Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Síða 6

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Síða 6
Elísabet Þorgeirsdóttir HÚS Hús eru til að sofa í lifa og elska í en með hús á bakinu brosum við ekki hlaejum ekki að vöxtum sem liggja á gluggum r\jótum ekki hótunarbréfa elskum ekki höfuðstól sem vex eins og hnúturinn í maga okkar þegar við störum á skjái grátum í sófa aelum á parket í húsum sem eru til að lifa og elska í. Ó, Ó, Ó STELPUR Var það svona sem það átti að verða? Stóðum bjartsýnar og sungum: Áfram stelpur. . . . Trúðum á eitthvað betra hver á sinn hátt Sáum það blika — en stöndum nú í biðröðum banka með andvökubletti í hnakka ó, ó, ó stelpur. . . . ELlSABET ÞORGEIRSDÓTTIR er fædd árió 1955 og er ritstióri Neyt- endablaðsins. Hún hefur gefið út Ijóðabækurnar Augað i fjallinu, 1977 og Sa/t og rjómi, 1983. Elísabet skip- ar 28. sæti Kvennalistans í Reykja- vík I komandi kosningum. GERÐUR KRISTIMÝ VETRARLJÓÐ Tunglið frosið I Tjörninni byltir sér undir ísnum rökkrið kastar rekum á daginn og ég er þegar farin að kvíða dauða þínum. GERÐUR KRISTNÝ er fædd árið 1970 og er í frönsku og bókmennt- um I Háskóla (slands. Ljóð eftir hana hafa m.a. birst í Lesbók Morgun- blaðsins, Þjóðviljanum og Ljóðormi. Vetrarljóð er úr bókinni Þessi ást, þessi ást sem Háskóli (slands gaf út nú í febrúar. Átti Gerður Kristný tvö Ijóð í þeirri bók og er titill bókarinnar sóttur í annað þeirra. eins og ellin sé kynlaust og stéttlaust fyrirbæri, en auðvitað byggjum við í ell- inni á því sem lífið hefur fært okkur. Það getur verið reginmunur á kjörum gamals fólks og aðstæðum. Við vitum að lífskjör kvenna eru almennt verri en lífskjör karla og það batnar ekkert með aldrinum. Sá munur sem er á fólki gegnum lífið helst áfram í ellinni.“ Það er Sigríður Jónsdóttir félags- fræðingur hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar sem þetta segir en hún er þátttakandi í samnorrænu verk- efni sem felst í því að kanna lífskjör og aðstæður eldri kvenna á Norðurlönd- unum. Verkefnið er unnið að tilhlut- an Norrænu ráðherranefndarinnar. Ástæðan fyrir því að út í það var farið er einföld: Konur lifa lengur en karlar og þær eru verr settar en þeir. „Gamlar konur á Norðurlöndunum eru óskaplega stór hópur. Þar búa yfir 2 milljónir kvenna sem eru orðnar 65 ára og það má því segja að það sé her gamalla kvenna á Norðurlöndunum. Hlutfall þeirra er þó mismunandi eftir löndum. Þannig eru konur, 65 ára og eldri, 10% af öllum íbúum Svíþjóðar en karlar 7.5%. Á íslandi eru konurnar 6% en karlarnir 4.5%. Við íslendingar er- um því þrátt fyrir allt yngri þjóð, ef svo má að orði komast, heldur en Svíar. En við fikrum okkur sama veg og þeir og þjóðin mun eldast á komandi árum. Það er hins vegar fátt sem bendír til þess að hinn hlutfallslegi munur milli kynja minnki. Ef við lítum svo á aldurs- hópinn sem kominn er yfir áttrætt þá eru 152 konur á íslandi á hverja 100 karla en í Finnlandi eru 267 konur á þessum aldri á hverja 100 karla. ís- lenskar konur hafa því fleiri karla til að umgangast en þær finnsku. Ástæðan er sú að stríðið tók svo stóran toll af finnskum karlmönnum." — En að hvaða leyti eru lífskjör eldri kvenna Jrábrugðin lífskjörum eldri karla? „Niðurstöður okkar liggja enn ekki fyrir en það er engu að síður hægt að segja að það gíldi það sama um eldri konur eins og þær sem yngri eru, þær eru með lægri tekjur en karlar. Konur sem eru fæddar upp úr aldamótunum standa líka mun verr að vígi en karlar hvað varðar lífeyrisréttindi. Þá gildir það almennt að þær eru með minni menntun en karlar. Ef við berum sam- an konur og karla á Norðurlöndunum, sem eru komin yfir 55 ára aldur, þá er mun líklegra að konur séu bara með skyldunám og formleg menntun kvenna minnkar með hækkandi aldri. Hvergi á Norðurlöndunum er bilið milli kynja, hvað þetta varðar, eins mikið og á íslandi. Þetta hefur auðvitað áhrif á stöðu kvenna hér á landi því það er visst samhengi milli menntunar og bet- ur launaðrar atvinnu — það hefur að minnsta kosti verið svo. Menntunar- leysið á eflaust sinn þátt í því að eldri konur á íslandi eru að miklum hluta í einhæfum láglaunastörfum. Þá er mun algengara á öllum Norðurlöndunum að konur en karlar svari því