Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 16
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 16.–18. febrúar 2016 Drykkjan var að drepa mig Ég var komin á æfingar fjögurra ára Það gerir manni bara gott að hugsa á þessum nótum Við erum sjúk í Pírata Birgir Axelsson var langt leiddur af alkóhólisma. – DV Helga María Vilhjálmsdóttir er ein besta skíðakona landsins. – DVÁslaug Guðrúnardóttir skrifaði bók um mínímalískan lífsstíl. – DV E kkert lát er á vinsældum Pírata. Íslendingar elska Pírata. Í þeirri skoðana- könnun sem stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi létu Gallup gera, og DV fjallar um í dag, má sjá merkilegar niðurstöð- ur. Píratar, sem ekki náðu manni inn í bæjarstjórn Kópavogs í síðustu kosningum, mælast nú með ríflega fjórðungs fylgi. Flokkur, sem nán- ast er ekki til í sveitarfélaginu, fær 26,3% atkvæða. Skýrara verður ákallið eft- ir breytingum ekki. Sjálfstæðis- flokkurinn heldur nokkuð vel sínu og fengi ríflega 36%. Þetta er mun meira fylgi en flokkurinn er að mæl- ast með á landsvísu. Þar virðist sem ánægja með störf bæjarstjórans haldi flokknum á floti. Hinn nýi „Pirate Bay“ eða Kópa- vogur er gott dæmi um þau kyn- slóðaskipti sem eru að eiga sér stað á Íslandi. 46% yngstu kjósendanna, á aldrinum 18–24 ára, segjast myndu kjósa Pírata ef kosið væri nú til bæjar- stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi að sama skapi 46% prósenta fylgi í aldurs- hópnum 45–54 ára. Hafi Píratar í Kópavogi vit á því að fara huldu höfði fram að kosningum eftir rúm tvö ár er í hæsta máta líklegt að flokkurinn bæti enn við sig fylgi. Þá er næsta víst að niðurhal í sveitarfélaginu verður bæði ótakmarkað og ókeypis. Varðandi aðra flokka í þessari könnun, þá er lítið að frétta. Samfylkingin mælist rétt yfir tíu prósent og VG er í kring- um níu prósent og aðrir minna. Þessi könnun endurspeglar um margt það sem er að gerast á lands- vísu. Þjóðin elskar Pírata. Öll önnur framboð eiga í vök að verjast. Þó er veigamikil undantekning sem kem- ur fram, þar sem Sjálfstæðisflokkur nánast heldur sínu kjörfylgi. Sjá má af könnuninni að sjálfstæðismenn eru mjög ánægðir með sinn mann, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóra. Nú væri forvitnilegt að sjá hvern- ig landslagið er í öðrum stórum sveitarfélögum á landinu. Sker Kópavogur sig úr eða eru Píratarn- ir búnir að draga svart-hvíta fán- ann að hún í fleiri sveitarfélögum, á laun? Það er ljóst að Íslendingar eru sjúkir í Pírata. Kjósendur eru það á landsvísu og nú er opinberað að Kópavogsbúar stefna hraðbyri í sömu átt á sveitarstjórnarstiginu. n Bræður í bobba Héraðsfréttamiðillinn Austurfrétt- ir greindi frá því í gær að Seyðis- fjarðarbær hefði fyrir mistök boð- ið börnum upp á tíu ára gamalt sælgæti á öskudaginn. Sælgætið reyndist vera frá fyrirtækinu Ís- lensk dreifing en eigandi þess er Hafþór Guðmundsson. Hann hefur ekkert fengist til að segja um þetta merkilega neytendamál frekar en eigandi Hótel Adam, Ragnar Guðmundsson, sem varaði útlendinga að ósekju við krana- vatninu – en seldi eigin vatns- flöskur á okurverði í staðinn. Neytendur eiga heimtingu á að vita hvað bræðurnir eru að bralla en þeir hafa engin svör veitt. Björt Viðreisn Viðreisn vinnur leynt og ljóst að framboði fyrir næstu alþingiskosn- ingar og auglýsti á dögunum eftir húsbúnaði fyrir nýtt húsnæði. En þeir leita líka að frambjóðendum og hafa í því skyni meðal annars leit- að til Heiðu Krist- ínar Helgadóttur, guðmóður Bjartrar framtíðar. Heiða Kristín mun vera að íhuga mál- ið alvarlega enda meðvituð um að það er fátt sem getur bjargað Bjartri framtíð frá því að þurrkast út af þingi. Þá er Björt Ólafsdótt- ir, þingkona flokksins, einnig að íhuga að ganga til liðs við hið nýja stjórnmálaafl. U m síðastliðna helgi samþykkti flokksráðsfundur Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs ályktun um að ríkið selji ekki hlut sinn í Landsbankanum heldur geri hann að