Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 23
Vikublað 16.–18. febrúar 2016 Menning 23 Nasistar á Vestfjörðum arí og talsverða stéttaskiptingu sem samt gat þrifist í svo litlum bæ. Þannig verður sagan mýflugu- mynd af mannlegu samfélagi. Gát- an er ekki endilega leyst að lokum, en það er rannsóknin sjálf sem hér skiptir máli. Þótt stríðsárin á Íslandi séu vissulega vel dokúmenteruð er endalaust hægt að finna meira efni um örlög einstaklinga á þess- um afdrifaríku tímum og því vel til fundið að fjalla um tímabilið á meðan enn er hægt að tala við þá sem þá lifðu. En það er synd að nokkrar staðreyndavillur skuli draga annars ágæta heimilda- mynd niður, því auðvelt hefði ver- ið að laga þær. Röng útgáfa af gagnrýninni birtist á DV.is þann 12. febrúar. Beðist er velvirðingar á því. n Flækt í stríðið Myndin segir frá áhugaverðri sögu vestfirskrar fjölskyldu sem flæktist inn í njósnastríð stór- veldanna í seinni heimsstyrjöldinni. FramtíðiN er í austur hlutirnir gerðust. Þau hafi því verið sjálfstæð, hvatvís og dugleg að sækja um að fá að koma fram, þótt þau séu ekki enn komin með sterkt bakland eða sambönd í bransanum. East of my Youth spilar á einni stærstu tónlistarbransahátíð heims, South-by-Southwest (SXSW) í Austin, Texas, í mars. Yfirleitt komast bönd þar að í gegnum útgáfur eða styrktar- aðila, en hljómsveitin er ein örfárra af 9.000 böndum, sem sóttu um að spila í ár, sem var valin til þátttöku. Þær segja að þetta herbragð hafi því virkað vel fyrir bandið hingað til, en þau eigi það þó til að fara fram úr sjálfum sér og brenna sig örlítið í leiðinni. „Þegar við spiluðum í beinni á KEXP á Airwaves í fyrra áttum við ekki nóg efni til að fylla dagskrána. Við þurftum að semja lag í vikunni fyrir hátíðina, svo við vorum í rauninni að spila hálfklárað demó sem við höfð- um bara æft einu sinni fyrir framan mörg þúsund manns. Það er náttúr- lega sturlun,“ segir Herdís. „Enda kom það bara út eins og það kom út ... Það kom kannski ágætlega út miðað við allt saman, en það var margt sem við komumst að þegar við stóðum á sviðinu,“ segir Thelma. „Það var til dæmis ágætt að komast að því að ég get verið mjög fölsk ef ég heyri ekki nógu vel í mér,“ segir hún og hlær. „Ég held samt að til lengri tíma litið vinni þetta viðhorf frekar með okkur en á móti,“ bætir hún við. Ballöður og rafrænir hljóðheimar Sveitin hefur að stórum hluta ver- ið staðsett á milli landa en stefnir á að sameinast á einum stað á næst- unni. Planið er að flytja sig í austur og búa til bækistöðvar á æskuslóðun- um í Berlín, en þar hefur Herdís ver- ið búsett að undanförnu og starfað í hljóðveri Jóhanns Jóhannssonar kvik- myndatónskálds. Í þessu mekka raftónlistarinnar er stefnt á að klára plötu, en Herdís seg- ir þó aldrei að vita nema plöturnar verði tvær ólíkar stuttskífur frekar en ein löng en klofin breiðskífa. „Það eru nefnilega tvær hliðar á okkur, það er þessi akústíska og melódíska þar sem við semjum lög með því að setjast við píanóið ...“ „Eiginlega ballöður,“ skýtur Thelma inn í. „Já, og svo er það hin hliðin þar sem við erum að búa til stóra rafræna hljóðheima. Þar er aðalmálið hljóðin sem við erum að finna, taka upp og búa til. Í þessu upptökuferli erum við að læra svo mikið, bæði á hvor aðra og hvað við viljum gera. Svo hljóðið okk- ar er að mótast mjög mikið á þessari plötu,“ segir Herdís. „Það er að gerast mjög náttúrulega hjá okkur að við erum að móta svo- lítið „cinematískan“ hljóðheim,“ seg- ir Thelma. „Þetta eru mjög stórar út- setningar, kannski gæti Sinfó koverað þetta,“ bætir Herdís við og hlær. „Á sama tíma viljum við móta sterka sjónræna framkomu. Við höf- um alltaf unnið með sjónrænt efni á tónleikunum og ég myndi eiginlega vilja hafa hverja tónleika sem stóra „cinematíska“ leiksýningu,“ segir Thelma. East of my Youth spilar á Són- ar Reykjavík, föstudaginn 19. febrúar klukkan 20.40. n Úr listheiminum n Kvikmyndaleg raftónlist og poppballöður „Ég hef aldrei samið jafn mik- ið á ævinni og þetta eina ár sem ég var í lögfræðinni n Á næstu dögum hefjast í Nor- egi tökur á kvikmynd sem gerð er eftir Snjókarlinum, spennu- bókinni þekktu eftir Jo Nes- bø. Hinn heimsfrægi Michael Fassbend- er verður í hlutverki lögreglu- mannsins Harry Hole og leikstjóri er Tomas Al- fredson, sem þekktastur er fyrir myndina Tinker Tailor Soldi- er Spy. Meðal annarra leikara er Sofia Helin, sem sjónvarpsáhorf- endur þekkja sem Sögu í Brúnni. Áætlað er að myndin verði frum- sýnd í október 2017. n Tónskáldið Jóhann Jóhannsson hefur skrifað undir samning við þýska útgáfufyrirtækið Deutsche Grammaphon, en fyrirtækið er eitt það virtasta í útgáfu klassískr- ar og samtímatónlistar. Fyrirtæk- ið mun gefa út næstu sólóplötu Jóhanns, en það verður sú fyrsta í sex ár. n Sjöunda hljóðversplata popp- stjörnunnar Kanye West kom út á sunnudag. Plat- an, sem nefn- ist The Life og Pablo, var spil- uð í heild sinni þegar ný fatalína frá West var frumsýnd á tísku- vikunni í New York fyrir helgi. Platan hefur fengið frekar góða dóma, Pitchfork gefur henni til að mynda 9 af 10 og New York Times gefur henni 8, en The Gu- ardian aðeins þrjár stjörnur af fimm mögulegum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.