Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Qupperneq 4
Mynd: Krlstín Bogadóttir
KONUR ÞURFA LYKLA TIL AÐ LJÚKA UPP DYRUM
1
egar Kvennalistinn bauð fram
í fyrsta sinn til Alþingis árið
1983 var Guðrún Agnarsdóttir
læknir í öðru sæti listans. Hún
var þá nánast óþekkt og hafði
engin afskipti haft af stjórn-
málum. En hún ávann sér
fljótt virðingu og vinsældir,
langt út fyrir raðir Kvenna-
listakvenna. Nú er hún hætt
þingmennsku og stendur því á
tímamótum. Við fengum hana
til að skyggnast um þaðan og
meta stöðu og framtíð Kvenna-
listans og kvennahreyfingar-
innar.
Það er ekki fjarri lagi að líkja
Alþingi við hamraborg. Húsið
gefur tilefni til samlíkingar-
innar en auk þess er Alþingi
lokaður heimur sem lýtur sín-
um eigin lögmálum. En hvern-
ig leið frumkvöðlum Kvenna-
listans á þingi, þeim Kristínu,
Sigríði Dúnu og Guðrúnu, ný-
gengnum í hamarinn vorið
1983?
„Ég held að strax að aflokn-
um kosningunum höfum við
skynjað það mjög sterkt að við
hefðum Qöregg á milli hand-
anna og að við værum þarna
fyrst og fremst á annarra veg-
um. Mér hefur alltaf fundist ég
vera í hlutverki sendiboða eða
erindreka. Það var oftast
áhyggjuefni fyrstu árin eftir
hvert viðtal eða önnur við-
skipti við fjölmiðla hvort við-
komandi hefði lagt Kvennalist-
ann niður með því að standa
sig illa eða ekki nógu vel. Þetta
hefur auðvitað ijátlast af okk-
ur „. . . og allar komu þær aft-
ur og engin þeirra dó“ og
Kvennalistinn lifir og dafnar.
En við Kvennalistakonur ger-
um óskaplega miklar kröfur
hver til annarrar vegna þess að
krafan utan úr þjóðfélaginu er
svo sterk um að við stöndum
okkur. Við viljum vera að
minnsta kosti fullkomnar.
Þegar ég lít til baka þá finnst
mér að þessi tími hafi umfram
allt verið alveg geysilega lær-
dómsríkur og jákvæður. Það
sem hefur verið neikvætt hefur
oftast verið eltthvað sem ég hef
getað lært af. Ég myndi því
eindregið mæla með þessari
rejmslu við allar konur ef þær
hafa nokkurn hug á stjórn-
málastörfum. En fyrst og
fremst er nauðsynlegt að trúa
á málstaðinn og vera sannfærð
um að hann eigi erindi inn í
þingsali.
Starf þingmanns er mjög
krefjandi og tekur allan þinn
tíma. Það verður gjarnan of lít-
ill tími eftir fyrir fjölskylduna
og sjálfa þig. En þannig er
hugsjónabarátta - þú leggur
allt í hana og fylgir málstaðn-
um. Til þess að geta sannfært
aðra er nauðsynlegt að vera
heil og til að geta verið heil
þarf að gefa mikið - bæði til-
finningar og tíma.“
Áþessu vori hafa Kvenna-
framboð og Kvennalisti
starfað samfellt í rúm 9 ár,
boðið fram í þrennum sveitar-
stjórnarkosningum og þrenn-
um þingkosningum. Þetta er
án efa mun meira úthald en
flestar konur óraði fyrir þegar
af stað var farið árið 1981. í
síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum hallaði hins vegar held-
ur undan fæti og hafa ýmsir
viljað túlka það sem svo að
tími Kvennalistans sé liðinn.
Ég spurði Guðrúnu hvernig
þetta mál horfði við henni?
„Mér finnst starf Kvenna-
listakvenna mjög aðdáunar-
vert. Allt er það unnið meira
eða minna í frítíma eða tíma
sem er tekinn frá einhverju
öðru. Þó baráttueldurinn sé
ekki skíðlogandi allan tímann
og alltaf séu einhveijir að
skvetta vatni á hann, þá lifir
þó í glæðunum. Og það þarf
ekki að blása kröftuglega til að
loginn nái sér á strik. Þegar
eitthvað gengur á, spretta kon-
ur upp úr jörðinni og þær dríf-
ur að hvaðanæva. Ég er í raun
og veru alveg gáttuð á því hvað
konur eru duglegar en mér
finnst hins vegar ekkert skrít-
ið þótt þær missi svolítið kraft-
inn annað slagið og geti ekki
haldið sjálfum sér og öðrum á
floti. Það er eðlilegt að lýjast
þegar svo lengi er að verki
staðið.
Við fengum svolítinn skell í
síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum. Við tókum ef til vill
ekki nægilegt mið af því að
tíminn og aðstæðurnar hafa
breyst. En við brugðumst við
þessu eftir kosningar og það
hefur orðið til þess að við erum
núna miklu þrekmeiri en við
vorum. Það hefur færst aukinn
kraftur í Kvennalistann þótt
öfl fyrir utan keppist við að spá
fyrir um endalok hans. En
andstaðan er sígild og áhuga-
vert rannsóknarefni í sjálfu sér