Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Blaðsíða 11
GRUNDVÖLLUR KVENNALISTANS
Kvennalistinn er
stjórnmálaafl
sem vill breyta
samfélaginu og
setja virðingu
fyrir lífi og samábyrgð í önd-
vegi. Við viljum samfélag þar
sem kvenfrelsi ríkir. Við viljum
að hið besta úr reynslu og
menningu kvenna verði haft
að leiðarljósi þegar stefna er
mörkuð í samfélaginu, ekki
síður en hið besta úr reynslu
og menningu karla. Kvenna-
listinn vill varðveita og þróa
hið jákvæða í lífssýn kvenna og
nýta það í þágu samfélagsins
alls. Hann er hvorki á vinstri
né hægri væng stjórnmálanna,
heldur kvennapólitísk stjóm-
málahreyfing. Kvennalistinn
er því ný vídd í íslenskum
stjómmálum.
Þrátt fyrir lagalegt jafnrétti
er langt frá því að staða
kvenna og karla í þjóðfélaginu
sé sambærileg. Ein megin-
ástæða þess er að rótgrónar
hugmyndir um konur, stöðu
þeirra og hlutverk, gera ekki
ráð fyrir því að þær standi jafn-
fætis körlum. Því hefur m.a.
ekki verið tekið nægilegt mið
af stöðu og þörfum kvenna við
stefnumótun, lagasetningu og
stjómun þjóðfélagsins.
Atvinnuþátttaka kvenna er
orðin almenn, enda efnahags-
leg nauðsyn fyrir langflest
heimili landsins. Engu að síð-
ur em ólaunuð störf á heimil-
um og umönnun bama enn
nær eingöngu á ábyrgð kvenna
og sá tími sem þær hafa aflögu
fýrir sjálfar sig og
áhugamál sín því
mjög takmarkað-
ur.
Formleg völd
karla em mun
meiri en kvenna
og gildir einu
hvert litið er í
þjóðfélaginu. Þótt
konur hafi haft
kosningarétt og
kjörgengi hér á
landi frá árinu
1915, em þær
einungis um
fimmtungur
þingmanna og
hlutur kvenna í
opinberum
nefndum, stjórn-
um og ráðum er
sáralítill og
snöggtum minni
en á öðmm Norð-
urlöndum.
Kvennalistinn
telur þetta óvið-
unandi ástand
sem sé samfélag-
inu öllu til tjóns.
Allt sem getur
orðið til að bæta stöðu kvenna
skilar sér í réttlátara og betra
þjóðfélagi fyrir alla. Kvennalist-
inn stefnir að samfélagi þar
sem konur og karlar geta verið
virk í atvinnulífi, í fjölskyldu-
lífi og við mótun samfélagsins,
samfélagi þar sem kynferði
ákvarðar ekki stöðu fólks,
samfélagi þar sem dagvinnu-
laun fyrir 6-8 stunda vinnudag
nægja til viðunandi fram-
færslu einstaklings og samfé-
lagi sem virðir réttindi og þarf-
ir bama.
Kvennalistinn leggur sam-
tímis áherslu á að konur eiga
sameiginlega reynslu og menn-
ingu og að aðstæður kvenna
em breytilegar og konumar
sjálfar um leið. Kvennalistinn
gengur annars vegar út frá
sameiginlegri reynslu og
menningu allra kvenna sem
m.a. einkennist
af þáttum eins og
líffræðilegri sér-
stöðu og kven-
legri sjálfsmynd
sem mótast hefur
í aldanna rás.
Þetta leiðir af sér
annað verðmæta-
mat og önnur lífs-
gildi en þau sem
ríkja í veröld
karla. Hins vegar
leggur Kvenna-
listinn áherslu á
að konur em mis-
munandi sem
einstaklingar og
að staða og að-
stæður kvenna,
bæði í einkalífi og
á vinnumarkaði,
em marg-
breytilegar.
Verkakona kynn-
ist öðmm erfið-
leikum sem hefta
frelsi hennar en
fóstra, bóndi,
nemi, læknir, lög-
fræðingur eða
heimavinnandi
húsmóðir. Aðstæður kvenna
em líka breytilegar eftir
byggðalögum, aldri, menntun,
bamafjölda og hjúskapar-
stöðu.
