verkefnið og leggjum fram eigið framlag. Tekjurnar skila sér ekki fyrr en allt efnið hefur verið af­ hent og því verður maður ekki róleg­ ur fyrr en síðasti ramminn er kominn úr húsi,“ segir Magnús Viðar og verst því fimlega að gefa upp frekari upp­ lýsingar um fjármálin. Ófærð 2 á teikniborðinu Hann viðurkennir þó fúslega að fjölmargar dyr hafi opnast í kjöl­ far Ófærðar og spennandi verk­ efni eru í bígerð. „Við erum byrjað­ ir að vinna að næsta stóra verkefni sem heitir „Katla“ og fjallar um af­ leiðingar þess ef Katla fer að gjósa. Það er verkefni sem við erum byrj­ aðir með í fjármögnun og verður af svipaðri stærðargráðu og Ófærð. Það er mikill áhugi erlendis frá á því verk­ efni. Einnig komum við að verkefni með Stöð 2 og Jóni Gnarr sem heitir „Borgarstjórinn“,“ segir Magnús Við­ ar. Stóri draumurinn sé hins vegar að framleiða Ófærð 2. „Við erum farin að hugsa söguþráðinn hérna innan­ húss en að öðru leyti er það verkefni algjörlega á frumstigi,“ segir Magnús Viðar. n Önnur þáttaröð Ófærðar á frumstigi n Byrjað að leggja drög að söguþræði n Næsta stóra verkefni tengist Kötlugosi „Mér leið ekki vel. Ég var kominn á síma- fund eftir þrettán sekúndur,“ segir Magnús Viðar og hlær þegar blaðamaður innir hann um viðbrögð hans við því að rangt atriði fór í loftið í tengslum við alræmda þyrluferð í sjötta þætti Ófærðar. „Að öllu gamni slepptu þá var rosalega leiðinlegt að þessi handvömm skyldi eiga sér stað hjá Ríkisút- varpinu. Aðdragandinn var langur en áður höfðum við sent RÚV ókláraðan þátt til þess að þeir gætu skoðað hann. Við vorum mjög seinir að senda þeim lokaútgáfuna og svo fer að það gleymist að skipta þættinum út í útsendingarkerfi þeirra.“ Hann segir leiðinlegt að svona hafi farið en það sé líklega til marks um þá athygli sem þjóðin veiti þáttunum að þetta tiltekna atriði verði að blaðamáli. „Ég hef framleitt 15 leiknar seríur og 400 klukkustundir af öðru sjónvarpsefni. Ég hef aldrei nokkurn tímann vitað til þess að eitt atriði fái svona mikil viðbrögð,“ segir Magnús Viðar. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Ófærð Vonir standa til að unnendur þáttaraðarinnar geti fylgst með fleiri ævintýrum lögregluþjónsins Andra og undirsáta hans. „Mér leið ekki vel“ Magnús Viðar Sigurðsson Framkvæmdastjóri RVK Studios er himinlifandi með viðtökurnar á Ófærð. Sýknaðir af kröfum Björgólfs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Róbert Wessman og Árna Harðarson – auk Salt Investment – af skaðabótakröfu Björgólfs Thors Björgólfssonar gegn þeim. Björgólfur sakaði þá um að hafa fært 4 milljónir evra af reikningi Actavis yfir á reikning Salt Invest­ ments í heimildarleysi. Með því hefðu þeir valdið Björgólfi tjóni sem nam 2 milljónum evra. Í yfirlýsingu segja þeir Árni og Róbert dóminn bera það með sér að um algjörlega tilhæfu­ lausa málshöfðun hafi verið að ræða, eins og þeir hafi raunar alltaf haldið fram. Þeir benda á að áður hafi sérstakur sak­ sóknari og rík­ issaksóknari vís­ að málinu frá sér á mjög afgerandi hátt. „Í dómnum kemur fram að með hliðsjón af gögnum málsins og vitnisburði þyki sýnt að ekki séu uppfyllt grundvallarskilyrði almennu skaðabótareglunnar um saknæmi og ólögmæti Árna sem hafi haft fullt umboð til þeirra ráðstafana sem málið nær til og það hafi verið öllum sem mál­ ið varða kunnugt og enginn hafi dregið það í efa. Að því er varðar Róbert séu engin gögn í málinu eða framburðir vitna sem styðji að Róbert hafi komið að ákvörðun þeirri sem um ræðir með sak­ næmum eða ólögmætum hætti.“ Björgólfur var dæmdur til að greiða Árna og Róberti 1,6 millj­ ónir króna í málskostnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.