Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 12
12 Fréttir Vikublað 16.–18. febrúar 2016 Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Ferðamennirnir vega þyngst Ferðaþjónusta hærra hlutfall þjóðarframleiðslu hér en á hinum Norðurlöndunum F ólki fjölgar hvað mest á höf- uðborgarsvæðinu ef mið- að er við önnur Norðurlönd, en höfuðborgarsvæðið á Ís- landi er með þriðju mestu hlutfallslegu fólksfjölgunina á öll- um Norðurlöndunum á árunum 1995 til 2015, eða 35 prósent. Aðeins í Stavanger í Noregi og Oulu í Finn- landi hefur fjölgunin verið meiri hlutfallslega. Þetta kemur fram í skýrslu Nordregio, stofnunar Nor- rænu ráðherranefndarinnar á sviði landnotkunar. Þrátt fyrir það eru Stór-Óslóar- svæðið, Stór-Kaupmannahafnar- svæðið, Stokkhólmur og Stór- Helsinkisvæðið eftirsóttustu staðir Norðurlandanna og búa öll yfir mik- illi samkeppnishæfni auk þess sem þau laða að sér fjármagn og mannauð. Frábrugðin Reyndar er Ísland frábrugðið öðr- um Norðurlöndunum í mörgum þáttum, meðal annars hvað varðar fólksflutninga, orkunotkun og ferða- mennsku. Hvað varðar fólksflutninga, þá er það breytilegt hversu margir flytja til og frá landinu, og hefur verið frá ár- inu 1960 en tölurnar eru stöðugri á hinum Norðurlöndunum. Sé horft til fólksflutninga innan Norðurland- anna flytja mun færri til Íslands og Finnlands en hinna landanna, 25% þeirra sem flytja til Finnlands eru af öðru þjóðerni en aðeins 14% þeirra sem flytja til Íslands. Þetta má til dæmis setja í sam- hengi við framboð af atvinnu og námi. Bæði Íslendingar og Finnar kunna að kjósa að fara til Noregs, Svíþjóðar eða Danmerkur til náms sem dæmi má nefna frekar en öfugt. Suðurnesin blómstra Sjö sveitarfélög á Norðurlöndunum glíma við hvað mestan vanda nei- kvæðrar íbúaþróunar. Fljótsdals- hreppur og Breiðdalshreppur eru á meðal þeirra sveitarfélaga. Fólks- fækkun þar er um 1,5 prósent á ári. Í Kjósarhreppi var fólksfjölgun hins vegar umtalsvert mikil – þar jókst íbúafjöldi um 3 prósent. Þá er, sem áður sagði, höfuð- borgarsvæðið á Íslandi með þriðju hlutfallslegu fólksfjölgunina á öllum Norðurlöndunum. Höfuðborgar- svæðið og Suðurnesin komast á blað þegar kemur að svæðum sem hafi góða möguleika varðandi íbúaþró- un og eru yfir meðallagi þegar kem- ur að framtíðarmöguleikum efna- hags og vinnumarkaðar. Suðurnesin eru í átjánda sæti, en höfuðborgar- svæðið í því tíunda. Framtíðarsýn annarra íslenskra svæða hefur hrak- að, á meðan að Suðurnesin bæta stöðu sína. Þetta er áhugavert í ljósi þess að staða Reykjanesbæjar hef- ur verið afar erfið á undanförnum árum og mánuðum. Gráðug á orku Íslendingar hafa aukið orkunotkun sína á sama tíma og önnur Norð- urlönd hafa dregið úr henni. Þetta skýrist meðal annars af því að íslensk orka er að mestu fengin frá jarð- varma og öðrum endurnýtanlegum orkugjöfum, en lítil áhersla hefur verið lögð á að draga úr slíkri orku- notkun. Þá er hér á landi orkufrekur iðnaður, þótt Ísland noti grænustu orku allra Norðurlandanna. Mikil áhrif ferðamanna Ljóst er að ferðaþjónusta, og aukinn fjöldi ferðamanna, hefur haft mikil áhrif hérlendis á síðustu fimm árum. Sem dæmi má nefna að atvinnu- þátttaka á Íslandi er vel yfir meðal- tali Norðurlandanna, sem skýrist að einhverju leyti af ferðaþjónustunni. Fjöldi gistinátta hefur vaxið á tímabilinu 2008–2014 um 15 pró- sent, en hvergi á Norðurlöndunum hefur fjöldi ferðamanna aukist jafn- mikið og hérlendis. Hlutfall alþjóðlegra ferðamanna er almennt hærra á Íslandi, saman- borið við hin Norðurlöndin, en Dan- mörk er þó sá staður sem ferðamenn heimsækja helst. Mesta meðalaukn- ing ferðamanna var 176 prósent á Suðurnesjum, en aukning er yfir 100 prósent í öllum landshlutum. Þá erum við einnig yfir meðal- tali OECD-ríkjanna þegar kemur að hlutfalli ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu, sem var 7,4 pró- sent árið 2013 hérlendis. Hlutfall ferðaþjónustunnar á öðrum Norð- urlöndum er í kringum 1–2,5 pró- sent á sama tímabili. Það er því ekki annað að sjá en að þrátt fyrir þær áskoranir sem ferðaþjónustan stóð frammi fyrir vegna efnahagshrunsins og gossins í Eyjafjallajökli árið 2010 að hún vaxi og dafni að mati skýrsluhöf- unda. Þeir telja Íslandi til tekna ímyndarherferðina, Inspired by Iceland, og segja að eldgosið hafi raunar komið Íslandi á kortið að einhverju leyti, vegna umfjöllunar um gosið. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Í blóma Samkvæmt Nordregio eiga Suðurnesin allt að vinna, þrátt fyrir erfiða stöðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.