Það er nauðsynlegt fyrir
kvenfrelsisafl að hlusta á mis-
munandi raddir kvenna, virða
fjölbreytileika þeirra og taka
mið af honum í allri stefnu-
mörkun. Virða verður rétt allra
kvenna til að velja sér þann
lífsfarveg sem þær kjósa og
gera þeim um leið kleift að vera
efnahagslega sjálfstæðar. Þetta
teljum við mikilvægar gmnd-
vallarforsendur kvenfrelsis.
Kvennalistinn leggur áherslu
á að hlutverk kvenna í samfé-
laginu er mótað af sögu okkar
og menningu og að mikilvægt
er að konur hafi áhrif á þær
þjóðfélagsaðstæður, sem
ákvarða stöðu þeirra. Framboð
til Alþingis er ein þeirra leiða
sem við fömm til að auka áhrif
kvenna og bæta stöðu þeirra.
Kvennalistinn er stjómmála-
afl þar sem lýðræði og vald-
dreifing situr í fyrirrúmi.
Hann er byggður upp á for-
sendum kvenna en ekki eins
og hefðbundin valdakerfi sem
karlar hafa mótað. Ábyrgðin
dreifist á margar hendur svo
að engin þarf að skuldbinda
sig umfram það sem hentar
miðað við aðstæður hjá hverri
og einni.
Mannkynið stendur frammi
fyrir miklum vanda. Umhverf-
isspjöll, mengun, stríðsátök og
ójöfnuður ógna öllu lífi jarðar.
Kvennalistinn vill snúa við
blaðinu, setja virðingu við
Móður Jörð í öndvegi og stuðla
að þjóðfélagi sem er í sátt við
allar þjóðir og byggir á jafn-
vægi manns og náttúm. Til að
svo megi verða þarf hugarfars-
byltingu. Konur hafa dýrmætri
reynslu og viðhorfum að miðla,
reynslu sem ætti að nýtast vel
til að sveigja af braut eyðilegg-
ingarinnar og inn á veg lífsins
og réttlætisins.
STJÓRNARAÐILD - STJÓRNARAÐHALD
HVORT TVEQGJA ER MIKILVÆGT í LVÐRÆÐISÞJÓÐFÉLAGI
Kvennalistakon-
ur fengu ekki
alvarleg tilboð
um þátttöku í
ríkisstjórn eft-
ir kosningarnar 1983, enda að-
eins 3 óþekktar þingkonur til
viðtals og mikil tortiyggni í
garð þeirra. Annað varð uppi á
teningnum eftir kosningarnar
1987 þegar kjósendur höfðu
sýnt þessari ungu grasrótar-
hreyfingu það traust að tvö-
falda fylgið og tölu þing-
kvenna. Gömlu flokkamir
skildu skilaboðin og knúðu
dyra hjá Kvennalistakonum.
Eftir hefðbundnar þreifingar
var sest að viðræðuborði með
fulltrúum Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks. Víðræðum-
ar stóðu í heila viku, en leiddu
ekki til myndunar ríkisstjóm-
ar. Áherslumunurinn var of
mikill.
Að mati Kvennalistans átti
það að vera forgangsverkefni
þeirrar ríkisstjómar að styrkja
stöðu fjölskyldunnar og bæta
kjör og aðstæður kvenna og
barna. Okkur fannst útilokað
að slá slíku á frest, meðan
unnið væri að öðm meginverk-
efni, sem var tiltekt í ríkis-
búskapnum, hagræðing og
gagnger endurskoðun tekjuöfl-
unar ríkissjóðs. Einnig lögð-
um við áherslu á eflingu
menntunar, menningar- og
rannsóknarstarfsemi, aukna
valddreifingu í stjórnkerfinu,
umbætur í umhverfismálum,
aukið framboð félagslegs hús-
næðis og stöðvun hernaðar-
framkvæmda í landinu.