játandi að þær séu veikar eða finni fyrir ákveðn- um sjúkdómseinkennum." — Ellilífeyrisaldur er víðast hvar á Norðurlöndunum lægri en hér á landt. Leiðir það ekki aj sér meiri atvinnu- þátttöku hjá eldri konum hér en ann- ars staðar? „Jú en við megum heldur ekki gleyma að atvinnuleysi er meira þar en hér. 41% íslenskra kvenna yfir 65 ára aldrl eru í einhverri launavinnu en aðeins 16% norskra kvenna. Þar við bætist að íslenskar konur vinna líka lengri vinnudag. Þetta sama á svo sem við um aðra aldurshópa en það dregur ótrúlega lítið úr vinnu með aldrinum, eins og maður hefði kannski ætlað." - Eru lífskjör eldri kvenna ekki mis- munandi ejtir þjóðjélagsstöðu þeirra? „Konur eru ekki einlitur hópur frekar en karlar en það eru kannski aðrir þættir sem ákvarða stöðu þeirra. Það er t.d. miklu líklegra að gamlar konur, sem búa við góða félagslega stöðu, hafi öðlast hana með hjónabandínu, ekki vegna menntunar sinnar eða eigin starfa. En það sama gildir um yngri konur og þá vaknar óneitanlega sú spurning hvað aukin menntun hafi í raun fært konum. Það er líka greinileg- ur munur á konum sem aldrei hafa gifst eða eignast börn og hinum sem eiga fjölskyldu. 15% gamalla kvenna hér á landi hafa aldrei verið giftar eða í sambúð og þetta er talsvert stærri hóp- ur en á hinum Norðurlöndunum. Það sem ég hef orðið vör við í fyrrl könnunum, sem ég hef gert, er að þess- ar konur eru afskaplega mikið einar og einmanaleiki þeirra kemur skýrar fram en hjá körlum sem aldrei hafa kvænst. Þó þær hafi aldrei gifst eru þær samt vanar því að vera í umönnunarhlut- verki, t.d. gagnvart bræðrum eða for- eldrum, en þegar þær verða eldri er því algerlega lokið. Þessar konur hafa yfir- leitt verið tekjulágar, hafa aldrei haft tök á að eignast eigið húsnæði og hafa úr mjög litlu að spila í ellinni." — Þegar Jram líða stundir verða ung- ar og miðaldra konur gamlar. Heldur þú að staða þeirra verði önnur en staða gamalla kvenna er í dag? „Ég held að það verði tvímælalaust breytingar á stöðu gamalla kvenna í framtíðinni. Staða okkar í ellinni breyt- ist í takt við breytingar í þjóðfélaginu. Konur sem hafa aílað sér menntunar og tekið þátt í atvinnulífinu munu eiga annars konar elli en gamlar konur í dag. Þeim mun kannski reynast auð- veldara að halda sér virkum en það geta líka orðið ýmiss konar breytingar á stöðu þeirra sem erfitt er að sjá fyrir. Það hefur t.d. verið sýnt fram á að streita er orðin mun algengari hjá kon- um en körlum vegna þess að þær eiga svo erfitt með að sameina heimilisstörf og atvinnuþátttöku. Við vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur á heilsufar þeirra í framtíðinni. Það kann líka vel að vera að ýmsir sjúkdómar, sem hing- að til hafa fyrst og fremst hrjáð karla, leggist í ríkari mæli á konur. Það getur því vel verið að íslenskar konur verði ekkert allra kerlinga elstar þegar fram líða stundir. Þó að konum í dag reynist tiltölulega létt að afla sér menntunar þá breytir það kannski ekki svo míklu um stöðu þeirra í ellinni ef þær eru barnlausar og ógiftar. Þær gætu orðið í svipaðri stöðu og menntunarlausar ógiftar konur í dag. Það er aftur á móti staðreynd að í dag eignast íleiri konur en áður börn þó það séu færri börn á hverja konu. Þetta skiptir talsverðu máli upp á fram- tíðina. Börn eru ákveðin trygging gegn einsemd í ellinni því að það deyja þá ekki allir á undan þér.“ - Mun Jleiri giftar konur stunda nú launavinnu en áður. Heldur þú að þetta muni gera það að verkum að Jjárhagsleg staða gamalla kvenna batni íJramtíðinni? „Kannski almennt en eftir sem áður verður talsverður munur á fjárhagslegri stöðu gamalla kvenna og karla. Konur eru mjög illa settar í lífeyrissjóðakerf- inu vegna þess að þær borga lægri ið- gjöld þar sem þær hafa lægri laun. Þar að auki hverfa þær oft af vinnumarkaði ákveðinn tíma meðan börnin eru lítil. Þær fá því lægri greiðslur til baka þegar þær komast á eftirlaunaaldurinn. Líf- eyrisgreiðslur miðast hins vegar við launataxta svo það getur vel verið að karlar fari að vakna og átti sig á því, að það kemur þeim í koll á elliárunum að launataxtar séu lágir og launum þeirra sé haldið uppi með öðrum hætti meðan þeir eru yngri." ISG

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.