Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 16.–18. febrúar 20164 Fréttir 10 ára gamalt nammi Börn sem fóru á bæjarstjórnar­ skrifstofuna á Seyðisfirði á ösku­ dag urðu fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að sum þeirra höfðu sælgæti sem rann út fyrir tæpum tíu árum. Seyðisfjarðarkaupstaður hafði keypt sælgætið af heildsölu­ fyrirtækinu Íslensk dreifing. Aust­ urfrétt greinir frá, en Seyðis­ fjarðarkaupstaður baðst afsökunar á þessu á vef sínum fyrir helgi. Bæjarskrifstofunni bárust þrír pakkar af litríku og fallegu nammi og datt starfsmönnum ekki í hug að skoða dagsetn­ ingarnar. Það var svo foreldri sem hafði samband, en í ljós kom að sælgætið var framleitt árið 2004 og rann út árið 2007. „Eins og glöggir tóku eftir / hafa tekið eftir þá var börnunum gefið löngu útrunnið sælgæti á bæjar­ skrifstofunni í gær, öskudag. Ekki er ástæðan svona mikill niður­ skurður hjá bænum, heldur vöru­ skiptin sem áttu sér stað. Starfsfólk bæjarskrifstofunnar biðst innilega afsökunar á þessu, en tilkynnir um leið að skv. upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti getur þetta ekki valdið neinum skaða,“ segir í frétt á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hafþór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Íslenskr­ ar dreifingar, vildi lítið tjá sig um málið þegar Austurfrétt náði tali af honum. „Það er búið að ræða þetta, það þarf ekki að ræða þetta neitt frekar.“ Ekki liggur því ljóst fyrir hvernig mistökin urðu. Hann var upptekinn þegar DV reyndi að ná tali af honum á mánudag. T íu sóttu um stöðu skólameist­ ara Borgarholtsskóla en um­ sóknarfrestur rann út 2. febrúar síðastliðinn. Á meðal umsækj­ enda um stöðuna er Ársæll Guð­ mundsson, fyrrverandi skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, en hann hef­ ur undanfarin misseri verið verkefna­ ráðinn í menntamálaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið ann­ ast ráðningu í stöðuna að undan­ genginni umsögn skólanefndar. DV spurði menntamálaráðuneytið hvernig staðið yrði að ráðningu í stöðuna, í ljósi þess að á meðal um­ sækjenda er starfsmaður stofnunar­ innar. Ingibjörg Ólafsdóttir, ritari ráðuneytisstjóra, svaraði því til að verið væri að „vinna að því að búa til ráðningarferli vegna ráðningar skólameistara Borgarholtsskóla og í því verður gætt að vanhæfisreglum stjórnsýslulaga“. Menntamálaráðuneytið hefur síðastliðið ár ráðið skólameistara í Kvennaskólann, Framhaldsskólann á Laugum, VMA, Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og Fjölbrauta­ skóla Snæfellinga. Því hefur DV spurt hvort ekki sé til staðlað ráðningarferli fyrir skólameistara í framhaldsskólum, hvort ráðið verði með öðrum hætti en venjulega í stöðu skólameistara Borgarholtsskóla og hvort tengsl Ársæls við stofnunina ráði þá breyttu sniði. Loks spyr DV hvenær fyrir liggi með hvaða hætti verði ráðið í stöðuna. Við þessum spurningum hafa ekki fengist svör úr ráðuneytinu síðan á miðvikudag. Umsækjendur eru auk Ársæls; Anton Már Gylfason, Ari Halldórsson, Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, Bjargey Gígja Gísladóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Ingi Bogi Bogason, Jón Eggert Bragason, Magnús Ingólfsson og Markús G. Sveinbjarnarson. Skipað verður í stöðuna til fimm ára, frá 1. apríl næstkomandi. baldur@dv.is