í reynd snemst þó viðræð-
urnar að langmestu leyti um
það, sem Kvennalistakonur
settu sem skilyrði fyrir aðild að
ríkisstjóm, þ.e. tryggingu
launa, sem dygðu til fram-
færslu.
Afstaða okkar er einfaldlega
sú, að það sé lágmarkskrafa,
að afrakstur fullrar dagvinnu
dugi a.m.k. fyrir brýnustu
nauðsynjum. Því var það til-
laga okkar, að framfærslu-
kostnaður einstaklings yrði
lagður til gmndvallar og jafn-
vel lögbundið, að laun fyrir
fulla dagvinnu yrðu ekki undir
því marki.
Fulltrúar Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks treystu sér
ekki til að samþykkja þetta úr-
slitaatriði Kvennalistans, og á
því strönduðu viðræðumar.
Kjósendur virtust kunna að
meta þessa afstöðu okkar og
sýndu það með sívaxandi fylgi
við Kvennalistann allt næsta
ár. Þá kom hins vegar sprengj-
an mikla, þegar slitnaði upp úr
samstarfi Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks. Á örfáum dögum í sept-
ember 1988 var mynduð ný
stjóm tveggja síðamefndu með
tilstyrk Alþýðubandalags og
Stefáns Valgeirssonar, eins
konar „happaþrenna með bón-
us“, og ári síðar var svo Borg-
araflokknum kippt um borð.
í bæði skiptin átti svo að
hetta, að Kvennalistanum stæðl
til boða aðild að ríkisstjórn,
sem hann þáði ekki. Óvildar-
menn Kvennalistakvenna hafa
óspart neytt færis að bregða
þeim um hugleysi og ábyrgðar-
leysi og hafa uppskorið nokk-
uð við dreifingu þess áburð-
ar.
Sannleikurinn er hins vegar
sá, að Kvennalistakonum stóð
það eitt til boða við myndun
ríkisstjórnarinnar haustið
1988 að hnýta slaufu á tilbú-
inn pakka guðfeðra núverandi
ríkisstjórnar, sem þeir msluðu
saman á nokkmm klukku-
stundum. Ógeðfelldasta inni-
hald þess pakka var fiysting
launa og heftur samningsrétt-
ur launafólks, sem fulltrúar Al-
þýðuflokks og Framsóknar-
flokks töldu eina af meginstoð-
um undir þeim gmndvelli,
sem stjórnarmyndun þeirra
hvíldi á. Alþýðubandalagið
studdi það sjónarmið með
stjómarþátttöku.
Launafrystingin og fjötrun
samningsréttar launafólks var
óyfirstíganlegur þröskuldur að
mati Kvennalistakvenna, sem
öxluðu þá ábyrgð að vera trúar
grundvallarsjónarmiðum, þótt
það kostaði tækifæri til stjóm-
arþátttöku. í því efni komu
engir samningar né undan-
sláttur til greina.
Kvennalistakonur- hafa sett
mark sitt á stjórnmálin á síð-
ustu ámm og sá tími kemur
vafalaust fyrr en seinna, að
þær láta til sín taka í ríkis-
stjóm. Það getur þó ekki orðið
í skiptum fyrir grundvallarmál
eins og rétt fólks til þess að
semja um kjör sín. Því má
heldur ekki gleyma, að í lýð-
ræðisþjóðfélagi er virk og
ábyrg stjórnarandstaða ekki
síður mikilvæg en stjórnarað-
ild. Hlutverk stjómarandstöðu
er að veita ríkisstjórn aðhald
og standa vörð um lýðræðlð í
hvívetna, og það hlutverk taka
Kvennalistakonur alvarlega.
Markmið Kvennalistans er
samvinna á málefnalegum
gmnni, þar sem konur og karl-
ar vinna hlið við hlið af gagn-
kvæmri tillitssemi hvert fyrir
annars vinnubrögðum og sjón-
armiðum. Því öflugri stuðning
sem við fáum, þeim mun nær
emm við því markmiði.
Kristín Halldórsdóttir
Höfundur er fyrrverandi þingkona
Kvennalistans í ReyKjanesi og
skipar nú 11. sæti listans. Hún vinn-
ur fyrir þingflokk Kvennalistans.