samfélagsbanka. Áður höfðu slíkar raddir heyrst frá Fram- sóknarflokknum með Frosta Sigur- jónsson, alþingismann og formann efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis fremstan í flokki. Bankinn í Dakóta og þýskir sparisjóðir Þá hefur stjórnmálahreyfingin Dögun talað mjög fyrir þessari hug- mynd og stóð fyrir fundi í Norræna húsinu með tveimur erlendum sér- fræðingum á þessu sviði. Annar var Ellen Brown, þekkt bandarísk bar- áttukona um ábyrga fjármálastjórn, og hinn Wolfram Morales, framá- maður í þýska sparisjóðakerfinu en það er rekið á samfélagslegum forsendum. Í erindi sínu staðnæmdist Ellen Brown við þekktasta samfélags- banka Bandaríkjanna, ríkisbankann í Norður-Dakóta. Hann var stofn- aður fyrir tæpri öld, árið 1919, en rótin að stofnun hans var ekki sósíal- ísk heldur ásetningur um að standa vörð um fullveldi Norður-Dakóta, sem löngum hefur verið vígi hægri manna. Hvað sem sögunni líður þá er bankinn sagður hafa stuðlað að stöðugleika í fjármála- og efnahags- lífi fylkisins og fjörutíu milljónum dollara skilar hann árlega til samfé- lagsins. Þess má geta að þessi banki slapp óskaddaður úr bankakrepp- unni 2008 enda bannað að taka þátt í hvers kyns braski. Í þjónustu við samfélagið Stóra málið er þó að bankanum er ætlað að þjóna samfélaginu, en ekki skapa prívateigendum óverð- skuldaðan gróða. Sparikassarnir þýsku eru ein meginstoðin í þýska fjármálakerfinu, með álíka starfs- mannafjölda og íslenska þjóðin tel- ur. Viðskiptavinirnir eru um fimm- tíu milljónir. Í þessu kerfi tíðkast engir bónusar, sem eru, þegar öllu er á botninn hvolft, fyrst og fremst sið- lausir fjárhagshvatar til að ganga hart að viðskiptavinum. Þýsku sparisjóð- irnir eru flestir sjálfseignarstofnanir, sprottnir úr stjórnsýslu þýskra bæj- ar- og sveitarfélaga og eru þeir við- skiptabankar eingöngu en ekki fjár- festingarsjóðir. Fórnir Íslendinga Allt þetta minnir okkur á hverju Ís- lendingar fórnuðu í aðdraganda hrunsins. Í fyrsta lagi voru sparisjóð- irnir eyðilagðir. Þeir höfðu marga eiginleika samfélagsbanka þar til Al- þingi lét undan gróðafíklum þar inn- andyra sem ólmir vildu gera þá að fjáröflunarfyrirtækjum. Fengu þeir því áorkað að prívat eignarhlutir sem þeim hafði áskotnast á félagslegum forsendum yrðu þeim til stórfellds fjárhagslegs ávinnings. Síðan leiddi eitt af öðru þar til hinn félagslegi þráður hafði verið eyðilagður. Ríkisbankar sem aldrei höfðu verið baggi á þjóðfélaginu held- ur þjónað landsmönnum bærilega vel voru einkavæddir og urðu síðan að þeim braskstofnunum sem við þekkjum öll. Rannsókn á spillingu er ekki nóg! Síðan hrundi allt með hrikalegum efnahagslegum og félagslegum af- leiðingum. Nú hafa fjármálastofn- anirnar risið að nýju og við fengið að kynnast því að þar hefur ekkert breyst, allra síst kúltúrinn innandyra. Samfélagið horfir agndofa á hvert spillingarmálið á fætur öðru. Þau þarf að rannsaka ofan í kjölinn. En það er ekki nóg. Fyrir þinginu ligg- ur þingmál um aðskilnað viðskipta- banka og fjárfestingarsjóða. Fyrst flutti ég þetta þingmál árið 2003 og hefur málið síðan nokkrum sinnum verið endurflutt og hafa komið að því þingmenn nokkurra flokka. Í ljósi reynslunnar er mikilvægt að það fái nú brautargengi. Bjarna á ekki að líðast … En meira þarf til. Kröfuna um sam- félagsbanka verður að taka alvarlega. Bjarna Benediktssyni fjármálaráð- herra á ekki að líðast að afhenda frá okkur bankana og skella skollaeyr- um við sjálfsagðri kröfu um að kom- ið verði á fyrirkomulagi í bankavið- skiptum sem þjónar samfélaginu en er ekki á kostnað þess. n Samfélagsbanki í sókn Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Kjallari „Stóra málið er þó að bankanum er ætlað að þjóna sam- félaginu, en ekki skapa prívateigendum óverð- skuldaðan gróða. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is hundafóður  80% kjöt  20% jurtir, grænmeti og ávextir  0% kornmeti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.