Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 16.–18. febrúar 2016 Glæsilegur bíll með miklum aukabúnaði! M.BENZ C 220 BLUETEC AVANTGARDE Nýskráður 10/2014, ekinn 9 Þ.km, dísel 170hö, sjálfskiptur 7 gíra. Bakkmyndavél, lyklalaust aðgengi og start, Íslenskt leiðsögukerfi, krómpakki, öryggispakki , LED ljósapakki, inrétting- arpakki, rafmagnsopnun/-lokun á skottloki, USB, bluetooth og aux tengi og fleiri aukahlutir. Verð 7.990.000. OKKAR BESTA VERÐ 6.990.000 kr. Raðnr. 254705 á www.BILO.is S í m i: 567 4 8 4 0 • Fu n a h ö fð i 1 • 110 R v k . • bilo@bilo. is • w w w. b i l o. i s ÚRVAL FÆÐUBÓTAREFNA Glæsibæ & Holtagörðum Netverslun: www.sportlif.is Sterkustu brennslu- töflur í Evrópu Krefst svara um úrgang og vöktun kísilversins n United Silicon hefur ekki skilað inn áætlun um vöktun á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar U nited Silicon má ekki hefja kísilframleiðslu í Helguvík í vor þar sem fyrirtækið hef- ur ekki skilað inn áætlun um vöktun á umhverfisáhrif- um verksmiðju þess. Óvíst er hvern- ig framleiðsluúrgangi kísilmálm- verksmiðjunnar verður ráðstafað og Umhverfisstofnun gagnrýnir að ekki hafi verið unnið úr sýnum sem tek- in voru í haust í jarðvegi, tjörnum og gróðri við lóð fyrirtækisins. Þá hafa forsvarsmenn United Sil- icon ekki lagt fram mæliáætlun, sem lýsir því hvernig fylgst verður með mengun fyrirtækisins, sem því ber samkvæmt starfsleyfi að skila inn sex mánuðum fyrir gangsetningu verk- smiðjunnar. Vantar gögn Umhverfisstofnun birti í síðasta mánuði nýja eftirlitsskýrslu um verk- smiðju United Silicon. Í henni er bent á að seinkun á skilum mæliáætlunar- innar sé frávik frá starfsleyfi fyrirtæk- isins. Forsvarsmenn þess hafi þar að auki ekki svarað því hvar geymslu- svæði fyrir úrgang verksmiðjunnar, eins og gróft kísilryk og kvars, verð- ur staðsett né hvernig honum verður ráðstafað. Vöktun United Silicon á loftgæð- um í umhverfi verksmiðjunnar, sem nú rís í Helguvík, var ekki hafin þegar skýrslan var skrifuð. Samkvæmt upp- lýsingum frá Umhverfisstofnun hafa starfsmenn fyrirtækisins nú komið upp loftgæðamælum en engar niður- stöður borist stofnuninni. Því er ljóst að bakgrunnsrannsóknir á loftgæð- um í umhverfi verksmiðjunnar ná ekki lenga aftur en til fyrstu mánaða þessa árs. Þá hefur ekki verið unnið úr sýnum sem tekin voru í jarðvegi, tjörnum og gróðri í Helguvík síðasta haust. Ekki liggur heldur fyrir samþykkt áætlun fyrir vöktun umhverfisþátta í umhverfi verksmiðjunnar. Þá áætl- un á United Silicon að leggja fram tólf mánuðum áður en kísilframleiðslan hefst. Samkvæmt upplýsingum DV hefur Umhverfisstofnun ítrekað reynt, án árangurs, að fá United Sil- icon og tvö önnur fyrirtæki sem stefna að stóriðjuframkvæmdum í Helguvík, Thorsil og Norðurál, til að samþykkja sameiginlega áætlun um umhverfis- vöktun. Í þeim mælingum verður fylgst með loftgæðum, úrkomu, veð- urfari, mengun í vatni, gróðri, jarð- vegi og jarðvatni. Tífalt meira kadmíum United Silicon vill ræsa fyrsta ljós- bogaofn verksmiðjunnar í Helguvík í maí næstkomandi. Þar ætlar fyrir- tækið að framleiða hrákísil, kísilryk og kísilgjall. Það hefur óskað eftir því að breytingar verði gerðar á núgild- andi starfsleyfi þannig að fyrirtæk- inu verði heimilt að reka fjóra ofna en ekki tvo og losa meira magn þung- málmsins kadmíums en áður var gert ráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun vill fyrirtækið losa tífalt meira magn kadmíums en starfsleyfið frá júlí 2014 hljóðar upp á. Fjárfesting vegna fyrsta áfanga verksmiðjunnar nemur um tólf millj- örðum króna. United hefur áform um að reka stærsta kísilver í heimi og þarf til þess að flytja inn og starfrækja þrjá aðra ofna til viðbótar á næstu tíu árum. Sver spána af sér DV fjallaði í desember síðastliðn- um um bréf sem Julie Ramhøj Meisner, aðstoðarforstjóri dönsku verkfræðistofunnar COWI, sendi Skipulagsstofnun í febrúar 2015. Í bréfinu neitar fyrirtækið að hafa unnið útreikninga um loftmengun kísilmálmverksmiðju United Silicon, þvert á fullyrðingar íslenska fyrir- tækisins. COWI fór fram á að nafn og merki danska fyrirtækisins yrðu fjar- lægð úr minnisblaði United Silicon um loftdreifiútreikninga verksmiðj- unnar. Skipulagsstofnun féllst á það en dregur niðurstöðurnar ekki í efa. Skipulagsstofnun tók minnisblaðið í kjölfarið út af síðunni og setti í þess stað aðra útgáfu af því sem innihélt ekki nafn COWI. Skjalið sem nú er aðgengilegt á vef stofnunarinnar er að öðru leyti nákvæmlega eins, með sömu niðurstöðum, og er enn dagsett 14. febrúar 2013. Magnús Garðarsson, stjórnarmað- ur og einn eigenda United Silicon og fyrrverandi starfsmaður COWI, full- yrti í samtali við DV að útreikningarn- ir komi frá COWI. Niðurstöður þeirra sýna dreifingu helstu mengunarefna sem koma til með að myndast við kísilframleiðsluna. Samkvæmt þeim á styrkur efnanna, eins og brenni- steinsdíoxíðs og nituroxíðs, að vera undir leyfilegum mörkum. Daginn eftir að starfsmenn Skipulagsstofnun- ar fengu bréf COWI barst þeim skýrsla frá danska ráðgjafarfyrirtækinu Force Technology. Sú skýrsla innihélt með- al annars sannprófanir á útreikning- um United Silicon frá 2013 og var unnin að beiðni íslenska fyrirtækis- ins. Samkvæmt henni eru útreikn- ingarnir í minnisblaðinu byggðir á réttum forsendum og fela í sér allar nauðsynlegar breytur. Ekki náðist í Magnús eða Helga Þórhallsson, forstjóra United Silicon, til að fá viðbrögð þeirra við eftirlits- skýrslu Umhverfisstofnunar. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Hluthafi Magnús Garðarsson, til hægri, stjórnarmaður og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Helguvík Framleiðsla United Silicon á að hefjast í maí en eigendur fyrirtækisins stefna að stærstu kísilmálmverksmiðju í heimi. Mynd SiGTryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.