Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 14
14 Fréttir Erlent Vikublað 16.–18. febrúar 2016 Sími 568-5556 www.skeifan.is Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Föst söluÞÓKNuN Sími 568- 5556 www .skeifan.is 1% + vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá RaðmoRðingjaR okkaR tíma n 10 alræmdir morðingjar sem handsamaðir voru á þessari öld n Mannætur og sadistar Ásta Sigrún Magnúsdóttir Baldur Guðmundsson astasigrun@dv.is / baldur@dv.is  Geymdi líkin í íbúðinni sinni Nafn: Anthony Sowell Fjöldi morða: 11 Handtekinn: 2009 Dæmdur: 2011 n Anthony Sowell er bandarískur raðmorðingi sem kallaður var „Cleveland Strangler“ af bandarískum fjölmiðlum. Hann var handtekinn árið 2009 grunaður um morð á ellefu konum. Lík þeirra höfðu þá fundist á heimili hans í Cleveland. Sowell var margheiðraður sjóliði en lét af störfum á níunda áratugnum. Árið 1989 var hann ákærður fyrir ofbeldi, tilraun til nauðgunar og mannrán á barnshafandi konu og var í fangelsi til ársins 2005. Hann fékk vinnu um tíma og bjó í blokkaríbúð. Nágrannar hans kvörtuðu reglulega yfir skelfilegri lykt en ekkert virðist hafa verið gert í málunum. Árið 2009 var hann aftur kærður fyrir ofbeldi, þá nauðgun. Við húsleit á heimili hans fann lögreglan tvö lík. Fleiri fundust í bakgarðinum. Hann var árið 2011 dæmdur fyrir 11 morð, líkamsárásir og 70 nauðganir. Hann bíður aftöku.  100 blaðsíður af glæpum en engin sýni Nafn: Samuel Little Fjöldi morða: 3 staðfest Handtekinn: 2012 Dæmdur: 2014 n Þegar lögreglan hafði hendur í hári Samuel Little átti hann að baki hundrað blaðsíðna langa sakaskrá. Hann var boxari og réðst á konur. Hann kýldi þær, kyrkti og fróaði sér svo yfir lífvana líkama þeirra. DNA-sýni tengdi hann við þrjú morð sem framin voru á árunum 1987–1989. Little er grunaður um að hafa myrt fleiri konur, en engar sterkar sannanir þess efnis hafa komið fram. Lögreglan hefur farið yfir fjölmörg gömul mál til að kanna frekari tengingar. Lögregla hafði hendur í hári hans í Kenntucky þar sem hann var handtekinn á heimili fyrir heimilislausa karlmenn vegna fíkniefnaneyslu. DNA-sýni, það fyrsta sem af honum var tekið, sýndi tengsl hans við morðin og var hann framseldur til Los Ang- eles í kjölfarið. Hann var 74 ára þegar réttað var yfir honum en á fimmtugsaldri þegar hann framdi glæpina. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrir lífstíð og getur aldrei sótt um reynslulausn.  Leitaði upp örvæntingarfullar konur Nafn: Mohan Kumar Fjöldi morða: 20 Handtekinn: 2009 Dæmdur: 2013 n Indverski barnakennarinn Mohan Kumar gerði sér dælt við ungar konur sem áttu fáa aðra valkosti en hann. Konurnar áttu ekki heimanmund eða gekk illa að finna sér eiginmenn. Hann vingaðist við þær, en þegar sambandið hafði varað í einhvern tíma gaf hann þeim blásýrupillur. Hann sagði þeim að þetta væru getnaðarvarnartöflur. Hann rændi þær svo, eða því litla sem þær áttu. Hann var ákærður og dæmdur til dauða fyrir 20 morð fyrir rétti í Mangalore. Hann varði sig sjálfur.  Ógnaröldina þarf að rannsaka frekar Nafn: Lonnie Franklin Jr. Fjöldi morða: 11 Handtekinn: 2010 n Raðmorðinginn Grim Sleeper (Vægðarlausi svefninn) hræddi íbúa Los Angeles á árunum 1985–1988 og 2002–2007. Hann fékk nafngiftina vegna þess langa tíma sem leið á milli morða og árása . Hann réðst á 11 konur og einn karlmann. Ein kona komst lífs af úr árásum hans. Árið 2010, við rannsóknarleit, fannst DNA-sýni í kerfi lögreglunnar. Það var mjög líkt DNA-sýnum sem fundist höfðu við rannsóknir á morðunum. Sýnið reyndist vera úr Christopher Franklin, syni Lonnie David Franklin Jr. Lonnie var handtekinn í kjölfarið og ákærður. Hann mun hafa skotið flest fórnarlömb sín, og voru flestar konurnar vændiskonur. Lögreglan hefur óskað eftir aðstoð almennings við að finna og bera kennsl á fleiri einstak- linga, en 1.000 ljósmyndir og nektarmyndir af þeim fundust á heimili hans við húsleit. 180 þeirra voru gerðar opinberar. „Þetta fólk er ekki grunað um neina glæpi, við vitum ekki einu sinni hvort þau eru fórnarlömb. En við vitum þetta: Ógnaröld Lonnie Franklin í Los Angeles, sem náði yfir tvo áratugi og skilur eftir sig að minnsta kosti 12 fórnarlömb, þarf að rannsaka frekar,“ sagði lögreglustjórinn Charlie Beck. Franklin hefur enn ekki verið dæmdur, en hefja átti réttarhöld í desember 2015.  Bílnúmerið kom upp um hann Nafn: Thiago Gomes da Rocha Fjöldi morða: 39 Handtekinn: 2014 n Öryggisvörðurinn Thiago Gomes da Rocha var handtekinn á mótorhjólinu sínu, með stolin bílnúmer í Goiás í Brasilíu. Við handtökuna fannst byssa og í kjölfarið féll á hann grunur um að hafa myrt 39 einstak- linga. Rocha er sagður hafa nálgast fólk á mótorhjólinu sínu, kallað: „Þetta er rán“ og skotið fólkið. Hann rændi það hins vegar ekki. Yngsta fórnarlambið var 14 ára gamalt og var myrt í janúar 2014. Rocha hefur enn ekki hlotið dóm, en mun hafa reynt sjálfsmorð í fangaklefa þar sem hann hefur dúsað frá handtöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.