n Umsækjandi úr ráðuneytinu n Tíu sóttu um stöðu skólameistara Borgarholtsskóla n DV spyr um ráðningarferlið Illugi Gunnarsson Ráðherra tekur lokaákvörðun. Taldi sig örugga Eldri kona var á meðal ferða­ manna sem alda felldi í Reyn­ isfjöru í byrjun mánaðarins. Samkvæmt leiðsögumanni, sem varð vitni að óhappinu, náði ald­ an óvænt lengra en fólk gerði ráð fyrir og sópaði fótum undan nokkrum sem stóðu á ströndinni. „Þetta gerðist mjög hratt. Fólk­ ið taldi sig vera í öruggri fjarlægð en svo kemur stór alda sem fellur á stuðlabergið og í trekt. Við það skaust hún 50 metra lengra upp á land. Þeir voru ekki nógu fljótir að hlaupa í burtu fengu ölduna því á sig,“ segir Stefán Helgi Vals­ son leiðsögumaður, sem var á staðnum. Stefán segist ekki þekkja eldri konuna þar sem hún var ekki hluti af hans hópi. Þrír ferðamenn voru með Stefáni en enginn þeirra lenti í óhappi í Reynisfjöru. Að sögn Stefáns slasaðist enginn en nokkrir urðu blautir. „Hefði þessi kona staðið svona 20 metrum nær sjónum þá er ekki ólíklegt að hún hefði sogast út.“ Í síðustu viku varð banaslys í Reynisfjöru, þegar ferðamaður fékk öldu yfir sig og sogaðist út á haf. Stefán er þaulreyndur leiðsögumaður, með yfir 20 ára reynslu. Hann segir að þennan dag, 1 febrúar síðastliðinn, hafi verið mikið brim. Hann segir að ekki sé þó hægt að kenna aðstæðum um. „Núna eru bara svo margir á ströndinni.“ U ndanfarið hefur talsvert bor­ ið á fregnum af endurnýjun skipa hjá útgerðum og tals­ verð aukning hefur orðið á nýsmíði skipa. Þvert á það sem ætla mætti þá eru þó blendnar til­ finningar meðal sjómanna þegar þau tíðindi berast að nýtt skip sé væntan­ legt. Ástæðan er ákvæði í kjarasamn­ ingi Sjómannasambands Íslands og útgerðarmanna frá árinu 2001 þar sem kveðið er á um að í sjö ár eft­ ir að skip er fyrst tekið í notkun skuli skiptaprósenta áhafnarinnar vera 10 prósentum lægri en samnings­ ákvæði veiðigreina kveða á um. For­ maður Sjómannasambands Íslands segir að hvorki honum né sjómönn­ um þyki þetta eðlilegt en útvegsmenn séu ekki til viðræðna um að fella þetta umdeilda ákvæði út. Sjómenn eru nú að hefja sitt sjötta ár með lausan kjarasamning og gætu aðgerðir verið í kortunum á næstunni. Úr vasa sjómanna „Að hluta til má segja að sjómenn séu að fjármagna ný skip útgerðanna úr eigin vasa. Þetta er 10 prósenta lækk­ un á launum fyrstu sjö árin,“ segir Valmundur Valmundsson, formað­ ur Sjómannasambands Íslands, um ákvæðið sem aftur er komið í um­ ræðuna hjá sjómönnum vegna áður­ nefndrar aukningar á nýjum skipum undanfarið. En hvernig fékkst þetta umdeilda ákvæði í gegn og finnst sjó­ mönnum þetta eðlilegt? „Nei. Þeim finnst þetta ekki eðli­ legt og ekki mér heldur. En þetta fór í gegn sem hluti af kjaradómi sem settur var á sjómenn árið 2001,“ seg­ ir Valmundur en útgerðarmenn hafi barist fyrir því að fá þetta nýsmíða­ álag inn á sínum tíma. „Fáránleg“ rök Valmundur segir að rökin fyrir þessu ákvæði á sínum tíma hafi verið að með nýjum skipum myndu afköstin aukast. „Þá gætu menn haft hærra kaup en það yrði samt lækkað og menn yrðu jafnstæðir. Sem er auð­ vitað fáránlegt því það er kvóti. Það eru ekki afköst sem skipta máli held­ ur kvótinn sem viðkomandi útgerð á sem ræður laununum.“ Valmundur segir að sjómenn njóti aðeins góðs af þessum auknu afköst­ um ef það er til nóg af kvóta. „Og hægt að róa alltaf. Þá má segja það, en þetta er jafnvitlaust fyrir því. Fyrir utan að útgerðin er að skila gígantísk­ um hagnaði og það er ekki þörf fyrir þetta lengur, að okkar mati. Á þess­ um árum frá 2001 og fram að hruni, tala nú ekki um árin 2005–2007, þegar dollarinn var kominn í 60­kallinn, þá skilaði þetta engu og útgerðin var að reka sig með tapi. En núna, þegar út­ gerðin skilar hagnaði upp á tugi millj­ arða á ári, þá sjá sjómenn ekki hvers vegna þetta ákvæði er inni. Við erum búnir að krefjast þess að það verði tekið af, en það er ekki til umræðu af þeirra hálfu. Það endar bara í átökum ef það heldur áfram sem horfir.“ Eignast ekkert í skipinu Til að skilja hvað þessi 10 prósenta eftirgjöf sjómanna þýðir mætti setja upp einfalt, en þó ekki tæmandi, reiknidæmi til glöggvunar. Ef við gef­ um okkur að á nýju skipi sé 15 manna áhöfn þar sem hásetahluturinn er 15 milljónir á ári þá er hver og einn að verða af 1,5 milljónum á ári vegna þessa. Þessi áhöfn væri þá búin að láta tæpar 160 milljónir upp í hið nýja skip á sjö árum. Ef tekið er með í reikninginn að skipstjóri, stýrimenn og yfirmenn eru með meira en einn hlut þá er þessi upphæð miklu hærri, að sögn Valmundar. „Ég veit dæmi af tveimur skipum, sem eru smíðuð á sama tíma og eru alveg eins. Á sjö árum hafa áhafn­ ir þessara skipa líklega skilað til út­ gerðar 10–12 prósentum af smíða­ verðinu. En þeir fá samt engan hlut í útgerðinni. Sem er svolítið skrýtið, það væri kannski í lagi að hafa þetta inni ef menn fengju kannski smá hlut eða þannig. En svona er þetta. Þetta er ákvæði sem við erum mjög ósátt­ ir við. Það hafa komið inn einhverj­ ar leiðréttingar en þær eru ekki stór­ vægilegar. Þetta er bara þannig að þetta ákvæði þýðir að sjómenn gefa eftir 10 prósent af sínum launum, fyrstu sjö árin eftir að skipin koma ný til landsins. Útgerðin fær 10 prósenta afslátt af launum.“ Valmundur segir að á móti komi að launakerfi sjómanna sé allt öðru­ vísi uppbyggt en annars staðar í þjóð­ félaginu þar sem þeir fái hlut af afla­ verðmæti. Aðgerða að vænta? Sjómenn eru nú, sem fyrr segir, að byrja sjötta árið sitt með lausan kjara­ samning. Valmundur segir að það hafi lítið þokast í samningsátt. Við­ ræður hafi átt sér stað í haust en upp úr þeim slitnað í desember. Lítið sem ekkert samtal hafi átt sér stað síðan. „Við sjómenn verðum með stóran fund hjá okkur núna á fimmtudaginn, hjá Sjómannasambandinu, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort við förum í að boða atkvæðagreiðslu um verkfall. Það tekur tíma að græja það því sjómenn eru sumir lengi á sjó. Það færi mánuður í atkvæðagreiðsl­ una og svo þriggja vikna boðunar­ tími. Þannig að það eru tveir mánuðir lágmark í aðgerðir ef af verður.“ n Sjómenn borga nýju skipin úr eigin vasa Útgerðir fá 10 prósenta afslátt af launum sjómanna í sjö ár með nýjum skipum Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Óþarft Valmundur Valmundsson er formaður Sjómannasambands Íslands. Hann segir ekki lengur þörf á fyrirkomulaginu. 12% Það sem áhöfnin gefur eftir í launum „Þetta er ákvæði sem við erum mjög ósáttir við. Afsláttur af launum Valmundur segir dæmi þess að áhafnir hafi skilað útgerðum 10–12% af smíðaverði nýrra skipa vegna ákvæðisins en eignist þó ekkert í þeim fyrir vikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.